Vísbending - 11.10.1996, Blaðsíða 2
ISBENDING
því leyti að þeir vilji aðeins bestu og
ódýrustu vöruna hver sem uppruni
hennar er. Afleiðing þessa er sú að líf-
vænlegar byggðir geta dregið að efna-
hagslegar bjargir úr mörgum áttum án
þess að þurfa á miðstýrðu ríkisvaldi eða
stuðningi innanlands að halda.
Ohmae bendir á að hagvöxtur sé nú
mestur á ákveðnum svæðum sem sum
eru hluti af stærra ríki líkt og Kalifornía
(sem ein sér er eitt af tíu stærstu hag-
kerfum heimsins) eða heil (smá)ríki
ásamt nærliggjandi héruðum sem til-
heyraöðrumríkjum. Þanniger því farið
um Singapúr, Johor- hérað í Malasíu og
Riau-eyjarsem tilheyra Indónesíu. Þessi
hraðvaxtarsvæði nefnir hann héraðsríki
(e: regional states) og eru þau mun líf-
vænlegri en miðstýrð þjóðríki sem hann
telur gagnslaus sem viðskiptaeiningar
í heimi án landamæra.
Þessar hugmyndir eru mikilvægar
meðal annars í umræðunni um hámarks-
stærð ríkja og kosti sambandsstjórnar-
stefnu (federalisma). Þessi þróun skýrir
einnig minnkandi áhrif alþjóðastofnana
sem starfa á ríkisstjórnarvettvangi líkt
og þing Sameinuðu þjóðanna. Loks
leiðirfrjálstfjármagnsflæðiámillisvæða
til þess að mismunur á hagvexti skýrist
fyrstogframstmeðframleiðni vinnuafls.
Samkvæmt því ræður menntun og verk-
þekking úrslitum um velgengni fyrir-
tækja. Það er hins vegar augljóst að
samkeppni á milli þjóðaermerkingarlítil
ef þjóðríkið sem slflct verðurekki lengur
mikilvægur þátttakandi á sviði alþjóða-
viðskipta og hagþróunar.
Staða smæstu ríkja
Röksemdir Krugmans uin mikilvægi
framleiðniaukningar og innlendrar sam-
keppni miðast fyrst og fremst við stærri
ríki svo sem Bandaríkin þar sem utan-
ríkisviðskipti eru tillölulegalitill hluti af
þjóðarframleiðslu. Smærri ríki eru mun
háðari utanríkisviðskiptum og hafa yfir-
leitt einhæft atvinnulíf. Ohmae telur
hæfilega stærð héraðsríkis vera á bilinu
5-20 milljónir íbúa. Spurningin er hvort
hugmyndin um samkeppnishæfni þjóða
eigi betur við í tilfelli fámennra ríkja,
einkum eyríkja, heldur en stærri ríkja.
Smáríki eru verulega háð utanríkisvið-
skiptum, heimamarkaður er lítill og þau
mynda stjórnsýslueiningu sem er svo
lítil að frekari skipting í efnahagslega
sjálfstæð héruð er tæplega til umræðu.
Þrátt fyrir þessa sérstöðu er ekki að
sjá að smáríki séu í allsherjar samkeppni
við aðrar þjóðir eða að ríkisvaldið hafi
sérstakt hlutverk við að eíla samkeppn-
ishæfni atvinnulífs gagnvart öðrum
þjóðum. í fyrsta lagi er enginn ávinn-
ingur af því fyrir aðrar þjóðir að „sigra"
smáþjóð í samkeppni vegna þess að
keppt er um tiltölulega lága markaðs-
hlutdeild. I öðru lagi vegur frumfram-
leiðsla eða matvælaiðnaður þungt í
útflutningi flestra smáríkja þannig að
náttúrulegar aðstæður, svo sem afla-
brögð, skipta mestu máli um verðlag á
heimsntarkaði. Islendingar hafa sjaldan
tapað markaði vegna stöðugs framboðs
á ódýrari og óniðurgreiddri framleiðslu
Eymdarvísitalan lág
/
Itímaritinu Economist nú í haust
var rætt lítillega um eymdarvísi-
töluna (e: misery index). En sú
vísitala er samtala atvinnuleysis og
verðbólgu. Því hærri sem þessi vísitala
er, þeim mun verr ætti almenningi að
líða. Ekki er erfitt að setja saman sams
konar vísitölu fyrir Island. Notuð voru
meðaltalsgildi úr Hagvísum Þjóðhags-
stofnunarfyrir árin 1985- 1995. Héreru
þessir útreikningar birtir án þess að
dómur sé lagður á niðurstöður.
Samkvæmt þeim var eymdarvísitalan
háárið 1985 eða um 35 en meðalgildi það
sem af er árinu í ár er 7,9. Lækkunin á
þessum 10 árum er því veruleg og
samkvæmt því ætti almenningi að líða
miklu belur nú en l'yrir 10 árum. Er það
svo?
Eymdarvísitala
annarra. Undirboð hafa verið stunduð
en þá er um að ræða vandamál sem heyra
undir alþjóðlegar viðskiptareglur. í
þriðja lagi geta smáríki búist við góðum
viðskiptakjörum á utanlandsmörkuðum
vegna þess að framboð þeirra er of lítið
til að valda verðlækkun. Ytri skilyrði
íslenska þjóðarbúsins, mæld í viðskipta-
kjörum, eru ekki orsök fyrir efnahags-
þrengingum síðustu ára. I fjórða lagi
hefur reynslan sýnt að nægur fjöldi fyrir-
tækja er starfandi í mörgum atvinnu-
greinum til að virk samkeppni sé mögu-
leg jafnvel þótt rfki sé ekki stærra en
Island.
Hættan við mótun sérstakrar útflutn-
ingsstefnu felst í mismunun á milli inn-
og útflutningsgreina og verndun óarð-
bærrar innlendrar framleiðslu. Reynslan
hefur sýnt, hér á landi eins og annars
staðar, að það er hinn harði skóli sam-
keppninnar, án afskipta ríkisvaldsins,
sem skapar arðvænleg fyrirtæki. Þetta
sést best með því að líta annars vegar
á arðsemi fyrirtækja í atvinnugrcinum
sem hafa notið sérstakrar verndunar og
umsjár stjórnvalda og hins vegar á arð-
semi atvinnugreina sem hafa þroskast
íharðri innlendrieðaerlendri samkeppni.
Engu máli skiptir hvort fyrirtæki hasla
sér völl á innanlandsmarkaði eða utan-
landsmarkaði. Þegar allt kemur til alls er
arðsemi eini mælikvarðinn á sam-
keppnishæfni.
Höfundur er starfsmaður á
Byggðastofnun
Lækka skuldir
ríkissjóðs?
í frumvarpi til ljárlaga 1997 kemurfram
að gerl er ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs
muni lækka sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu (VLF) úr 48% 1996 í
40% árið 2000. Þessa áætluðu þróun má
sjá á ntyndinni hér fyrir neðan.
Skuldir ríkissjóðs, %af VLF
1996 1997 1998 1999 2000
2