Vísbending - 06.02.1998, Qupperneq 4
ISBENDING
Framhald af síðu I og 2
Hvernig á að bregðast
við?
íkisstarfsmenn geta lent í þeirri að-
stöðu að vera beðnir um að gera
eitthvað ólöglegt eða óráðlegt. Einnig
geta þeir orðið varir við óleyfilegt athæfi
og eiga þá að gera aðvart. I sumum lönd-
um eru tii reglur um það hvernig þeir
eiga að bregðast við. Þessar reglur eru
yfirleitt ætlaðar til þess að tryggja að við-
komandi viti hvert hann á að snúa sér,
hvernig honum beri að meðhöndla upp-
lýsingarnar og stundum eru ákvæði sem
tryggja að hagur þess er gefur upplýs-
ingarnar verði ekki fyrir borð borinn. í
Bandaríkjunum eru lög sem banna það
að starfsmanni sérefsað, t.d. með tilfærslu
í starfi eða lækkun í tign vegna þess að
viðkomandi neitaði að taka þátt í óleyfi-
legu athæfi. Einnig eru starfsmenn vernd-
aðirfyrirþví að höfðað verði mál á hendur
þeirn vegna óleyfilegrar birtingar opin-
berra gagna ef sýnt þykir að birtingin sýni
fram á brot á lögum, óstjórn, óhæfilega
eyðslu,misnotkunvalds eðaumtalsverða
og ákveðna hættu eða varðar almanna-
öryggi. Þessi vernd er kölluð „Wistle-
blower“ -verndun.
Bætt stjórnsýsla
Avegum Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar (OECD) hafa verið haldn-
ar ráðstefnur um þessi mál og er þessi
pistill að mestu unninn úr gögnum frá
þeim. A þessum ráðstefnum hafa verið
borin saman einstök lönd og er reynt að
hafa áhrif á stjórnvöld til að taka á þeim
vandamálum sem snúa að stjórnsýslu.
Meðal annars er nú tilbúinn til undirrit-
unar sáttmáli um aðgerðir gegn mútum
og verður skrifað undir hann á næstunni.
Tvenns konar hagur getur orðið af þess-
um aðgerðum OECD.
I. Alntenningur nýtur góðs af bættri
stjórnsýslu, bæði vegna þess að spill-
ing grefur undan lýðræði og trausti
á stjórnvöldum og ekki síður fylgir
spillingu ævinlega sóun á verðmæt-
um, oftast fjármunum skattborgar-
anna.
2.Störf ríkisstarfsmanna eru gjarnan
vanmetin og oft eru þeir hafðir að
spotti, kallaðir „möppudýr“ eða
„kerfiskallar". Oft eru ríkisstarfs-
menn í lykilhlutverki við fjárútlát,
framkvæmdir eða ákvarðanir og því
er nauðsynlegt að gæta þess að sá
þrýstingursem þeirverðafyrirístarfi
sínu sé ekki óeðlilegur og að þeir
hafi úrræði til að sporna gegn óheið-
arlegum vinnubrögðum.
Skýrar leikreglurog vinnuhvetjandi um-
hverfi er því nauðsyn og hagur jafnt al-
mennings sem og ríkisstarfsmanna.
Heimildir: http://www.oecd.org
Framhald afsíðu 3
vant. Haft er á orði, að allir stjórnmála-
menníTaflandieigi bankaogallirbankar
eigi tvo stjórnmálamenn. Af þessu leiðir
hættu á, að útlán bankanna leiti í óhag-
kvæma farvegi, og kemur Islendingi ekki
á óvart. Það hel'ur ekki bætt úr skák, að
bankaeftirlit er veikt. Við þetta bættust
tæknileg mistök, einkum þau að taka
skammtímalán í stórum stíl til að standa
straum af langtímafjárfestingu fyrirtækja.
Vandinn þarna er ekki sá, að ríkið hafi
eytt um efni fram, því að rfldsfjármálin í
Taílandi og flestum hinna landanna, sem
nú eru í klípu, eru yfirleitt í góðu Iagi,
heldur varþað einkageirinn, sem sástekki
fyrir, m.a. fyrir tilstilli vinveittra banka-
stjórnenda, sem létu tímabundna stjórn-
málahagsmuniyfirgnæfaeðlileg arðsem-
issjónarmið. Þess vegna hefur Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn lagt höfuðáherzlu á
umbætur í bankamálum í þessum lönd-
unt, svo að tugum banka og annarra fjár-
málastol’nana hefur nú verið lokað í Taí-
landi, Kóreu og Indónesíu og bankasljór-
arnir sendir heirn.
Spilling og klíkuskapur eru einnig alvar-
legt vandamál í ýmsum þessara landa,
t.d. í Indónesíu, þar sem fjölskylda Sú-
hartós forseta hefur sölsað undir sig mik-
inn auð. Þessi hlið vandans þargerirhann
torveldari viðfangs en ella, því að þegar
miklum fjöldafólks er misboðið, minnkar
þolinmæði þess,þegarharðnarádalnum.
Þess vegna gæti komið til átaka í Indó-
nesíu og jafnvel til uppreisnar gegn for-
setanum. Annars staðar í álfunni virðist
þó ekki vera nein hætta á átökum eða
uppreisn, alla vega ekki af hálfu almenn-
ings, því að hann sérog skilurþann árang-
ur, sem náðst hefur í efnahagsmálum á
einunt mannsaldri, og hefur augljósan
hag af áframhaldandi hagvexti í skjóli
friðsamlegrarstjórnmálaþróunarog auk-
ins lýðræðis.
' Sjá eirkum The East Asian Miracle: Economic
Growth and Public Policy, Alþjóðabankinn,
Washington, D.C., ogOxfordUniversityPress, New
York, 1994, og Emerging Asia: Changes and
Challenges, Asíuþróunarbankinn, Maniia, 1997.
( Vísbendingin "
Vegna kreppunnar í Asíu og gengis-
falls nokkuira helstu gjaldmiðla álf-
unnar má búast við að verð á vörum frá
þessum löndumfari lækkandi. Þessi lönd
eru þekktfyrirýmsaniðnvaming,svosem
bifreiðar, ýntis konar hátæknibúnað,
hljómtæki, sjónvörp, tölvur o.þ.h. Það
gæti því verið ráðlegt fyrir þá sem hyggjast
fjárfesta í slíkum vörum að hinkra í nokkra
mánuði og kaupa þegar verð hefur lækk-
að. Ef gjaldmiðlarEvrópulandaog Banda-
ríkjanna slyrkjast frekar gæti borgað sig
að kaupa strax vörur frá þeint löndunt.
Aðrir sálmar
Án ábyrgðar
Sjómannaverkfall er skollið á. Enginn
efast um að það getur valdið miklum
skaða. Enþráttfyrirþaðgeristfátt. Astæð-
an er augljós. Ráðamenn hafa gefið það í
skyn að dugi önnurráð ekki verði að setja
lög sem banna verkfallið. Viðtöl við sjó-
menn í sjónvarpi sýndu glöggt að þeir bú-
ast við því að Alþingi sendi flotann aftur
á miðin fljótlega. Milljarðaverðmæti í
loðnu verði ekki látin synda framhjá
landinu meðan flotinn liggur við bryggju.
Allir vita að kosningar eru á næsta leiti, til
sveitarstjóma í vor og ekki er nema rúmt
ár í kosningar til Alþingis. Menn álykta
sem svo að frá sjónarhóli ríkisstjórn-
arinnar væri fásinna að láta góðærið og
vinsældirnar sem því fylgja fara í vask-
inn. Reyndar hefur ábyrgðin sent ein-
kenndi fyrsta ár þessarar ríkisstjórnar og
síðasta kjörtímabil vikið að undanförnu
fyrir ákvörðunum sem líklegar eru til
stundarvinsælda. Yfirlýsingar ráðamanna
um að þeir ætli ekki að leggja til laga-
setningu vegna verkfallsins em ekki teknar
trúanlegar. Einmitt þess vegna er ekki við
því að búast að sjómenn og útvegsmenn
sýni ábyrgð. Sjómenn geta sett fram
kröfur sem fyrirsjáanlegt er að veiki
reksturútgerðatil lengri tímaogþarmeð
getu þeirra til launagreiðslu, til dæmis
krafan urn að „kvótabrask", þ.e. frjálst
framsal kvóta, verði bannað. Af sömu
ástæðu flýta útgerðarmenn sér ekki að
borðinu til þess að ræða þær kröfur sem
eðlilegt er að fram komi, til dæmis um
verðlagsgrundvöll.Deilendurályktasem
svo að ríkisstjórnin hafi mestu að tapa
og muni „höggva á hnútinrík Lagasetn-
ing er engin lausn, óánægja mun áfram að
krauma og sömu deilur blossa upp á ný
þegar næst má „semja“. Þjóðinni er mestur
greiði gerður með því að ríkisstjórn og
löggjafi standi til hlés meðan deilendur
útkljá sín mál. Þau verðmæti sem tapast
eru á ábyrgð sjómanna og útvegsmanna
og ástæðulaust er að þeir hlaupi frá henni.
Athyglisverð lillaga kom frá Finnboga
Jónssyni hjá Sfldarvinnslunni, að færa
samninganainnífyrirtækin.Slíkterengin
tryggingfyrirþvíaðdeilurleysistánátaka,
en þá vita rnenn að verið er að senija um
raunverulegt fólk og afkomu fyrirtækja
sem veita atvinnu en ekki óljós hugtök og
v tölur á blaði.______________________)
'Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og^
ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
Jeyfis útgefanda._____________________,
4