Vísbending


Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING 1) Avegum Evrópsku peningamála- stofnunarinnar EMI er nú unnið að nýju greiðslumiðlunarkerfi fyrir evró. Kerfi þetta á að tengja saman greiðslu- miðlunarkerfiíhverjulandiog stuðlaþannig að millinkjaviðskiptum. Helstamarkmiðið með TARGET, en nafnið er skammstöfun á Trcms-Europecm Automated Real-Time Gross Settlement Ex- press Ticmsfersystem, er hafa sameiginlegt kerfi til að hægt sé að tryggja framgang pen- ingamálastefnu ESB. Kerfið mun tengja saman samtíma-brútt- unar-greiðslukerfi | (SGB-kerfi) ríkja sem | taka upp evró. Upp- = gjörsreikningar þátt- takenda (fjármála- stofnana) verða í seðlabanka viðkom- andi lands. Kerfið verður sérstaklega hannað fyrir stórar greiðslur en þó verða ekki sett fjárhæða- mörk. Ekki er talið ásættanlegt vegna áhættu að tengja nettunarkerfi við TARGET. Gert er ráð fyrir að tvenns konar aðild verði að kerfinu, full aðild seðlabanka þeirra ríkja sem taka upp evró og aukaaðild annarra ríkja. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig fyrirkomulagi aukaaðildar verður háttað. A myndinni hér á síðunni er sýnt hvernig TARGET kerfið er hugsað. Unt er TARGET að ræða samskiptanet sem tengir saman SBG-kerfi í mismunandi löndum. Fjár- málastofnanir í einstökum löndurn tengjast SBG-kerfi viðkomandi lands og hafa reikninga í seðlabanka þess lands. Evrópski seðlabankinn sem tek- ur við af EMI mun geta sett af stað greiðslur eða móttekið greiðslur vegna TARGET kerfið Innlend SBG kerfi Target Tengikerfi Innlend SBG kerfi SBG SBG ^ 1) Biðröð og lausafjárstýringu er hægt að bjóða sem virðisaukandi þjónustu sem boöin yrði ísumum SBG kerfum. peningamálaaðgerða. Nauðsynlegt er að samræma ýmis tæknileg atriði vegna hins nýja kerfis. Einnig þarf að samræma opnunartíma viðskiptastofn- ana í viðkomandi löndum því að lönd innan ESB spanna tvö tímabelti. Einn- ig eru mismunandi hefðir í sumum þessara Ianda um opnunartíma banka- stofnana. Miðað er við að kostnaður við rekstur og uppbyggingu greiðslu- miðlunarkerfa sé að fullu borinn af þátt- takendum en víða hefur það tíðkast að hið opinbera hafi ljóst eða leynt greitt niður kostnaðinn við slík kerfi. Nauð- synlegt er að samræma lagaramma þann sem snýr að rekstri og uppgjörum í greiðslumiðlunarkerfum. Meðal þeirra atriða sem eru hvað mikilvægust er að- gengi að greiðslu- miðlunarkerfum. Aðgengi erlendra fjármálastofnana hefur víða verið við- kvæmt mál en sam- kvæmt túlkun á Rómarsáttmálanum er óheimilt að mis- muna fj ármálastofn- unum eftir þ ví hvers lenskar þær eru svo fremi sem þær upp- fylla þau skilyrði sem viðurkennd em í ESB. Við lands- kerfi einstakra landa er síðan hægt að bæta öðrum kerfurn s vo sem biðraðakerf- um eða lausafjárstýringarkerfum. Þörfin fyrir biðraðakerfi byggist á því að þau tilvik geta komið upp að aðili setur af stað greiðslu vegna þess að hann á von á að honum hafi borist greiðsla annars staðarfrá. Ef sú greiðslahefurekki borist og ekki er nægjanleg innstæða fyrir hendi þáergreiðslubeiðni hafnað. Biðraðakerfi minnka umstangið við slík viðskipti. Greiðslumiðlunarkerfi í vanda Þótt það hafi ekki alltaf farið hátt þá hefur stundum reynt nokkuð á greiðslumiðlunarkerfi víða um heim. Hér fyrir neðan eru rakin þekktustu dæmin. Gjaldþrot Herstatt- bankans Herstatt-bankinn var virkur á gjald- eyrismörkuðum. Bankanum var lok- að 26. júní 1974 á miðjum degi en þó eftir að millibankamarkaðnum í Þýska- landi var lokað. Aður en lokun var til- ky nnt höfðu nokkrir mótaðilar greitt óaft- urkræfar greiðslur í þýskum mörkum til bankans vegna gjaldeyris í Bandaríkja- dölum sem von var á síðar um daginn. Klukkan var 10.30aðmorgniíNew York þegar tilkynningin barst um lokun bank- ans. Þá stöðvaði viðskiptabanki hans í New York allar greiðslur í Bandaríkja- dölum af reikningum bankans í New York. Því töpuðu þeir bankar sem höfðu lagt út þýsku mörkin allri upphæðinni. Einnig voru bankar sem höfðu gert fram- virka samninga við Herstatt-bankanum og töpuðu þeir því sem út hafði verið lagt. Erfiðleikar Drexel Burnham Lambert IFebrúar 1990 varð fjármálafyrirtækið Drexel Burnham Lambert (DBL) gjald- þrota. Upphaflega má rekja það til alvar- legra lausafjárerfiðleika. Englandsbanki varð að taka að sér milliliðshlutverk til að milda áhrifin á fjármálamarkaðnum. Áður en til gjaldþrots kont var vitað um erfiðleikana og tók þá að bera á tregðu aðila á markaðnum að eiga viðskipti við dótturfyrirtæki DBL sem starfaði aðal- lega á gjaldeyris- og gullmörkuðum. Dótturfyrirtækið tók einnig að óttast um afhendingu á þeim vörum sem það var að borga fyrir. Á endanunt tók Englands- banki að sér mi 11 i 1 iðshl utverk ti 1 að forðast baklás. Mótaðilar DBL greiddu inn á reikninga í Englandsbanka þann gjaldeyri sem DBL hafði keypt en færslan fór ekki fram fyrr en DBL hafði greitt inn á sér- stakan reikning hjá Englandsbanka sem síðan lauk viðskiptunum. Þetta atvik átti sér stað jafnvel þótt dótturfyrirtækið væri ekki gjaldþrota. Móðurfyrirtækið náði að greiða alla útistandandi samninga dóttur- fyrirtækisins. Gjaldþrot BCCI Þann 5. júlí 1991 var BCCI bankinn tekinn til gjaldþrotaskipta. Meðal þeirra sem töpuðu á gjaldþrotinu var banki í London sem tveimur dögum áður hafði keypt dollara fyrir pund af BCCl. Greiðslan á pundum fór frant 5. júlí og 4. júlí hafði BCCI sent fyrirmæli til við- Framhald á baksíðu 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.