Vísbending


Vísbending - 05.03.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.03.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Virðislíkön Magnús í. Guðfinnsson Viðskiptafræðingur Verðmæti eru mynduð á mismunandi vegu. Með verðmætum er átt við vörur eða þjónustu sem viðskiptavinurinn er reiðubúinn að greiða fyrir. Miklar breytingar hafa orðið á framleiðslu fyrirtækja. Aður fyrr skipuðu iðnaðar- fýrirtæki stærstan sess í atvinnulífmu en með tilkomu upplýsingaþjóð- félagsins hefur þetta breyst og fjölbreytni í framleiðslu hefúr aukist til Mynd 1 muna. Frantleiðsla á upplýsingum og nýjum samskiptaleiðum eru t.a.m. að verða æ umfangsmeiri í nútímaatvinnurekstri. Til að komast til botns í því hvað liggur að baki verðm- ætasköpun þarf að skoða þær aihafivr sem felast í starfsemi fyrirtækisins. Sundurliðun starfseminnar í athafnir auðveldar leitina að stærstu kostnaðarlið- unum og beinir athyglinni Virðiskeðja Virðiskeðjulíkanið býður upp á nýjar leiðir við útreikning kostnaðarfalla og felur þannig í sér möguleika á samkeppnisyfirburðum. Þrátt fyrir að hefðbundin bókfærsla veiti gagnlegar upplýsingar um kostnaðarhegðun þá kemur hún oft í veg fyrir nauðsynlega yfirsýn stjórnenda í kostnaðar- greiningu. Jafnvel þótt líkan Porters veiti upplýsingar sem miða að því að fmna kostnaðarliði á breiðari grundvelli en áður þá er erfitt að safna áreiðanlegum upplýsingum um kostnað Yfirgriplíkan: Virðiskeðjan Studnings- athafnir Megin- Innkaup Aðföng Fram- leiðsla Dreifing Markaðs- setning & sala Þjónusta / Mynd 2 að verðmætasköpuninni í fyrirtækinu. Michael Porter (1985) sýndi fram á aðferð við að meta kostnað og verðmætasköpun með virðiskeðjunni' en hún byggir á fyrri verkum McKinsey- ráðgjafarfyrirtækisins um viðskipta- einingar.2 Virðiskeðja Porters er viðamikill stefnumótunar- og grein- ingarrammi sem miðar að því að auka samkeppnishæfni með því að skoða athafnir i fyrirtækjum m.t.t. kostnaðarmyndunar og verðmætasköpunar í rekstr- inum. Með virðiskeðjunni er fyrirtækið ekki skoðað sem ein heild heldur er því skipt upp í virðisaukandi athafnir eins og t.d. í virðiskeðjunni: aðföng; Ifamleiðsla; mark- aðssetning og sala; dreif- ing; þjónusta. Framlegð er svo reiknuð á endann á virðiskeðjulíkaninu þegar varan er tilbúin til sölu á markaði. Það er því hverju fyrirtæki í hag að framleiða á sem hagkvæmastan hátt, þannig að athafnir séu eins samstilltar og hugsast getur og helst þannig að hægt verði að samtvinna athafnir. og verðmætamyndun samkvæmt verðmætakeðjunni.3 Þrátt fyrir að virðiskeðjulíkanið eigi við allar iðn- og þjónustugreinar þá hafa Stabell og Fjeldstad (1998) ástæðu til að efast um að svo sé eftir að hafa unnið með fjölda fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Eftir að hafa unnið með virðiskeðjulíkanið til langs tíma segja þeir það auðveldi ekki, heldur Ytirgripslíkan: Virðisstofan Skípulaa fviirtækisins Starfsmannastjómun Tækniþróun mnkaup F'innu vauda & ná tökum á l.eita lausnu vandamáls Stjórn / Mat Framkvsemd í banka- eða tryggingastarfsemi? Við hverju er tekið, hvað er framleitt og hverju er dreift í tryggingum? 1 bankastarfsemi er ekki hægt að skoða einingakostnað á færslu eins og gert er með virðiskeðjulíkaninu og líta þannig ffam hjá stórum hluta starfseminnar eins og vaxtadreifíngu og áhættustjórnun. I stað þess að nota virðiskeðjuna yfir allar iðn- og þjónustugreinar leggja Stabell og Fjeldstad (1998) til að virðiskeðjan verði þess í stað ein af þremur yfirgripslíkönum: samtengdri tækni, rækilegri tœkni eða miðlunar- tœkni:' Athafnir í virðiskeðjunni eru kallaðar samtengd tækni, virðisstofulíkanið er notað til að skilgreina fyrirtæki sem mynda verðmæti með því að leysa úr vandamálum viðsk- iptavina en virðisnetslíkanið nær yfir fyrirtæki sem veita viðskiptavinum sínum tækifæri á að hafa samskipti sín á milli með miðlunar- þjónustu. VI torveldi skilning á grunnþáttum verðmætamyndunar í fyrirtækjum, að undanskildum framleiðslufyrirtækjum. Flvernig á að beita virðiskeðjulíkaninu Virðisstofa rirðisstofulíkanið styðst við rœkilega tœkni til að leysa vandamál skjólst- æðinga eða viðskiptavina. Athöfnum í virðisstofúnni er þannig komið fýrir að þær eru sniðnar að þörfum skjólst- æðingsins svo að finna megi lausn á vandamálum hans á viðeigandi hátt. Vandamálið segirtil um hversu rœkilega stofan beitir sér í athöfnum. Virðis- stofulíkanið er einkennandi fyrir fagfyrirtæki,5 eins og háskóla, ráðgjafar- þjónustu, heilbrigðisþjónustu, lögfr- æðistofur og verkfræði- fyrirtæki. Astæða þess að höfundar nefna þetta líkan stofu er til að líkj a eftir nálguninni í einstökum vandamálum, likt og þegar læknir skoðar sjúkling. Enn fremur táknar stofunafnið mikilvægi samansöfnunar og samræmingu vandamála og vandamálalausna fyrir skipul- agsheildina og stjórn virðis- stofúnnar. Loks felur „stofan“ í sér að skipulagsheildir sem nota rækilega tækni bæta oft bæði frammistöðu og minnka kostnað við að vinna með fyrirbærið, hvort sem það er innlögn sjúklings á spítala, kennsla í kennslustofú eða ráðgjafarþjónusta við viðskiptavin. (Framhald bls. 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.