Vísbending


Vísbending - 16.10.1998, Side 4

Vísbending - 16.10.1998, Side 4
V ISBENDING Stórslysaviðbrögð að var margt áþekkt þegar þota flug- félagsins TWA sprakk í loft upp fyrir ströndum New York fylkis í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og þegarþota flugfélagsins Swissairhrapaði fyrir ströndum Nova Scotia nú á dögun- um. Það hvemig flugfélögin tóku á mál- inu er hins vegar gjörólíkt. TWA virðist hafa gert allt rangt en Swissair allt rétt. Viðbrögð TWA Mikli reiði ríkti í garð TWA vegna þess að listi yfir farþega var ekki birtur fyrr en degi eftir að slysið varð. Ástæðan fyrir þessu var sögð sú að flug- félagið hefði ekki haft fullnægjandi upp- lýsingar um það hvaða farþegar vom með flugvélinni. Flugfélagið kom á fót sér- stökum gjaldfrjálsum símum sem að- standendum var bent á að hringja í. Þegar þeir hins vegar hringdu var ekki svarað. Öll upplýsingamiðlun var í lágmarki og aðstandendum var hvorki liðsinnt við að komast á slysstað né að koma sér fyrir þegar þeir voru komnir þangað. Það hjálpaði TWA ekki að strax eftir slysið komst af stað orðrómur um að það væri af völdum hryðjuverks og þar af leiðandi hófst strax umfangsmikil rannsókn á orsökunum og það olli því að bannað var að nálgast slysstað í langan tíma. Viðbrögð Swissair Strax klukkustund eftir að ljóst var að slys hafói orðið þegar þota flugfélags- ins Swissair hrapaði birti Swissair lista yfir nöfn farþeganna og kom á fót neyð- arlínum sem voru vel mannaðar. Nokkur hundruð sérfræðingar í neyðaraðstoð voru þegar sendir til New York til að aðstoða aðstandendur og ijölskyldur þeirra. Fljótlega var búið að skipuleggja ferðir fyriraðstandendurtil Peggy's Cove sem var í grennd við slysstaðinn. Ætt- ingjum og vinum voru látnir 20.000 Bandaríkjadalir i té til að greiða íyrir ferð- ir og gistingu vegna slyssins. Aðstöðumunur ftir fyrra slysið varð mikil ijölmiðla- umræða urn viðbrögð og aðstæður TWA og var strax borið upp á félagið að viðhaldi flugvéla þess væri ábótavant og að starfsmenn félagsins væru tillitslausir. I kjölfarið voru sett lög í Bandaríkjunum sem kváðu á um að flugfélög yrðu að hafa reiðubúna áætlun um viðbrögð við stór- slysum, auk þess sem ríkari kröfúr en áður vom gerðar um farþega- og flutningsskrán- ingu. Swissair hins vegar var í samstarfi við Delta-flugfélagið og starfsmenn þess meðhöndluðu farþega Swissair eins og Delta heíði sjálft orðið fyrir áfallinu og aðstoðuðu farþega á allan hátt. Urn líma var talið að fleiri hj álparstarfsmenn Delta- flugfélagsins hefðu verið í New York og í Peggy's Cove en aðstandendur og vinir farþeganna sem látist höfðu í slysinu. Undirbúningur mikilvægur að sýndi sig að viðbrögð Swissair við stórslysi af þessu tagi voru mjög við hæft ogþað hvemig félagið aðstoðaði ætt- ingj a fj árhagslega er talið verða til þess að félagið fái mun lægri og færri skaðabóta- kröfúr en T WA eftir slysið fyrir ströndum New York fylkis. Sumir þeirra sem hafa gert skaðabótakröfúr á hendur T WA segja að þeir hefðu látið slíkt ógert ef flugfélagið hefði sýnt samúð og aðstoðað þá í þeirri sorg sem þeir gengu í gegnum. Sumir sér- fræðingar í skaðabótarétti telja að nteð því að bjóða fjárhagslega aðstoð minnki lík- umaráháum skaðabótakröfum. Aðrirtelja hins vegar að með því að bjóða Ijárhagslega aðstoð sé verið að viðurkenna sekt sem síðan leiði til auðveldari málssóknar á hendurflugfélaginu.SamstarfSwissairog Delta var einnig hnökralaust og yfimtenn Delta áttu jafna aðild að ráöstölunum og yfirmenn Swissair. Þegar þota T WA fórst höfðu tveir af æðstu yftrmönnum félagsins nýlega yfírgefið það og æðsti yfirmaður þess var staddur í Englandi í viðskipta- erindum oggatþví ekki gripið strax i taum- ana. Auglj óst er að stórslysaáætlanir verða að vera til staðar i fyrirtækjum sem eru í stórrekstri og nauðsynlegt er einnig að þær séu reyndar reglulega og endurbættar. Orðstír deyr aldrei Ahrif flugslyssins fyrir ströndum New York fylkis hafa valdið því að orð- spor TWA hefur beðið umtalsverða hnekki. „Þeir virðast aldrei geraneittrétt," er viðkvæðið. Swissair hafði fyrir mjög öfúndsvert orðspor. Fyrirtækið var talið fyrirmynd annarra í rekstri, öryggismál- um og viðhaldi flugflotans. S vo undarlegt sem það kann að virðast þá hefur slysið bætt ijöður í hatt þess. Menn lofa það fyrir hæfúi í viðbrögðum og samúð við aðstandendur farþega. Heimild: Finacial Times Aðrir sálmar f------------------------------------A Hvers konar morð? orsætisráðherra sagði íyrir nokkrum árum sögu á þessa leið frá námsárum sínunt í lagadeild: Inn í fyrirlestur kom skyndilega hópur fólks og hafði þar í frammi undarlega tilburði. Eftir nokkurt þóf hvarf fólkið af vettangi en þessi uppákoma olli nokkru uppnámi nteðal nemenda. Nokkru síðar bað kennarinn þá sem viðstaddir höfðu verið að skrifa um upplifun sína af viðburði þessum. Kom þá í ljós að lýsingamar voru ekki allar á sömu lund og sýndi það að menn mundu og upplifðu atburðina hver með sínum hætli. í Bandaríkjunum hefúr verið lögð mikil áherslaáaðskilnað löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Hæstiréttur hefur mikilvægu hlutverki að gegna við lagatúlkun og þar ineð oft stefnumörk- un. Áhersla er lögð á sj álfstæði dómstóla. I Evrópu eru skilin milli löggjafar- og framkvæmdavalds óskýrari, enda tíðk- ast víðast að ráðherrar séu valdir úr hópi þingmannaogsitji áþingi. Skiptarskoð- anir eru um ágæti þessa kerfis og nú síðast hefur Siv Friðleifsdóttir sett fram þá skoðun að efla þurfi sjálfstæði þingsins. Lengstum hefur þó verið óumdeilt að dómstó I ar sky ldu vera sj ál fstæðir. Ný lega hefúr forsætisráðherra fundið sig knúinn til þess að veitast að réttarkeríinu nteð óviðeigandi orðfæri vegna Geirfinns- og Guðmundannála, þegar hópur ungs fólks var dæmdur til fangavistar eftir að hafa játað á sigmorð. Meðal annars kom þetta ógæfufólk því til leiðar með ljúgvitni að Ijórir menn voru að ósekju látnir sitja langdvölunt í fangelsi. Um það þarf ekki að deila. Ýmsu kann að hafa verið áfátt við meðferð málsins en það breytir því ekki að það er hlutverk dómstóla að kveða upp dóma að vandlega yfírveguðu ntáli. Síðar hefur sú skýring verið gefin að ungmennin hafi verið i stöðugri virnu á þessunt árum og því ekkert vitað hvað raunverulega gerðist. En er líklegt að þau muni allt miklu betur nú, tæpum aldar- íjórðungi síðar? Sagan af löglræði- nemunum sýnir að minnið er brigðult og fylgdi það þó ekki sögunni að þeir hafi verið undir áhrifum vímugjafa. Upphlaup forsætisráðherra er óskiljan- legt en ærin eru völd hans þótt hann taki ^sér ekki dómsvaldið líka.___________, ^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri ogÁ ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án ^leyfis útgefanda.___________________. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.