Vísbending - 24.07.1998, Síða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
24. júlí 1998
28. tölublað
16. árgangur
Vísbending 15 ára
að var fyrir 15 árum sem fyrsta
eintakið af Vísbendingu leit
dagsins ljós. Blaðið er að þessu
sinni helgað þessum tímamótum. Hér á
eftir verður stiklað á stóru í sögu ritsins
og vitnað í greinar úr því frá ýmsum
tímum. Með því að lesa þær sést hve víða
hefur verið komið við en líka hversu oft
blaðið hefur verið á undan sinni samtíð.
Kaupþing hf. var stofnað í október 1982
og því var fátt á fjármálasviðinu
óviðkomandi. Það annaðist fasteigna-
sölu, ráðgjöf í hagfræði og rekstrar-
ráðgjöf, tölvuráðgjöf, leigumiðlun,
tjárvörsluogverðbréfasölu.Fljótlegavar
ákveðið að fara út í gjaldmiðilsráðgjöf
og útgáfu vikufrétta. Sigurður B.
Stcfánsson hagfræðingur hóf störf hjá <
fyrirtækinu 1. júlí 1983 og fyrsta
tölublað Vísbendingar kom út 22. júlí
sama ár. Ekki erþess getið í ritinu sjálfu
hvert sé hlutverk þess eða
tilgangur,heldurbyrjað á frásögn afháu
og stöðugu gengi dollarsins. I bréfi sem
fylgdi þessu fyrsta tölublaði segir þó:
„Vikuritið hefur hlotið nafnið
Vísbending. I ritinu verðurm.a. að finna
eftirfarandi efnisþætti: Tölulegar
upplýsingar um gengi helstu gjaldmiðla,
vexti á helstu peningamörkuðum, svo og
reiknaðar tölur um meðalgengi,
raungengi og raunvexti. ... Þá verður
einnig að finna í ritinu stuttar frásagnir af
atburðum og viðhorfum í alþjóðlegum
efnahagsmálum ásamt spám erlendra
aðila um framvindu í efnahagsmálum,
svo og ýmislegt fræðsluefni tengt
erlendum viðskiptum og efnahags-
málum. Þá verða einnig þættir um íslensk
efnahagsmál eftir því sem við á ... Hvert
tölub 1 að verður 4 bls. en öðru hverj u verða
j afnframt gefm út sérstök fy lgirit þar sem
ijallað verður ítarlegar um ýmsa erlenda
og innlenda efnisþætti. ... Efnisöflun
blaðsins verður hagað þannig að efni
blaðsins verður splunkunýtt þegar ritið
berst lesendum í hendur.“
Ritið var dýrt, kostaði 1.000 krónur i
áskrift á mánuði, en það jafngildir um
5.400 krónum að núvirði. Að sögn
Sigurðar var tilgangurinn ekki síst að
styðja gjaldeyrisráðgjöfina, fræða
lesendur um ýmsar nýjungar, jafnframt
því sem blaðið átti að aflatekna. Fljótlega
munu áskrifendur liafa orðið á þriðja
hundrað.
1983 - Soja og „swap“
Ifyrsta tölublaðinu er auk greinar um
Bandaríkjadal fjallað um verðbólgu á
Islandi og sagt frá flugfélaginu Laker
Airways sem varð gjaldþrota árið áður,
ekki síst vegnarangra ákvarðana í gengis-
málum. Verðbólgan var oft
umfjöllunarefni
bólguhraðinn í 140% á ári. En einnig var
reynt að fræða landann um svonefndan
forward - markað, currency- swap og
fleira, sem menn nú á dögum geta rætt
um á ylhýra málinu. Talsvert er fjallað
um hrávörumarkað og sagt frá því að verð
á sojabaunum og maís fari hækkandi. í
samræmi við tilgang blaðsins var töluvert
um fféttir af erlendum efnahagsmálum
og tölulegum upplýsingum um gengi og
fleira. Hafa ber í huga að mikill hluti þeirra
upplýsinga sem nú fylla síður dagblaða
og veraldarvefinn var áður fyrr
vandfundinn fyrir íslenska áhugamenn á
sviði efnahagsmála.
En það voru margs konar greinar í
Vísbendingu. í 20. tbl. birtist greinin
„Sala ríkisfyrirtækj a: Hin leiðin er að gefa
þau.“ Þar er þess getið að frumvörp séu
í undirbúningi um sölu i 8 ríkisfyrirtækja.
(Ætli sé búið að selja svo mörg núna, 15
árum síðar?)
1984 - Speki á servéttu
etta ff æga ár stóra bróður varð líklega
ekki jafnsögulegt og Georg Orwell
hafði spáð í skáldsögu sinni. Sagt er ffá
kjaramálum og fyrirsjáanlegum halla
ríkissjóðs (afgangur varð að vísu í
ríkissjóði þegar upp var staðið en það
mun m.a. hafa verið vegna sparnaðar á
launakostnaði vegna verkfalls opinberra
starfsmanna um haustið). Um mitt ár
birlist grein um vaxtamál: „Hversu
skaðlegir eru háir raunvextir?" Þar segir:
„Sú skoðun virðist almennt ríkj andi víða
um lönd að háir raunvextir séu mikið böl.
Hvar sem er í heiminum berj ast stj ómvöld
gegn vaxtahækkunum. Fljótlegt er að
draga saman helstu rökin fyrir lágum
vöxtum. Þeir hvetja til fjárfestingar
vegna þess að fjármagnskostnaður
fyrirtækja verður þá lægri en ella og
fjárfesting verður arðvænlegri en ella.
Mikil fjárfesting stuðlar siðan að
auknum hagvexti og hærri
þjóðartekjum síðar. Lágir vextir eru
einnig félagslegt mál í sumum löndum
vegna ungs fólks sem er að koma þaki
yfir höfuðið. Þessi rök kunna að vera góð
og gild. ITins vegar hljómar ósannfærandi
þegar því er borið við að ekki sé unnt að
hækka vexti vegna þess að
höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar séu að
sligast undan vaxtabyrði. Vextir eru
meðal þeirra atriða sem hvað mestu ráða
um fjárfestingu. Enþaðemekki vextimir
í fyrra eða hitteðfyrra sem hafa áhrif á
fj árfestingu nú heldur þeir raunvextir sem
menn búast við á næstunni. Það hlýtur
því að vera rangt að stjóma vöxtum eftir
fjárfestingu á liðnum árum. í þessa
fjárfestingu, hvort sem um var að ræða
skuttogara, verksmiðjur eða íbúðar-
húsnæði, var ráðist í lj ósi þeirra raunvaxta
sem þá giltu. Almennt er nú viðurkennt
hér á landi að mikil mistök hafi verið gerð
Saga Vísbendingar í 15 ár það hefur þrisvar skipt um ^ jól ög einu sinni á m nær,meðalannars viðtöl við''
1 er sögð með tilvitnunum í 1 útlit. Auk þess hafa -2 þjóðhátíðardaginn. í þess- /líslenska hagfræðinga og
_L blaðið. Á hverri síðu um undanfarin ár komið umaukablöðumhefurverið frásagnir af ýmsu tagi.
sig er mynd af blaðinu en aukaútgáfur af blaðinu um fjölbreyttara ef’ni en endra-