Vísbending


Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.04.1997, Blaðsíða 4
V ISBENDING Hagtölur Hagvöxtur róun hagvöxtar er einn besti mæli- kvarðinn við samanburð á samkeppn- isstöðu einstakra ríkja. Þessi mælikvarði er þó vandmeðfarinn og veldur þar margt. Mæliaðferðir verða að vera svipaðar, tímabil mælingar verður að vera nokkuð langt til að draga úr áhrifum óreglulegra þátta og einnig verður að taka mið af upp- hafsstöðu viðkomandi ríkja. Þannighefur ríki þar sem landsframleiðsla á h vern ein- stakling er lág meiri möguleika á vexti en annað ríki þar sem landsframleiðslan erhááhvern einstakling. Nýlega varbirt í Financial Times tafla um hagvöxt á tímabilinu 1979 - 1994. Þar er greinileg fylgni milli mikils hagvaxtar og lágrar upphafsstöðu. Hagvöxtur á íslandi m.v. sambærilegar aðferðir var 1,5% á þessu tímabili. Hagvöxtur pr. einst. 1979-1994 Hagvöxtur VLF/Einst. '79 (% p.a.) (Verðl. '90 $) Suður Kórea 6,5 4.350 Singapúr 6,2 7.618 Taívan 6,1 5.352 Hong Kong 5,1 9.276 Irland 3,0 8.161 Japan 2,9 12.754 Portúgal 2,2 7.973 Noregur 2,2 13.245 Spánn 1,9 9.488 ftalía 1,8 12.588 Danmörk 1,8 14.731 Belgta 1,7 13.457 Bretland 1,5 13.087 Þýskaland 1,5 15.257 Ástralía 1,5 13.670 Finnland 1,4 12.089 Bandaríkin 1,3 18.489 Nýja-Sjáland 1,3 12.450 Frakkland 1,3 14.850 Svíþjóð 0,9 14.720 ffeimiid: Financiai Times Vísbendingin Notkun orðsins punktar hefur verið nokkuð misvísandi hjáfjölmiðlum. Sumir þeirra nota orðið yfir allar breyt- ingar á einkennum verðbréfa, hvort sem það er verð hlutabréfa eða ávöxtun skuldabréfa. Erlendis er þetta hugtak nær eingöngu notað á skuldabréfamarkaði og þá yfirleitt um vexti eða ávöxtun. Þetta hugtak er ekki notað um hlutabréfaverð. Þar er hægt að nota krónur og aura. Annarserhverpunkturl/lOOúr prósenti. Þannig þarf ekki að tala um 0,3 prósentu- stig heldur er sagt 30 punktar. Eðlilegt er að hafa sama hátt á hérlendis. Annað væri ruglandi. v________________________y Framhald afsíðu 3 skiptabanka síns í New York að greiða útdollaraafreikningifyrirtækisins.Þjóð- hátíðardagur Bandaríkjanna er hins veg- ar 4. júlí og því var beiðnin ekki tekin fyrir fyrr en daginn eftir. Beiðnin var sett í biðröð uppgjörskerfisins CHIPS í New York og þar var hún stöðvuð eftir að viðskiptabanka BCCI hafði borist frétt um gjaldþrotið. Hið sama kom fyrir japanskanbanka. I þessu dæmi kom það fram sem almennt var ekki viðurkennt að banki gæti orðið gjaldþrota innan við- skiptadags. í Lúxemborg þar sem BCCI hafði höfuðstöðvar er einungis hægt að kveða upp gjaldþrotadóm á opnunartíma dómsstóla og þeir eru að sjálfsögðu opnir á svipuðum tíma og bankar. Valdaránstilraunin í Moskvu ✓ Iágúst 1991 var gerð skammlíf valda- ránstilraun í Moskvu. Þá komu fram hnökrar í uppgjörskerfum þar sem nokkrir aðilar voru ekki tilbúnir til að gera upp samninga við sovéska banka sem áður hafði verið samið um. Einnig kom fram tregða hjá viðskiptabönkum sovéskra banka erlendis til að greiða út af reikningum sovésku bankanna. Með þessum aðgerðum vörðu erlendarbanka- stofnanir sig áhættu en sköpuðu veru- lega lausafjáráhættu í Sovétríkjunum. Sem betur fer varð ekki kerfislæg út- breiðsla á vandamálinu m.a. vegna þess að í sumum tilvikum var gert tvíhliða samkomulag sem gerði það að verkum að hægt var að ganga frá viðskiptum. En ekki er hægt að meta hver áhrifin hefðu orðið ef ekki hefði með þessum hætti verið hægt að afstýra hættunni. Gjaldþrot Baringsbanka egar Baringsbanka var lokað þann 26. febrúar 1995 urðu vandræði í ECU greiðslumiðlun. Einn af greiðslumiðlun- arbönkum ECU hafði sent lága greiðslu til Baringsbanka þann 24. febrúar sem átti að gera upp þann 27. febrúar. Reynt var að stöðva greiðsluna en það var ekki leyfilegt samkvæmt reglum um greiðslu- kerfið. Ekki var heldur löglega hægt að afturkalla greiðsluna. Greiðslumiðlunar- bankinn samþykkti að taka að láni ECU til að hægt væri að ljúka nettun en hann var í jákvæðri stöðu í nettun og því var hægt að ljúkanettun á 50 milljörðum ECU á milli 45 banka sem biðu eftir lokaupp- gjöri nettunar. Ef ekki hefði komið til þessa hefði þurft að rekja upp greiðslur til og frá Baringsbanka, jafnvel þó að við- skipti tengd Baringsbanka væru undir 1 % af heildarviðskiptunum þann daginn. Ef ekki hefði komið til þessara viðbragða bankans hefði það haft alvarlegar afleið- ingar fyrir bankana, viðskiptavini þeirra og allan ECU-markaðinn. Aðrir sálmar Hver gætir eignar- réttarins? Undarlegaryfirlýsingarforráðamanna Brunabótafélagsins vekjaspurning- ar um hvað hagsmuni þeir eru að vernda. Þeir leggjast gegn því að félagið verði ley st upp vegna þess að hver eigandi eigi bara nokkrar krónur hjá félaginu. Nú eru eignir Brunabótafélagsins um 4 milljarð- ar. Sveitarfélögin eiga um 15% og sam- eignarsjóður sem myndast hefur við frá- fall hinna tryggðu mun eiga um 10%. Þá eru eftir um 3 milljarðar sem skiptast milli annarra tryggðra. Ef hver þeirra ætti 6 krónur eins og skilja mátti á ummælum forráðamanns Brunabótar hefur félagið tryggt 500 milljón manns. Ef hins vegar er reiknað með að tryggðir hafi verið 100 þúsund, sem er væntanlega nær lagi, þá kæmu 30 þúsund krónur að meðaltali í hlut hvers um sig. eru ráðamenn Bruna- bótar sérstakir fulltrúar bæjarfélaganna til þess að sjá um að þessi minnihlutaeig- andi nái undir sig hlut hinna? Og hvers vegna styður Alþingi þessa hægfara eignaupptöku? Hvers vegna hefur Vá- tryggingaeftirlitið ekki gætt eignarréttar hinna tryggðu í gagnkvæmu trygginga- félagi? Er ekki rétt að leysa forráðamenn Brunabótar undan því erfiða dagsverki að fylgjast með dánartilkynnigum og minningargreinum, leysa félagið upp og virða það sem stjórnmálamenn sögðu stundum á hátíðarstundum, að eignarrétt- urinn sé heilagur? Stjórnmálamenn og peningar Fyrir Alþingi liggur nú frumvaip frá um aðstjórnmálaflokkum verði skylt að gera opinbera reikninga sína og upp- lýsa um aðila sem leggja þeim til stærri fjárhæðir. Mikil umræða hefur verið í Bandaríkjunumog Bretlandi umframlög til kosningasjóða og önnur fjármál sem tengjast stjórnmálamönnum. Rétt er að hugað verði að fjármálum og tengslum stjórnmálaflokka hér á landi. Vert væri einnig að önnur atvinnuþátttaka þing- manna fengi umfjöllun. Það kann að vekja spurningar unt trúmennsku ef þing- maður þiggur jafnframt laun fyrir önnur störf. Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.