Vísbending


Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 2
ISBENDING Tillögur Seðlabanka um aðgerðir Iskýrslu Seðlabanka eru sett fram fímm atriði þar sem talin er þörf á frekari athugunum eða framkvæmdum. I. Nauðsynlegt er að áhœtta við greiðslumiðlun verði skilgreind og metin og gerðar ráðstafanir til að draga úrhenni. Ahœtta Seðlabank- ans af greiðslumiðlun er nokkur. Seðlabankinn er banki bankanna og hann er einnig ábyrgur fyrir heil- brigðum peningaviðskiptum. Þvi myndi Seðlabankinn vœntanlega þurfa að grípa til ráðstafana efaðili að greiðslumiðlunarkerfi kœmist í þrot. 2. Til að draga úr áhœttu Seðlabank- ans œtti að þróa raunverulegt SBG- kerfi sem gœti íframtíðinni tengst erlendum kerfum, t.d. TARGET. Seðlabankinn þarf að hafa eftirlit með og taka ábyrgð á þessu kerfi. Kerfið yrði einungis fyrir viðskipti milli þeirra stofhana sem vœru að- ilar að því, svo ogfyrir uppgjör á nettun í keifi RB og hugsanlega verðbréfamiðstöðvar þegar hún verður sett á laggirnar. Stefna œtti að því að einungis stœrri greiðslur fœru um þetta ketft. 3. Aðgangurað SBG-kerfi Seðlabank- ans œtti að vera heimill öl/uin inn- lánsstofnunum, öðrum lánastofn- unum og verðbréfafyrirtœkjuin (vegna verðbréfamiðstöðvar) enda lúti þessir aðilar eftirliti bankaeft- irlitsins. Fœrsla af reikningi yrði því aðeins heimil að innstœða sé fyrirhendi. Hœgt vceri að semja um yfirdrátt en hannyrði aðeins veittur effullnœgjandi ábyrgð/veð erfyrir hendi. Hugsanlegt vœri að skil- greina hluta afbundnuféhjá Seðla- banka sem ábyrgðarfé fyrir yfir- drœtti innan dags. 4. Setja þarfhlutlœgar reglur um að- gengi að greiðslumiðlunarkerfum, þarsem annars gœtu greiðslumiðl- unarkerfin hindrað samkeppni. Gjaldtöku œtti að miða við að allur kostnaður við rekstur og þróun sé greiddur af þátttakendum. 5. Huga ætti að lagasetningu til að tryggja endanleika í greiðslumiðl- unarkerfum. Fram hafa komið drög að tilskipunum á vegum Evrópu- sambandsins um endanleika upp- gjöra og einnig um greiðslumiðlun milli landa sem hafa mœtti til hlið- sjónar ásamt löggjöf í öðrum ná- grannalöndum. Einnig þarf að huga að lagaheimildum Seðla- banka á þessu og tryggja honum rétt til yfirumsjónar með greiðslu- miðlunarkerfum til að stuðla að hagkvœmni þeirra og öryggi. Helstu hugtök varðandi áhættu A hætta sem fylgir greiðslumiðlun er af ýmsum toga. Hér fyrir neðan er umfjöllun um helstu hugtökin. Greiðslufallsáhœtta (e.-.CreditRisk) felst í því að aðili sem á að greiða ákveðna fjárhæð getur það ekki. iMUsafjáráhœtta (e.:Liquidity Risk) felst í því að aðili sem á að greiða ákveðna fjárhæð getur ekki greitt í viðeigandi greiðsluformi. Fjármunir kunna að vera fyrir hendi en ekki í því formi sem þarf til að leysa úrerfíð- leikunum. T.d. gæti þurft að greiða þýsk mörk þegar aðeins eru til Banda- ríkjadalir og ekki er hægt að afla þýskra marka innan tilskilins tíma. Uppgjörsáhœtta (e.:Settlement Risk) er samheiti fyrir greiðslufallsáhættu og lausafjáráhættu. Kerfisáhœtta (e.: Systemic Risk) er þaðþegargreiðslufall eins aðilaíkerf- inuveldurkeðjuverkunhjáöðrumað- ilum þannig að ekki verður gengið frá uppgjörum. T vær aðalaðferðir eru notaðar til að draga úr kerfisáhættu: • Sameiginleg ábyrgð allra aðila kerfisinságreiðslufallieinsaðila og er þá nettóskuld hans skipt upp eftir ákveðnum reglum. Þetta getur þó hugsanlega leitt til greiðslufalls annars. • Upprakningerhin leiðin en hún getur þó hugsanlega leitt til greiðslufallsannars sem átti von áverulegumfjárhæðumfráþeim aðila sem lenti í greiðslufalli. Baklás (e.'.Gridlock)er helst tiI staðar í brúttunarkerfum þar sem ekki eru nægjanlegir lánamöguleikar. Hann felst í því að aðilar eiga von á greiðsl- um og setja sjálfir af stað greiðslur í þeirri trú að þeim berist vonargreiðsl- an áður en kemur að skuldfærslu á þeirrareikningi.SégreiðsIubeiðninni hafnað eða hún sett í biðröð getur orðið keðjuverkun þar sem allir bíða eftir öllum. Ekki er um að ræða greiðslufall eins og í kerfisáhættu þannig að hægt er að greiða úr flækj- unni með tímabundnum aðgerðum. Siðferðileg áluetta (e.: Moral Haz- ard) felst í fölsku öryggi þátttakenda þar sem almenn trú á markaðinum er sú að t.d. seðlabanki eða ríki muni bjarga því sem miður fer án þess að þessi trú eigi sér stoð í raunveruleik- anum. Ahættan er sú að aðilar sem hafa þessa skoðun taki ákvarðanir í því skyni að nýta sér ástandið. Tœknilegáhœtta (cc.TechnicalRisk) felst í því að tæknibilun leiði til veru- legrar röskunar á greiðsluflæði og/ eða uppgjörum. Tækni leg áhætta get- ur einnig leitt til vantrúar á kerfinu sem slíku og óvissu um endanleika og skilvirkni. Afhendingaráhœtta (e.: Herstatt Risk) er erlendis nefnd eftir þýska bankanum Bankhaus Herstatt sem var lokað fyrirvaralítið 1974. Áhættan er greiðslufallsáhætta og felst í því að afhending og greiðsla fara ekki fram samtímis og annar aðilinn getur stöðvað afhendingu eða greiðslu. Þessi áhætta á helst við í gjaldeyris- viðskiptum. Önnur hugtök B Nettun (e.: Netting) lýsir því þegar inneignumogskuldum millitveggja eða fleiri aðila er jafnað út. Þeir sem eru í nettóskuld greiða síðan þeim sem eru í nettóeign mismuninn. Einstök- um færslum er safnað saman á ákveðnum tímabilum en uppgjör milli aðila fer aðeins fram í lokin. B Brúttun (e.: Gross Settlement) lýsir því þegar h ver einstök færsla er færð jafnóðum og endanlega á milli reikn- inga. R Eitdanleiki (e.: Finality) á vi ð það að greiðsla sé endanleg og ekki sé hægt að krefjast riftunar. R Upprakning (e.: Unwinding) felst í því að færslur þess aðila sem lenti í greiðslufalli eru teknar út úr kerfinu og ný nettunarstaða er reiknuð út án þátttöku viðkomandi aðila. B Berjatínsla (e.: Cherry Picking) er notað til að lýsa þ ví ef stofnun verður gjaldþrota og bústjóri velur úr hvaða samninga hann uppfyllir, þ.e. þá sem skila búinu fé. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.