Vísbending


Vísbending - 24.07.1998, Page 2

Vísbending - 24.07.1998, Page 2
ISBENDING í ijárfestingu á síðasta áratug vegna neikvæðra raunvaxta. Við -15% raunvexti hlýturnánast hvaða fjárfesting sem er að borga sig. Kostir hárra vaxta eru annars vegar að þeir stuðla að auknum spamaði þjóðarinnar og draga úr neyslu. Hins vegar stuðla þeir að því að fjármunir renni í þá ijárfestingu sem mest gefur af sér. í öðrum löndum erugerðarþærkröfúr til nýrrar fjárfestingar að hún skili a.m.k. 15-20% vöxtum umfram verðbólgu." Afblaðinu er það helst að segja að verkfall bókagerðarmanna um haustið olli því að fjölrita varð sex tölublöð, sem bám þess glögg merki. Meðal efnis i fjölrituðu blöðunum er umfjöllun um Laffer- kúrfuna sem lýsir sambandinu milli skattahlutfalls og heildarskatttekna ríkisins. Mikilvægt er hverjum hagfræðingi að þekkja söguna af kúrfúnni, en blaðið hermir að Laffer hafi „dregið hana á servéttu á vínbar í Washington í nóvember 1974.“ 1985 - Flatir skattar Alltaf birtast öðru hvoru greinar um ýmiss konar sparnaðarfonn, t.d. húsnæðisspamaðarreikninga, rikisvíxla og gjaldeyrisreikninga. í nóvember birtist athygiisverð grein um tekjuskatt: „Tilgangurinn með álagningu stighækkandi tekjuskatts er að draga úr launamisnmun í landinu. Með háum jaðarskatti á háar tekjur er leitast við að taka af tekjum hátekjufóks og flytja þær til þeirra sem hafa lægri laun. Tilfærslan á sér stað þannig að hlutfallslega lægri skattar eru lagðir á lág laun an allir njóta sama aðgangs að opinberri þj ónustu. Eins og aðrartilfærslurljánnunaávegumhins opinbera býður jöfnun tekna með stighækkandi skatti hættunni heim hvert sem litiðer. Þóttjaðarskattarátekjur séu víða um lönd nokkru hærri en hér valda sveiflur í tekjum og innheimta tekjuskatts ári á eftir oft mjög mikilli skattbyrði. Þá er einnig umhugsunarvert hvers vegna lagður erhlutfallslegahærri skattur áfólk sem lagt hefúr hart að sér ti I að aila hárra tekna en á aðra sem minna leggja að sér. Hárra tekna er oft aflað með því að taka áhættu á einn eða annan hátt, fj árhagslega eða með því að hætta lífi og limum. Aðrir hafa hátt kaup vegna þess að þeir leggja fram alla sína lífsorku og ganga jafnvel nær heilsu sinni en þeir sem láta sér nægj a meðallaun. Stighækkandi skattur drepur niður hvatann til að gera betur og eykur áhættuna á skattsvikum. ... Til þess að forðast þá óhagkvæmni og það óréttlæti sem beint og óbeint hlýst af stighækkandi tekjuskatti mætti taka upp jafnan tekjuskalt (og samtímagreiðslu).“ Þetta var gert árið 1988 en nokkrum árum síðar var á ný tekinn upp stighækkandi tekjuskattur. Sjaldan er sagt frá atburðum í viðskiptalífinu en þó kemur fram að Hafskip var ekki eitt á báti (en félagið varðgjaldþrotahaustið 1985). Sagterfrá erfiðleikum skipafélaga víða um heim. I september hóf nýtt fylgirit með Vísbendingu göngu sína. I því birtust mánaðarlega ýmsar hagtölur. 1986 - Fjölskyldufyrirtæki Á riðbyrjaðimeðhefðbundnumhætti. I\i maí crfjallað um hugmyndir manna um afkomutengingar launa og hlutabréfaeign starfsmanna. Vitnað er í breska fjármálaráðherrann: „Uppsagnir eru óhjákvæmilega líklegri þegar eini sveigjanleikinn í kerfinu er fjöldi starfs- manna ... Úr þessu mætti bæta meö þvi að koma á launakerfi þar sem talsverður hluti tekna er tengdur afkomu fyrirtækis- V.\Sl'(®p OGVBS®- bÓLGA ins. Starfsfólkið hefði þá ekki aðeins beinan hag af velgengni fyrirtækjanna heldur yrði minni ástæða eða þörf hj á fyrirtækjunum að segja upp starfsfólki er reksturinn gengur illa.“ í sama tölublaði er fjallað um breytingar á eignarhaldi í fjölskyldufyrirtækjum. Þar segir: „Eigendum Qölskyldufyrirtækja er yfirleitt ekki andstætt að afla sér Ijár með sölu hlutabréfa. Aftur á móti hefur mörgum reynst um megn að horfast í augu við að missa áhrif í rekstri fyrirtækisins, missa eftil villmeirihlutann eðanægilega mikið til þess að geta ekki ráðið ferðinni lengur. Þegar verið er að breyta eignarhaldi fyrirtækja í Þýskalandi úr einkafyrirtækum í almenningshlutafélög helúr þetta vandamál verið leyst með því að selj a fyrst í stað hlutabréf án atkvæðis- réttar. ... I ráðgjöf þýskra banka til fjöl- skyldufyrirtækja er lögð mikil áhersla á skilin milli eignarhalds og daglegs reksturs. Vilji ljölskyldan halda eignarhlut sínum og þar með áhrifúm á stjórn sé henni fyrir bestu að ráða aðra menn til að sjá um daglegan rekstur. Til að halda áhrifum í stjórn fyrirtækisins er talið heppilegast að eigendur gamalgróinna ljölskyldufyrirtækja fái til liðs við sig reynda stjómendur og sem óháðasta þeirri starfsemi sem fyrirtækið hefúr með höndum. Þannig er myndaður hópur fjölsky Idunnar og sérfræðinga sem fermeðhluthennarístjóm íýrirtækisins." Nýtt fylgirit, bleikt að lit, kom með blaðinu 1. október. Þar var fjallað um fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækin voru: Almennar tryggingar, Fjárfest- ingarfélag íslands, Alþýðubankinn, Flugleiðir, Amarflug, Hampiðjan, Eimskip, Hraðfrystihús Grundarijarðar, Iðnaðarbankinn, Tollvörugeymslan, Samvinnubankinn, Útgerðarfélag Akur- eyringa, Skagstrendingur og Verslunar- bankinn. Það er athyglisvert að tólf árum seinna starfa aðeins fimm fyrirtæki af ijórtán undir sama nafni og áður og sýnir að viðskiptalífið er mjög virkt. Þessi bleiki blöðungur varð að hluta kveikjan að riti sem Talnakönnun hefúr gefið út í 10 ár, íslensku atvinnulífi, en V ísbending tók einmitt þátt í útgáfúnni fyrstu árin. Seinni hluta árs urðu þau tíðindi að Sigurður B. Stefánsson lét af störfúm og tók við starfl framkvæmdastjóra VIB. 1987 - Óregla og kvóti Benedikt Höskuldsson, MA í hagifæði, tók við blaðinu um stund en hvarf til starfa hjá Útflutningsráði vorið 1987. A árunum 1983-5 og stundum síðan þá var mikið fjallað um misgengi lána og launa. Att var við það að lífeyrissj óðslán voru bundin lánskjaravísitölu en kaupgjald hækkaði hins vegar mun minna en verðlag frámiðju ári 1983 til hausts 1984. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings, sýndi fram á það í grein í maí 1987 að raunávöxtun væri neikvæð miðað við laun árin 1986-7 og þegar litið væri á tímabilið frá upphafi verðtryggingar árið 1980 þá hefðu lán ekki hækkað meira en laun. Þessi grein Péturs mun þó ekki hafa vakið sérstaka athygli Sigtúnshópsins svonefnda en hann barðist fyrir afnámi lánskjaravísitölu ogjafnvel enn þann dag í dag berj ast surnir gegn þeirri vernd sem vísitölubinding er. Útkoma blaðsins varð skrykkjóttari en áðurvorið 1987 og útgefandinn skrifaði i bréfl þá um sumarið að þar sem ekki hefði fundist maður til þess að taka við blaðinutilframbúðaryrðiaðhættaútgáfú þess. Ekkert blað kom frá 20. mai til 22. júlí en þá tók við óvenjulegt tímabil. Nokkrir kennarar við Háskóla íslands undir forystu Þorvalds Gylfasonar, sem þávar stjórnarformaðurKaupþings, tóku að sér að skrifa greinar næstu mánuði. Pál 1R. Pálsson viðskiptafr æðingur sinnti ritstjóm til bráðabirgða. Blaðið breytti um svip og í stað þess að fjalla um erlend viðskipti tók að bera meira á greinum almenns eðlis um viðskipti og hagfræði. Segja má að þetta form hafl haldist fram 2

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.