Vísbending


Vísbending - 24.07.1998, Qupperneq 4

Vísbending - 24.07.1998, Qupperneq 4
ISBENDING «ÍSBBMD^G í júní er fjallað um banka og sparisjóði. Um Landsbankann segir: „Ovíst er að bankinn standist 5% eigintjárákvæði laga þegar öll kurl koma til grafar og gæti jafiivel farið svo að hann ætti ekki fyrir skuldum." Bankastjórar Landsbankans tóku þessari grein illa og sögðu hana sýna rætnahugsun eigenda Vísbendingar sem beittu nú nýjum brögðum í samkeppn- inni en Kaupþing var á þessum tíma í eigu sparisjóðanna og Búnaðarbankans. (Þetta var ári áður en Landsbankinn fékk 4 milljarða ríkisaðstoð.) 1992 - Vinnum saman Sagt frá því í febrúar að frumvarp ríkis stjórnarinnar um tekjutengingu grunnlifeyris rýri kjör vinnandi elli- lífeyrisþega. Blaðið sýnir að skattur Iíf- eyrisþega kunni að verða allt að 75% í raun. Byrjað var á þeirri nýjung að greina árs- reikninga hlutabréfa einstakra íyrirtækja og í lok hverrar greiningar var sagt hvort menn ættu að kaupa, halda eða seljahlutabréfíþví félagi sem fjallað var um hverju sinni.Imaí var lagt til að hluthafar seldu bréf sín í F lugleiðum miðað við það gengi sem þá var á markaði. Þessu áttu í slendingar ekki að venjast og um málið var fjallað talsvert í fjölmiðlum. Forráðamenn flug- félagsins höfðu samband við Kaupþing um það hvort ekki mætti „komast að samkomulagi um málið.“ I ágúst er sagt ff á kaupum Hagkaupa á 50% í Bónus: „Margt bendir til þess að nrarkaðsstaða Hagkaupa og Bónuss styrkist enn á næstunni þegar Mikligarður hættir en rekstur hans hefur gengið afar il la.“ Mánuði síðar var beðist afsökunar á klaufalegu orðalagi utn þetta. Mikligarður fór ekki á hausinn fyrr en í maí 1993. 1993 - 1998 Rekstur V ísbendingar var lönguni með nokkra sérstöðu innan Kaupþings sem hafði sífellt einbeitt sér meira að verðbréfamiðlun og rekstri verðbréfa- sjóða. Tap var af útgáfimni en lengi var lalið að það hefði sjálfstætt kynningar- gildi fyrir Kaupþing að gefa út slíkt blað. Allt frá árinu 1987 munu þó öðru hvoru hafa komið upp umræður um hvort ekki bæri að hætta útgáfunni. Síðari hluta árs 1992 urðu viðræður milli Kaupþings og Talnakönnunar um kaup siðarnefnda fyrirtækisins áútgáfunni. Ekki náðust þá samningar og strandaði bæði á því að verðhugmyndir fóru ekki saman og því að Kaupþing var ekki sannfært um að lítið ráðgjafarfyrirtæki gæti haldið uppi merki blaðsins (að því að forráðamenn Kaupþings hafa síðar sagt frá). Fleiri kaupenda mun hafa verið leitað. Síðustu viku mars 1993 hafði forstjóri Kaupþings samband við framkvæmda- stjóra Talnakönnunar og sagði að menn vildu selja blaðið fyrir 1. apríl. Að þessu sinni gengu samningar greiðlega og blaðið var komið ti 1 nýrra eigenda í byrj un apríl. A þeim tíma voru greiðandi áskrifendurtæplega400 en áskriftargjald var 1.960 krónur á mánuði. Hjá T alnakönnun var verðið hækkað um 40 krónur á mánuði í upphafi en síðan hefur það verið óbreytt. Áskrifendum hefur fjölgað og hafa verið nálægt 600 um nokkurt skeið. Sem fyrr segir vartalið að blaðið hefði verið rekið með tapi hjá Kaupþingi en strax á fyrsta ári hjá Talna- könnun var afkoman nálægt núlli og skilar nú nokkrum hagnaði. Síðan 1993 hafa nokkrir ---'— ritstjórar stýrt blaðinu. Sigurður hélt til Bandaríkjanna haustið 1993 þar sem hann skrifar nú doktorsritgerð við Kent State University. Sverrir Geirmundsson hag- fræðingur tók þá við fram á árið 1995 er hann sneri aftur til starfa hjá Ríkis- endurskoðun þar Aðrir sálmar sem hann starfar enn.ÁsgeirJónsson hagfræðingur stýrði blaðinu i nokkra mánuði árið 1995.Hannskrifarnú doktorsritgerð við Indiana- háskóla. Allir framangreindirhafa hlaupiö undir bagga með blaðinu með ýmsum hætti síðan þeir hættu daglegum störfum. Benedikt Jóhannesson stýrði blaðinu í rúmt ár til hausts 1996 en þá tók Tómas Örn Kristinssson rekstrarhagfræðingur stjómvölinn og stendur þar enn. Vísbendingin Til þess að skrifa þetta tölublað Vís- bendingar var nauðsynlegt að fletta í gegnum fyrri árganga afblaðinu til þess að finna sýnishorn af efhi þeima. Við þann lestur varð ljóst hversu mikinn tjársjóð er að finna í greinum sérfræðinga sem rita um tjölmargt í viðskiptum og hagfræði. Sumt hefur fyrst og fremst sögulegt gildi, annað á heima í umræðum enn þann dag í dag. Útgefendur stefna að netútgáfu á eldri árgöngum. Ástæða er til þess að hvetja áskrifendur til þess að íýlgjast með fréttum af henni. Allt búið? Vísbending hefur í 15 ár birt greinar um viðskipti og efnahagsmál. Efhið hefur skipst í marga flokka: fréttir, fræðsluefni, fræðilegar greinar, yfirlit og skoðanaskipti. Þegar litið er um öxl sést hve margt hefur breyst á þeim eina og hálfa áratugsem liðinn er ffá því að blaðið kom fyrst út. Og frá sjónarhóli blaðisins er það flest til batnaðar. Nefnum dæmi: Verðbólgan var eitt aðalefnið fyrstu árin. Hraði hennar hefur fallið úr 100% á ári niður í um 2%. Gjaldeyri má hver sent er kaupa og selja nánast að vild. Árið 1983 þurftu ferða- menn að sækja um hámarksskammt og greiða 10% álag á gengi. Fjölmargir vel menntaðir viðskipta- og hagfræðingar hafa náð góðu valdi á hug- tökum sem kynnt hafa verið sem nýj ungar á síðum blaðsins. Afskipti ríkisins af atvinnulífinu í heild hafa farið minnkandi. Einkum er það athyglisvert að síðustu víðtæku „efna- hagsaögcrðir" voru haustið 1993 með gengisfellingu. Islendingar hafa aukið viðskiptafrelsi með GATT-samkomulagi og þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu. Fleira má nefna en mestu skiptir að efnahags- og viðskiptaumræðan er öll vitrænni en áður. Eftir að hlutabréfaeign varð almenn hefurtortryggni í garð fyrir- tækjaminnkað og skilningurhefur vaxið á nauðsyn þess að fyrirtæki skili hagnaði. Þvi fer þó fjarri að verkefnalistinn sé tæmdur. Ríkið er enn yfirgnæfandi á fjár- magnsmarkaði, í Ijölmiðlun með ríkis- úlvarpinu, i fjarskiptum ogi orkuvinnslu. Einkavæðing í stórum stíl, frjáls innflutningur landbúnaðarvara, frelsi útlendinga til þess að íjárfesta í sjávarútvegi og fiskveiðistefna sem sátt er um eru mikilvægustu viðfangsefni á komandi árum. En það skiptir ekki bara ntáli að gera réttu h lutina heldur einnig að gera þá rétt. í því skiptir hreinskiptin og gagnrýnin umræða miklu máli. Vísbending hefur þar ekki legið á liði sínu undanfarin 15 ár og ílrek- að orðið fyrir „el’nahagslegum refsi- aðgerðum“þess vegna. Það hefurþó engu breytt um stefnu blaðsins sem málsvara frelsis í viðskiptum og heiðarlegra samskiptahátta. ARitstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án ^leyfis útgefanda._____________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.