Vísbending


Vísbending - 08.01.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.01.1999, Blaðsíða 2
Framhald af síóu 1 Tíu prósent bónus Ef launþegi felur launagreiðanda að sjáumgreiðsluviðbótarlífeyrisfram- lagsins bætist 10% álag við spamaðinn, þ.e. 10% afallt að 2% (0,2%). Þetta við- bótarframlag dregst frá tryggingagjaldi launagreiðanda þannig að kostnaðurinn viðþennan bónus lendir á ríkissjóði þegar upp er staðið. Sveigjanleiki Launþegi getur valið á milli aðila sem sj á um vörslu spamaðarins. Hann getur valið um mismunandi leiðir við ávöxtun. Hann getur einnig valið um tíðni greiðslna en þær þurla þó að vera reglulegar. Hann getur hætt tímabundið að greiða viðbótar- lífeyrisframlag og tekið þráðinn upp síð- ar. Þegar kemur að töku lífeyris sem myndaður er af viðbótarfr amlagi er hægt að ákveða hvenær taka hans hefst eftir 60 ára aldur en töku hans verður að ljúka eftir að 67 ára aldri er náð. Ef það hentar launþega af einhverjum ástæðum getur hann sjálfur séð um greiðslu Iífeyrisfram- lagsins og er þá skattaafslátturinn endur- greiddur við álagningu skatta árið eftir. Viðurkenndir vörsluaðilar r Aþriðja tug aðila hafa hlotið viður- kenningu fjármálaráðuneytisins til að taka við viðbótarlífeyrisframlögum í séreign og enn fleiri bíða afgreiðslu. Þeir sem geta óskað eftir slíkri viðurkenningu eru lífeyrissjóðir, 1 íítryggingaíélög, spari- sjóðir, verðbréfafyrirtæki og viðskipta- bankar sem hafa starfsstöð hér á landi. Sumir þessara aðila bjóða upp á nokkrar ólíkar aðferðir við ávöxtun fjárins. Listi yfir aðila sem hlotið hafa viðurkenningu fjármálaráðuneytisins er birtur á heima- síðu ljármálaráðuneytisins (http:// www.stjr.is/fjr) og er hann uppfærður reglulega. Ekki reyndist unnt að afla upp- lýsingaum um þann kostnaðsemtil fellur hjá vörsluaðilum svo sein umsýslugjald vegna vörslu og kostnað við að flytja sér- eign frá vörsluaðila. V ISBENDING Samningur Nauðsynlegt er að launþegi og vörslu- aðili geri meðsérskriflegan samning um þann hluta iðgjalds sem greiða skal í séreignarsj óð. T aka skal fram hvort f'ram- lag skuli vera föst krónutala eða hlutfall af launum. Tiltaka skal tíðni greiðslna (í reglugerð er gert ráð fyrir mánaðarlegum greiðslum). Einnig skal koma fram í samningi hvaða reglur gilda um útborgun og réttindi. Heimilt er að segja samningi upp með sex mánaða fyrirvara. Hægt er að gera samning um skiptingu réttinda milli rétthafa og inaka hans í samræmi við lög um lífeyrissjóði. Mismunandi sparnaðarform Nú þegar er boðið upp á nokkurn fj ölda ól íkra sparnaðarforma fyrir ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar. Ljóst er að mikil samkeppni mun ríkja meðal vörslu- aðila og er ekki ósennilegt að útkoman verði nokkur frumskógur fyrir almenn- ing. Þarfir manna eru mjög mismunandi, aldur, efnahagur og áhættufælni eru með- al þeirra atriða sem skipta miklu máli við val á spamaðarformi og víst er að menn verða að huga vel að þessum atriðum. r Avöxtun að er öruggt að mikil samkeppni verður um þær krónur sem launþegar leggja í viðbótarlífeyrissparnað. Laun- þegarnir renna hins vegar blint í sjóinn með það hvernig spamaður þeirra mun ávaxtast. Það ertiltölulega auðvelt að slá upp línuriti sem sýnir hvernig peningar ávaxtast yfir langan tíma miðað við háa tilgreinda ávöxtun en það er ákaflega varasamt fyrir launþega að treysta á slíkar upplýsingar því að eðli málsins sam- kvæmt rnunu þær liggja fýrir í lok sparn- aðartímans en ekki fyrir fram. í einhverj- um tilvikum geta aðilar sýnt fram á ávöxt- un í fortíðinni og gefa þannig til kynna að hún kunni að endurtaka sig. Það er þó varasamur mælikvarði en getur þó gefið til kynna hæfni sjóðastjómenda sarnan- borið við aðra á sama tíma. I sibreytileg- um heimi getur þetta einnig verið vara- samur mælikvarði því að bæði verða mannabreytingar meðal stj ómenda sj óða og einnig þurfa menn að tileinka sér æ fleiri mismunandi fjárfestingarkosti sem gera val erfitt. i flestum tilvikum stendur lífeyrissparnaður yfir í áratugi og því er forsagnargildi ávöxtunar nokkurra ára vafasönt. Þess ber einnig að gæta að í flestum tilvikum er auðveldara að ávaxta lágar fj árhæðir en háar því framboð á há- vaxtafj árfestingarkostum er y firleitt tak- markað. Því getaungir eða vaxandi sjóðir sýnt fram á góða frammistöðu á vaxtar- skeiði. Samband ávöxtunar og áhættu er nokkuð þekkt og menn ættu að hafa það í huga að hárri ávöxtun íylgir yfirleitt meiri áhætta. Slök frammistaða stjóm- enda sjóða getur einnig leitt til þess að ávöxtun sé lág en áhættajafnír amt mikil. Stærð sjóða og samsetning eignar getur því skipt verulegu máli þegar kemur að mati á ávöxtun. Góður kostur r Oliætt er að hvetja flesta ti I að nýta sér þetta tækifæri til þess að spara til efri áranna. Spamaður einstaklinga hér á landi er tiltölulega lítill og þótt almenna lífeyrissjóðakerfíð sé á réttri braut þá verða menn í flestum ti 1 vikum fyrir nokk- urri tekjuskerðingu þegar kemur að töku lífeyris. I einhverjum tilvikum nægir venjulegur lífeyrir ekki til framfæris og þá á almannatryggingakerfið að taka við en erfítt getur verið að treysta á það eflir skerðingar og tekjutengingar undangeng- inna ára. Vegna aukins langlífís opnast eldra fólki einnig mörg ný tækifæri til að njóta lífsins að loknum löngum starfsaldri og það hlýtur að vera gremj uiegt að þurfa að neita sér um þessi tækifæri vegna efnahags. Með því að draga úr neyslu sem svarar 1.240 krónum af hverjum 100.000 króna launum fæst 2.200 króna spamaðursem gæti leitttil sjóðssemgæti gefíð af sér 25.000 krónur á mánuði í sjö ár fyrir skatta að 30 árum liðnum (m.v. 5% raunávöxtun) eða gefíð færi á að láta af störfum fyrr en ella. KASAÍAt

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.