Vísbending - 11.10.1996, Blaðsíða 3
ISBENDING
Mynd 2. Botswana, Gana og Nígería:
Þ jó ö a rf ra m le ið sla á mann, 1972-1994
(Bandaríkjadollarar)
G a n a N íg e r ía — B o ts w a n a
Afríka: Engin von?
Síðari grein
Di: Þorvaldur Gylfason
Nú víkur sögunni til Vestur-Afr-
íku. í Nígeríu var mikill upp-
gangur í efnahagslífinu árin
eftir fyrri olíuverðshækkunina á heims-
markaði 1973-1974. Framleiðslaámann
fjórfaldaðist í dollurum og vel það frá
1972 til 1981 (mynd2).Nígeríumennbár-
ust mjög á og reistu t.a.m. 31 háskóla um
allt land (kannast nokkur við það?) og
kostuðu miklu tiljafnvel þóttþeir hefðu
áður átt fullt í fangi með að halda uppi
einum háskóla í höfuðborginni, Lagos.
Þetta var óhyggileg fjárfesting í landi,
þar sem helmingur fullorðinna er enn
ólæs og aðeins fimmti hver unglingur
gengur í gagnfræðaskóla. Önnur fjár-
festing var ekki miklu arðvænlegri. Þess
vegna hlaut framleiðslan að hrynja. Við
þetta bættist svo mikil lækkun olíuverðs
árið 1986.
Nígería stendur því nokkurn veginn
í sömu sporum nú og árið 1972. Næstum
allur olíugróðinn er horfinn út í veður
og vind. Þetta er dæmi um það, hversu
skammgott það getur verið að gera út á
náttúruauðlindir, ef menn gæta ekki að
sér.
Of snemmt að örvænta
Gönu hefur gengið mun betur. Þar
heí'ur þjóðarframleiðsla á mann aukizt
urn 64% í dollurum síðan 1972, eða urn
rösklega 2% á ári að jafnaði. Landið
hefur átt prýðilegl samstarf við alþjóða-
stofnanir, einkum Alþjóðabankann og
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, síðustu ár
og þegið góð ráð af þeim. Hagþróunin
þarna hefur verið tiltölulega jöfn og
stöðug, eins og neðsta, brotna kúrfan
á mynd 2 sýnir. Með kaupmáttarleið-
réttingu hækkar mat Alþjóðabankans á
jrjóðarframleiðslu á mann í Gönu árið
1994 úr 410 dollurum í 2.050 dollara, og
úr 280 dollurum í 1.190 dollara í Nígeríu
til samanburðar.
Þetta sýnir, að einhæfni útflutnings
og hráefnaútgerð þurl'a ekki endilega
að vera ávísun á miklar sveiflur í efna-
hagslífinu og meðfylgjandi hnignun.
Langbezt er ástandið í Botsvana. Þar
hefur þjóðarframleiðsla hvorki meira né
minna en sextánfaldazt í dollurum síðan
1972. Það jafngildir 12% vexti á ári að
jafnaði. Það er heimsmet.
Botsvana og Nígería fylgdust nokk-
urn veginn að lil ársins 1985, eins og
rnynd 2 sýnir, en þá skildi leiðir. Sarnt
búa þjóðirnar í þessum löndum við
svipuð skilyrði frá náttúrunnar hendi.
Önnur gerir út á olíu, hin út á demanta:
olía nemur 90% af heildarútflutningi
Nígeríu, og demantar nema 80% af heild-
arútflulningi Botsvana. Botsvana er
lýðræðisríki, þótt sami flokkur hafi að
vísu verið við völd í landinu samlleytt
frá sjálfstæði, en Nígería hefur verið
undir herstjórn síðan 1966. Botsvana
hefur nýtt auðlindir sínar af hyggindum,
svo að nú er ólæsi komið niður í fjórðung
á móti helmingi í Nígeríu og meira en
helmingur allra unglinga gengur í gagn-
fræðaskóla á móti fimmtungi í Nígeríu.
Samt var þjóðarframleiðsla á mann í
Botsvana þriðjungi rninni en í Nígeríu
árið 1972.Svonahrattgetahlutirnirgerzt.
Þessi samanburðardæmi sýna, að það
er of snemmt að örvænta um Afríku.
Skynsamleg hagstjórn getur borið
góðan árangur þar ekki síður en annars
staðar.
Stöðugleiki og vöxtur
Lítill hagvöxtur víðast hvar í Afríku
stafar ekki eingöngu af vondri hag-
stjórn, lélegri fjárfestingu, lítilli menntun
og ónógum utanríkisviðskiptum, þótt
öllu þessu sé lil að dreifa. Hann stafar
einnig af óstöðugleika í stjórnarfari, út-
flutningi og efnahagslífi og sumpart af
vondum félagsskap: veikburða hagkerfi
hneigjast lil að draga dám af næsta ná-
grenni. Um þetta allt mætti hafa langt
mál, en hér skulum við staldra við
stöðugleikann.
Tafla 1 sýnir meðalvöxt þjóðarfram-
leiðslu á mann árin 1972-1994 í dollurum
í löndunum sex, sem hér hefur verið
fjallað um í stuttu máli, og staðalfrávik
vaxtarins sem hlutfall af meðalvexti.
Síðari röðin er einfaldur og hentugur
mælikvarði á óstöðugleikann í efna-
hagslífi landanna. Samanburður þessara
tveggja talnaraða sýnir, að hagvöxturinn
stendur í öfugu hlutfalli við óstöðug-
leikann. Fylgnin er -0,68. Þetta er vís-
bending urn, að miklar sveiflur draga
yfirleitt úr hagvexti. Þetta gæti einnig
veriðöfugt aðeinhverju marki: lítill hag-
vöxtur kann að rnagna sveiflur með því
til dæmis að ýta undir óraunhæfar kaup-
kröfur og kollsteypur af þeim völdum.
Af þessu má ráða, hversu brýnt það
er í Afríku og annars staðar, þar sem það
á við, að draga úr einhæfni atvinnu-
lífsins og meðfylgjandi ölduróti nreð því
að skapa skilyrði til eflingar iðnaðar,
verzlunar og alhliða þjónustu, og örva
hagvöxt með öllum tiltækum ráðum.
Höfundur er prófessor
Tafla 1. Sex Afríkulönd: Meðalvöxtur þjóðarframleiðslu á mann á ári
1972-1994 og staðalfrávik vaxtarins sem hlutfall af meðalvexti
Vöxtur VÞF á Kenía Úganda Tansanía Botsvana Gana Nígería
mann (í %) 1,4 3,8 1,0 1 1,9 2,2 0,3
Staðalfrávik Til minnis: Framleiðsla á 5,0 3,0 7,1 1,1 2,6 9,2
mann 1994 ($) Framleiðsla á 250 190 140 2800 410 280
mann ($, PPP) 1310 1410 620 5210 2050 1190
Heimild: Alþjóðabankinn, World Tables, 1994,
World Development Report, 1995 og 1996, og útreikningar höfundar.
3