Vísbending


Vísbending - 02.05.1997, Qupperneq 2

Vísbending - 02.05.1997, Qupperneq 2
ISBENDING Eru verðbréfaviðskipti að verða „leikur einn“ á Islandi? w %, Þór Sigfússon hagfræðingur Mikil blíða ríkir á íslenskum verð- bréfamarkaði. Hlutabréf hækka, fyrirtækjum fjölgar og almenn- ingur sýnir hlutabréfakaupum vaxandi áhuga. Hvergi í Vestur-Evrópu er vöxtur hlutafjármarkaðarjafnmikill oghérlend- is. Ótrúlegasta fólk er orðið kapítalistar og allireru að græða. Það bregður jafnvel engum þegar tilkynnt er um 50% hækkun á gengi stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins á einum sólarhring. Verðbréfa- viðskipti og verðbréfakaup eru að verða „leikur einn“. Hugmyndir Eykons Fjárstjórn fjöldans, eins og Eyjólfur Konráð Jónsson nefndi hugmyndir sínar um íslenskan hlutafjármarkað, hafa séð dagsins ljós. Þrátt fyrir að hugmyndir Eykons séu nú um fjörutíu ára gamlar tók langan tíma að þær yrðu að veruleika. Eins og svo oft vill verða á íslandi þá gerðum við ekkert lengst af með þessar hugmynd- ir en tökum nú á skömmum tíma við okkur af miklum eldmóð, á svo skömmum tíma að okkur kann að verða á í messunni. íslenskum verðbréfamarkaði hefur tekist að vinna tiltrú bæði almennings og fyrirtækja. Trú almennings er reyndar orðin svo mikil að langar biðraðir myndast á verðbréfamörkuðum ef ný fyrirtæki bjóða hlutabréf á markaðinum. Það er af sem áður var þegar fólk hafði meiri áhuga á skattaafslætti með hlutabréfa- kaupum en hlutabréfunum sjálfum. Bankaviðskipti „leikur einn“ ankakreppan á Norðurlöndunum og reyndar í flestum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu skýrðist m.a. af því að bankaviðskipti urðu allt í einu „leikur einn“. Erlent fé streymdi inn í bankana og útlán jukust að sama skapi. Síðan kom að því að lántakendur greiddu ekki lánin sín til baka og íjöldi banka lagði upp laupana. Margir telja nú að sama sé uppi á teningnum á hlutabréfamörkuðum í þessum löndum; verðbréfaviðskipti eru orðinn leikur einn. Sambærilegir markaðir? s Iýmsum smáríkjum í Austur- og Mið- Evrópu, eins og Eystrasaltsríkjunum, eru allir að græða á verðbréfamarkaði um þessar mundir. Margir verja öllu sínu sparifé til hlutabréfakaupa í von um að hagnast verulega. Að mörgu leyti málíkja þessum mörkuðum við þann íslenska. Markaðurinn er smár og enn á fóstur- skeiði, tiitölulega lítið er af bréfum í um- ferð, fyrirtækin á markaðinum eru fá og margir hlutabréfakaupendur eru að kaupa bréf í fyrsta skipti. Erlendir fjárfestar eiga fjórðung bréfanna / Olíkt íslenska hlutabréfamarkaðinum eiga útlendingar um fjórðung skráðra hlutabréfa á mörkuðunum í Eystrasalts- ríkjunum. Þeirfylgjastgrannt meðgangi mála á þessum mörkuðum og fróðlegt er að heyra skoðun þeirra á svo smáum og veikburða mörkuðum. I nýlegri tímarits- grein um verðbréfamarkaðina í Eystra- saltsríkjunum segir m.a. að í landi „með rétt um tug verðbréfamiðlara og sérfræð- inga um verðbréfaviðskipti, þar sem að- eins eru gefin út eitt eða tvö áhrifamikil viðskiptablöð - geta góð tíðindi af verð- bréfamarkaði verið sett fram, einungis til að þjóna hagsmunum fárra!“ I Eystra- saltslöndunum eru þekkt dæmi um hvernig einstakir verðbréfamiðlarar eða stórir hlutabréfaeigendur hafa reynt að hafa áhrif á fjölmiðla og beinlínis komið inn ýkjusögum um einstök fyrirtæki í þeim tilgangi að selja hlutabréf í þeim þegar hækkun verður. Engin kreppa í vændum að er engin kreppa í vændum á ís- lenskum hlutabréfamarkaði. Hins vegar kann að vera varasamt þegar til- finning fólks er sú „að kaup á hlutabréfum sé leikur einn og ekki síður þegar sala þeirra er það einnig“. Hér er því alls ekki haldið fram að íslenskir verðbréfamiðl- arar misnoti aðstöðu sína og leiki sama leik og dæmi eru um í vanþróaðri ríkjum. Hins vegar þurfa allir aðilar á þessum markaði að hafa vakandi auga með því að óprúttnir einstaklingar misnoti ekki það andrúmsloft sem er á okkar litla og tiltölulega veikburða markaði. Fjölmiðlar mikilvægir Hlutverk fjölmiðla er mikil vægt. Fjöl- miðlar hafa fjallað ítarlega um „ný- sköpunarfyrirtæki “ og, ,rótgróin fy rirtæki“ með jákvæðum hætti en þurft síöan að fjalla um svindl eða gjaldþrot þessara sömu fyrirtækja ekki löngu síðar. I einu tilfelli reyndist fyrirtæki sem fjallað hafði verið um einungis vera yfirvarp, aðal- lega stofnað lil að svíkja fé af skattgreiðendum. Þessi fyrir- tæki hafa ekki verið á hluta- bréfamarkaði. Hins vegar virð- ast fyrirtæki sem á honum eru heldur fljót í fjölmiðla með áætlanir eða væntingar sem hreyfa við markaðinum en reyn- ast síðan hjóm eitt. Fjölmiðlar hafa alltaf verið mikilvægir en aldrei þó mikil vægari en einmitt nú þegar þeir geta haft veruleg áhrif á hvernig einstaklingar verja sparifé sínu. Er einkavæðing lausnin? Að lokum vil ég nefna eina leið sem gæli komið í veg fyrir frekari olhitn- un markaðarins. Ríkið getur strax sett á markað hlutabréf í ríkisviðskiptabönk- unum eðaeins konarloforð um hlutabréf ef ekki er hægt að ganga frá hlutabréfa- útboði fyrr en á næsta ári. Þannig var m.a. staðið ap málum í Póllandi fyrir nokkrum árum. Úr því að Alan Greenspan grípur til vaxtahækkana til að kæla bandaríska hlutabréfamarkaðinn getur ríkisstjórn DavíðsOddssonarbeitteinkavæðingutil að kæla íslenska markaðinn. Upplýsingafátækt Erfitt er að nálgast upplýsingar um hlutafjármarkaði í Eystrasaltsríkjunum þar sem þeir eru fremur frumstæð- ir. í Eistlandi hefur verið starfræktur markaður í ár og hefur hækkunin á hlutabréfum verið 167%. Markaðsverðmætið nemurum 7 milljörðum króna og veltan ádag er um 6 milljónir króna. Hlutabréf 16 fyrirtækjaeru skráð á markaði. I Lettlandi eru skráð 34 félög og er markaðsverðmæti þeirra áætlað um 7 milljarðar króna og dagleg velta er um 2,8 milljónir króna. Hlutabréfaverð hækkað um 216% á síöasta ári og var það meira en í Eistlandi og Litháen. Engar nýlegar upplýsingar var að hafa um viðskipti á hlutatjármörkuðum í Litháen. Til samanburðar má nefna að á Verðbréfaþingi Islands eru skráð 35 fyrirtæki og markaðsverðmæti varáætlað 105 milljarðar króna. Veltan í apríl var 2,2 milljarðar króna. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.