Vísbending


Vísbending - 16.10.1998, Side 1

Vísbending - 16.10.1998, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 16. október 1998 40. tölublað 16. árgangur Endurskoðaðar spár IMF A lþjóðagjaldeyrissjóðurinn(IMF) hefur sent frá sér nýja spá um X V-þióun hagvaxtar í heiminum. Þar hefur verið tekið tillit til ástandsins í heiminum. Spáð er 2% hagvexti á þessu ári en fyrir ári síðan var spáð 4% hagvexti. Þessi nýja spá er sennilega bjartsýnisspá enda er gert ráð fyrir að áhrif kreppunnar verði verst á þessu ári og að á því næsta verði þróunin upp á við. Astandið er misjafnt Kreppan hefur til þessa verið nokkuð staðbundin. Asíu- lönd og Rússland hafa orðið verst úti. Ríki á Vesturlöndum eru farin að finna fýrir óbeinum áhrifum og óttast er að lönd Suður- Ameríku verði næstu fóm- arlömbin. Ástandið í Suður- Kóreu og Taílandi hefur batnað nokkuð en er þó talið brotakennt. Indónesía er enn í fjörbrotum og Malasía hefur reynt að einangra sig frá umheiminum með því að grípa til gjaldeyrishafta. Þráttfyrirað Japansstjóm hafí gripið til aðgerða til að örva efna- hagslífið og glíma við vandann í banka- geiranum er ekki búist við að árangur verði greindur á þessu ári eða því næsta og nokkur hætta er talin á að ástandið þar eigi eftir að versna til muna. Hagvöxtur í Kína virðist vera að hægja á sér og gengi kínverska júansins og Hong Kong dalsins hefur sætt rniklum þrýstingi að undan- förnu. Ástandið í Rússlandi erafarótryggt og hefur haft áhrif á önnur lönd á svipuðu þróunarskeiði. Áhrifanna hefur einnig gætt í kauphöllum heimsins, bæði í ofsa- ótta og ofsakæti en hjarðáráttan (e.: herd instinct) hefúr verið svo sterk að menn hafa ekki greint á milli efnahagskerfa sem em sterkbyggð og þeirra sem era veik- byggðari. Ef undan eru skilin lönd í Mið- og Austur-Evrópu hefur hækkun vaxtamunar dregið verulega úr ijárfestingum erlendra aðila í þróun- arríkjum, sérstaklega í löndum Suður- Ameríku. Sennilegt er að lítilla áhrifa verði vart fyrst um sinn þótt reynt sé að snúa þessari þróun við. Viðskiptajöfn- uður þessara landa mun væntanlega batna mikið vegna kreppunnar en það þýðir jafhframt að önnur lönd verða að taka á sig byrðarnar, þá helst Bandaríkin og Evrópusambandslöndin en einnig þau Mynd 1. Þróun hag\>axtar í heiminum og spá IMF um næstu ár Spá í nóvember í fyrra : I y1970 1975 1980 1985 1990 1995 þróunarlönd sem hafa flutt mikið út. Viðbrögð Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reynt eftir megni að bregðast við kreppunni með því að lána fé til landa sem hafa orðið illa úti en skortur á fjár- hagslegum styrk, sem Bandaríkin hafa til þessa tryggt, hefur valdið því að sjóð- urinn hefúr ekki getað beitt sér sem sky ldi. Það hefur verið viðvarandi vandamál að Japanir hafa ekki náð að taka þannig á sínum vanda að trúverðugt þyki. Miklu varðar að hægt verði að endurvekja tiltrú manna á efnahagskerfunum og snúa þró- uninni við. Vegna þess að Asíulönd hafa verið í fararbroddi í framleiðslu ýmiss konar hátæknivamings og ódýrs iðnvamings hefur kreppan þar mun meiri áhrif á önnur lönd en ella. Asíulöndin verða að lag- færa veikleika í efnahagskerfum sínum og þeim stofnunum sem verst hafa orðið úti, þar á meðal ijármálageiranum og i iðnfyrir- tækjum. Rússar verða að koma aftur á aga í peningamálum, bæta reksturhins opinbera, endurskipu- Ieggja bankakerfið og koma á betri tengslum við erlenda lánardrottna. Önnur þróunarlönd verða að taka hart á öllum veikleikum í efna- hagskerfum sinum og bæta úr þeim. Á alþjóðavettvangi ernauð- synlegt að styðja vel við 2000 J uppbyggingu í þróunarlöndum með fjölhliða Qárhagsaðstoð. Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir að einstök ríki verji sig með haftastefnu og hömlum á viðskiptum því að slíkt hefúr mjög neikvæð áhrif á aðra og mun bitna á haftastefnulöndunum sjálfúm þegartil lengri tíma er litið. Bjartsýnisspár Ispám Alþjóðagjaldeyrissjóðsinshefúr fram til þessa gætt nokkurrar bjartsýni um að kreppan hefði lítil sem engin áhrif á hagvöxt í heiminum. Osennilegt er starfsmenn sjóðsins séu blindir á ástandið, sennilega þekkja þeir það betur en flestir aðrir, en ef þeir færa að spá því sem þeir teldu líklegast þá myndi slik spá án vafa hafa rnjög neikvæð áhrif og gæti auð- veldlega valdið því að hlutirnir snerust til enn verri vegar. Þeirra leið virðist því vera að spá á fremur jákvæðum nótum en koma viðvörunum og ábendingum um það sem beturmá fara að í texta. Ábyrgð- in er mikil og síst af öllu má alþjóðleg brunavarnarsveit verða völd að enn meira báli en þegar er orðið. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1 A1 þj óðagj al dey ri ssj óðurinn hefur endurskoðað spár sínar um þróun hagvaxtar I heiminum á næstu árum. 2 Mikið hefur verið fjallað um kreppu í fjölmiðlum að undanfömu. Reynt er að svara því livað kreppa sé. 3 Mikilvægi banka í efna- hagslífi einstakra landa og raunar heimsins alls er niikið. 4 Rakið er hvemig flugfélög- in TWA og Swissair báru sig að eftir stórslys. Mikill munur var þar á. 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.