Vísbending


Vísbending - 08.01.1999, Síða 3

Vísbending - 08.01.1999, Síða 3
ISBENDING Starfsreglur stjóma í félögum ’xW1 --il Páll Skúlason lögfræðingur f Inokkrum tilfellum erþað lagaskylda að stjómir félaga setji sér starfsreglur. Þannig stendur i 70. gr. 4. mgr. hluta- félagalaganna: Félagsstjóm skal setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um ff amkvæmd starfa stj ómarinnar. 4. mgr. 46. gr. einkahlutafélagalag- anna er nákvæmlega eins } *Xh orðuð. Mér vitanlega hefúr engin könnun verið gerð á því hvort stjórnir hluta- félaga hafa farið eftir lögun- um og sett sér slíkar reglur. Af þeim samtölum, sem ég hef átt við fólk úr atvinnu- lífínu, hef ég þóst ráða að sl íkar starfsreglur séu óvíða til. Astæðan fyrir því getur verið sú að stjómarformenn og aðrir forráðamenn félaga telji hér vera um formsatriði að ræða sem aðallega sé til að auka skriffmnsku og fyrir- höfn. Þáerekki beinlínis sagt í lögunum hverjir eigi að framfylgjaþvi að starfsreglur séu samdar. 1 rauninni hlýtur sú skylda að hvilaáendurskoðendunum og þessi laga- skylda er langt frá því að vera formsatriði eins og nú mun sýnt verða. Abyrgð stjórnarmanna Hin síðari ár hefur verið farið að gera meiri kröfur til stjórnarmanna og m i k 1 u m ei ra rey n i r n ú á refs iáby rgð þe i rra og skaðabótaábyrgð en áður var. Hér á landi má visa til nokkurra dómsmála því til stuðnings en þctta er hluti af alþjóðlegri þróun sem taka verður tillit til. Innan Evrópusambandsins hefur í nokkur ár verið unnið að svokallaðri 5. tilskipun félagaréttari ns. Þar eru gerðar þær kröfur til stjórnarinnar að hún geti sannað að hún hafi í öllu farið eftir lögum og reglum. Þetta nálgast það að vera það sem kallað eröfúg sönnunarbyrði.Þegarstjóminvill sanna sitt mál verður hún að geta lagt fram starfsreglur og sýnt fram á að stj ómin hafi farið eftir þeim. A þetta reynir fyrst og fremst þegar kemur til gjaldþrots félaga en á bótaábyrgð getur reynt þótt félagið sé ekki beinlinis gjaldþrota. Það er þó of langt mál að fara út í það hér. Það má spyrja þeirrar spurningar hvort það sé ekki að minnsta kosti algjört forms- atriði að hafa starfsreglur í hinum smæstu félögum þar sem kannski er eins manns stjórn. Ekki er vist að svo sé. I 5. mgr. áðurgreindrar 46. gr. segir að ákvæði 1. og 2. mgr. gildi ekki ef stjórn félagsins er skipuð einum manni. Af því verður að draga þá ályktun að ákvæði 4. mgr. gildi þótt aðeins sé einn maður í stjórn. Það má líka færa efnisrök fyrir því. I starfs- reglum þurfa að vera ákvæði um verkefni stjómar og hvemig þau skulu unnin. Þar þurfa að vera ákvæði um hvemig bregðast skal við óvæntunr atburðum, hverjir eigi að vinna verkin o.s.frv. Það verður að líta svo á að starfsreglur séu mikilvægar fyrir öll félög, misjafnalega mikilvægar þó. Hvað á að standa í starfs- reglum félagsstjórna? 1. Reglur umfyrstafund hverrar stjórn- ar og kosninguformanns. Yfirleitt er rétt að halda fyrsta stjórnarfund í beinuframhaldiafaðalfundi.Eðlilegt er að fráfarandi formaður eða sá sem hefur lengsta stjórnarsetu kalli stjóm- ina saman. Stjómin skiptir þá með sérverkum og leggur línumarum það hvemig hún ætlar að haga störfúm sínurn. 2. Stjórnarfundir, fjöldi og boðun. Stundum halda menn að félagsstjórn- ir séu því virkari sem fúndir em fleiri. Það er ekki svo. Fundirnir verða markvissari efþeir eru aðeins haldnir þegar tilefni er til. Það er rétt að hafa. ákveðnar reglur um fundarboðun. Stundum er gripið til þess ráðs að boða ekki þá stjórnar- menn sem óþægilegt er að fá á fund- inn. Það er óhæfa. Það þurfa líka að vera reglur um það hvort og hvemig skuli boða varamenn 3. Hvenœr stjórnin er ályktunarhœf. Yfirleitt er miðað við að stjórnin sé álykt unarhæf þegar meirih 1 uti stj óm- ræmi við 71. gr. hfl. 4. Dagskrá. Ef urn er ræða fjölmenna stjórn er hepplegt að dagskrá sé fyrir- fram ákveðin. Annars er þetta atriði starfsreglnanna yfirleitt i sæmilegu lagi. Yfirleítt er byrjað á því að lesa fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt ef ekki koma fram athuga- senrdir. Síðan leggur stjórnarformað- ur málefní fyrir fundinn í þeirri röð sem honum þykir henta. 5. Verkefni stjórnar. Verkefni félags- stjórna eru margvísleg. I hfl. 68. gr. og ehfl. 44. gr. - er farið um þau almenn- um orðum. Víðar í hluta- .* ' - ‘X félagalögum og einka- ^ hlutafélagalögum er að ÉÉKkSBM fmna ákvæði sem leggja stjóm skyldur á herðar. 1 lögum um ársreikninga segirm.a.: Félagsstjórnog framkvæmdastjóri skulu undirrita ársreikninginn. Þegar þessum og öðmm lagaákvæðum sleppir | verðuraðfaraeftireðliog starfsháttum hvers félags fyrir sig hvað störfúm ýíg stjómaráaðlýsanákvæm- KaBSaBss lega. Ef sérstakur fram- kvæmdastjóri er í félaginu er nauðsynlegt að hér komi fram verkaskipting milli félagsstjórnar og framkvæmdastj óra og er það oft aðal- atriðið í þessum þætti starfsreglnanna. 6. Gerðabœkur sem lögskylt er að halda. I hlutafélagalögunum er gert ráð fyrir að haldnar séu skrár og gjörðabækurummikilvægatriði. Alls mun gert ráð fyrir sex slíkum skrám. Fyrir utan fundargerðabækur þarf að halda hluthafaskrár, skrár yfir hluta- fjáreign stjórnarmanna í félaginu, endurskoðunarbók skv. 66. gr. laga um ársreikninga o.fl. 7. Sérreglursemfélögá Verðbréfaþingi verða að uppfylla. Þau félög, sem vilja fá bréf sín skráð hjá Verðbréfa- þingi, verða að uppfylla strangari kröfur en önnur félög um ýmis atriði. M .a. eru þar strangar reglur urn eigið fé og upplýsingar til almennings. Ef félagið er skráð á Verðbréfaþingi er réttað í starfsreglum stjómarséuregl- ur um hvemig á að rnæta þessum kröf- um. 8. Reglurumsérstakavinnuhópa. Stund- um eru ákveðin verkefni falin sér: stökum mönnum, einum eða fleiri. í starfsreglum getur verið gott að hafa einhverákvæði urn að allirhagsmuna- aðilar hafí aðgang að þeirri vinnu. armanna er mættur. Það er líka í sam- Framhald á síðu 4 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.