Vísbending


Vísbending - 05.03.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.03.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING Yfirgripslíkan: Virðisnetslíkanið Skipulag fyrirtækisins Starfsmannastjórnun Tækniþróun Innkaup Markaðsmál oj> samningagerö Útvegun þjónustu Viðhald á yfirbyggingu Eins og sést á mynd 2 þá er hringlaga lögun meginathafna virðis- stofimnar ætlað að sýna þá hringlaga hugsun sem starfsemin felur í sér. Frumrannsókn, einn hringur, getur leitt af sér nýtt vandamál og þess vegna spinnur ferlið annan hring og svo framvegis. Hringrásin lýsir vel hvemig verið er að fmna vandamál, reynt að finna svör við þeim og útiloka frekari vandamál. Að lokum er að nefna að mjög hæft starfsfólk, mikill lærdómur og góður orðstír eru forsendur velgengni skipulagsheilda sem starfa samkvæmt rækilegri tækni. Virðisnet irðisnetslikanið tilheyrir fyrirtækjum sem flokkast sem virðisnet. Þau byggja á samskiptaneti sem byggir á miðlunartœkni til að tengja viðskiptavini sína sem em eða vilja vera innbyrðis háðir hver öðrum. Það er miðlunametið en ekki fyrirtækið sjálft sem býður viðskiptavinum upp á að hafa samband hver við annan, óháð tíma eða rúmi. Ýmis fyrirtæki nota miðlunartœkni og stuðla að samskiptum á meðal viðskiptavina eins og t.d. símafyrirtæki, flutningsfýrirtæki, flugfélög, tryggingafélög og bankar (tvö síðastnefndu miðla á óbeinan hátt en falla engu að síður undir virðis- netslíkanið). Stabell og Fjeldstad halda fram að með réttri beitingu yfírgripslíkanna geti fyrirtæki náð samkeppnisforskoti til lengri tíma. Hvert fýrirtæki er einstakt tilfelli og er stjómendum frjálst að nota fleiri en eitt yfirgripslíkan sem greiningarramma á starfseminni og samkeppninni á markaði.6 Framleiðslu og/eða þjónustufyrirtæki sem beita virðiskeðju og virðisneti geta t.d. nýtt virðisstofulíkanið sem hjálpartæki í rannsókn og þróun í starfseminni. Frekari rannsókna er þörf á áhrifum hugmynda Stabeil og Fjeldstad og hvetja þeir til aukinna athugasemda og rannsókna á virðislíkönum sem greiningartæki fyrirtækja vítt og breitt í efnahagslífinu. Hugmyndir þeirra eru vissulega skref fram á við í stjómun og verður forvitnilegt að fylgjast með rannsóknum og umijöllun um formgerðarflokkun fyrirtækja. Verkfæri eins og virðislíkön eru ekki skammtímalausnir heldur auðvelda þau stjórnendum að afmarka samkeppnis- umhverfið og veita leiðsögn við markvissa stefnumótun fyrirtækisins. Rétt beiting og trú á virðislíkönum á meðal stjórnenda er forsenda þess að auka samkeppnishæfni þeirra íyrirtækja sem kjósa að beita þeim. 1 E. „value chain“. 2 McKinsey voru fyrstir til að kynna hugtakið um viðskiptaeiningu þar sem mikilvægar upplýsingar fólust í að skipta fyrirtækinu í starfsþætti (t.d. R&Þ, framleiðslu, markaðssetningu og dreifileiðir) til að rannsaka í grófum dráttum hvernig hver þáttur um sig starfar í samanburði við keppinautana (Porter, 1985). 3 Hergert og Morris (1989). 4 E. „long-linked, intensive and mediating technology “(Thompson, 1967). 5 E. Professional service firms 6 Yfirgripslíkön veita yfirsýn yfír reksturinn og samkeppnisumhverfið með því að veita nákvæma innsýn í innri starfsemi fyrirtækisins auk þess að þjóna sem eins konar „þench mark“-verkfæri á samkeppnishreyfingar keppinautanna. HEIMILDIR: Porter, M.E. (1985). Competitive Advantage. Creating and Sustaining Superior Performance. New York, Free Press. Stabell C.B. og Fjeldstad, Ö.D. (1998). ‘Configuring Value for Competitive Advantage: On Chains, Shops and Networks’, Strategic Management Journal, 19, bls. 413-437. Thompson, J.D. (1967). Organizations in Action. New York, McGraw-Hill. ( Vísbendingin ) Ef samrunar ársins 1998 eru skoðaðir kemur í ljós að í flestum tilvikum fórii þeir mjög friðsamlega fram í alla staði. Yfirtökutilburðir Olivetti's á Telecom Italia bera þess hins vegar merki, eins og spáð hefur verið, að aukin harka muni færast í leikinn. Sameiningarbylgjan sem náði hámarki 1988 einkenndist oft á tíðum af hörku. Margt bendir til þess að 1999sverjisigiættvið 1988,lýrirtæki gangi í eina sæng og eins og áður munu sumir verða ofan á meðan aðrir lenda undir í þeint slag. V J Aðrir sálmar ____________________________________/ Bíó og popp Athyglisvert er að sjá að nýtt viðhorf hefúr skotið upp kollinum bæði á þingi og í stjórnarráðinu. Þingmenn og ráðherrar hafa tekið upp hanskann fýrir listamenn landsins með það að leiðarljósi að gera þeim auðveldara að framleiða afurð til útflutnings. „Yfirflæðiáhrif1 Bjarkar og kannski Friðriks Þórs hafa gert það að verkum að ráðamenn segja að nú sé lag, Island ámikiðafsóknartækifærum í skemmtana- iðnaðinum. Auðvitað á að styrkja gott fólk til góðra starfa og mjög líklegt er að þessi iðnaður sé arðsamari og gæfusamari fyrir íslensku þjóðina en margt annað. Vandamálið er hins vegar að oft áður hafa góðir menn fengið góðar hugmyndir og ætlað að stýra málum til betri vegar með sýnilegri miðstýrðri hönd. Oftar en ekki hefur árangurinn orðið langt frá væntingum og þó að árangurinn hafi orðið einhver þá er fómarkostnaðurinn miklu meiri en svo að slikar hugmyndir borgi sig. Þó má aldrei segja aldrei, hver veit nema að stórsveit þingmanna slái í gegn alþjóðlega eins og undanfarið hún hefúr gert á réttardansleikjum þingheims. ...sinn fugl fagur Jóhanna Sigurðardóttir réðist að nýju húsnæðislánakerfi á alþingi í vikunni. „Gamla kerfið var betra“, sagði hún, enda ætti hún að vita það manna best þar sem hún kom á því kerfi. Þá vekur ekki neina sérstaka fúrðu að Jóhönnu hafí sámað í ljósi þess að Halldór Ásgrímsson fær að halda í úrelt kvótakerfi einungis vegna þess að hann er í ríkisstjórn. Aðahnálið er ekki hvort eitthvað sé skilvirkt eða árangursrikt, tölum ekki um réttlátt, heldur að halda utan um sitt og sína hvað sem öðm líður. Nýrritstjóri Eyþór ívar Jónsson viðskiptaffæðingur hefur nú tekið við ritstjórn Vísbendingar. Útgefandi vill bjóða Eyþór velkominn til starfa og óska honum góðs gengis. Um leið óskum við Tómasi Emi Kristinssyni velfarnaðar i nýju starfi og þökkum samstarfið. ^ ^Ritstjórn: EyþórívarJónssonritstjóriog^ ábyrgðarmaður.,BenediktJóhannesson. Útgefandi:Talnakönnunhf.,Borgartúni23, 105Reykjavík. Sími:561 -7575.Myndsendir:561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf:MálvísindastofnunHáskólans. Prentun:Gutenberg.Upplag:700eintök. Öllréttindiáskilin.©Ritiðmáekkiaf ritaánleyfis mtgefanda. ____. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.