Vísbending


Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Áhrif efnahagserfiðleikanna í Asíu voru bæði á áhættumat lána og verðlag á olíu og öðrum mikilvægum útflutnings- afurðum Rússlands. Lánveitendur urðu áhættufælnari og stöðvuðu streymi lánsíjánnagns til Rússlands og verðlækkun breytti greiðslustöðunni úr 3.900 milljarða Bandaríkjadollara afgangi á fyrri hluta ársins 1997 í 6.000 milljarða halla fyrri hluta árs 1998. Afleiðingin varð frjálst fall rúblunnar og enn dýpri kreppa. Framtíðin ekki björt Nánasta framtíð rússneska bjamarins er ekki björt. Fjármálastofnanir halda að sér höndunum og neita að lána meira enda er flestum ljóst að ekki fáist greiddar nema brot af þeiin 17.500 milljörðum Bandaríkjadala sem eiga að greiðast í afborganir og vexti á þessu ári.4 ^ Tilgangslaust er að dæla peningum í gjaldþrota kerfi. Gagngerar breytingar þarf að gera á efnahags- kerfínu svo að efnahagsaðstoð beri einhvem árangur. Úldnirinnviðir r Astandið er ekki eins slæmt í Eystrasaltsríkjunum eins og það er í Rússlandi en engu að síður em efnahagsáhrifín slæm og það sem er jafnvel verra; búast má við að yfirflæði rússneskrar spillingar og mengunar verði enn meiri blóðtaka. Vandi Rússlands er bæði menningarlegur og kerfislegur. Menningarlegur vandi sem afleiðing af 75 ára skilningsleysi á markaðslögmálum og mikilvægi frumkvæðis einstaklingsins. Kerfislegur vandi þar sem stjórnvöld hafa hvorki getu né vilja til þess að reka frjálst þjóðfélag. Eina markaðsþróunin sem sýnir einhvern vöxt er svarti markaðurinn sem var áætlaður í könnun Heimsbankans 1991 um 40% af heildarmarkaði Rússlands og fer stöðugt vaxandi. Vantargrunninn Harvard hagfræðingurinn og fyrrum ráðgjafi Rússlands Jeffrey D. Sachs hefur lýst þessum kerfisvanda sem skorti á lögum og reglum sem tryggja stoðir markaðshagkerfis. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enga samfélagslega mótstöðu til þess að tryggja réttlæti. Þegar stórfelld einkavæðing (eða öllu heldur einkavinavæðing eins og hún væri nefnd hér á landi) frá ríki til valdaklíku var gerð á næstum einni nóttu var engin hreyfmg eða samtök sem gat eða vildi rísa gegn óréttlætinu. Engu að síður eru stjórnvöld ekki sterkari en svo að þau geta ekki lengur innheimt skatta eða tryggt eignarétt. Vandinn virðist þess vegna vera djúpstæðari en svo að efnahags- kenningar samtíinans geti útskýrt eða leiðrétt þá þróun sem orðin er. Leiðréttingin tekur að öllum líkindum heil kynslóðaskipti. Viðskiptasvæði nr. 11 Inýlegri skýrslu Verslunarráðs íslands um alþjóðavæðingu atvinnulífsins kemur fram að Rússland er ellefta svæðið í röðinni, sé raðað eftir mikilvægi viðskiptasvæða fyrir íslensk fyrirtæki. Hefð fyrir viðskiptum við Rússland og vaxtarmöguleikar setja Rússland í þetta sæti. Eystrasaltslönd (Eistland, Lettland og Litháen) eru sett í sætið á undan á þessum lista. Þessi Iisti á að lýsa Röð viðskiptasvæða eftir mikilvægi: 1. Norðurlönd 2. Bretland 3. Norður-Ameríka 4. Þýskaland 5. Frakkland 6. Japan, Kína, Taiwan og Suður-Kórea 7. Suður Evrópa (Spánn, Italía, Grikkland) 8. Pólland 9. Holland, Belgía og Luxemborg 10. Eystrasaltslöndin 11. Rússland 12. Austurríki, Sviss og Lichtenstein 13. Mið- og Suður-Ameríka 14. Tékkland, Ungverjaland og Slóvenía 15. Ástralía og Nýja Sjálland 16. Önnur Asíulönd 17. Mið Austurlönd 18. Önnur lönd í Austur- og Mið-Evrópu 19. Afríka Heimild: Verslunarráð íslands dæmigerðri sýn nokkurra framsækinna íslenskra fyrirtækja á markaðina. Spuming er hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða þessa sýn eitthvað í ljósi fenginnar reynslu og nánustu framtíðar þessara markaðssvæða. Að leita sér næst Ein þekktasta hugmyndin um alþjóðavæðingu fyrirtækja er oft kennd við Uppsalaháskólann í Svíþjóð. Uppsalakenningin gengur út á að fyrirtæki eigi að byrja alþjóðavæðingu sína á landfræðilega og menningar- legum nálægum markaðssvæðum og smám saman færa sig yfir á fjarlægari markaðssvæði eftir því sem þekking og reynsla eykst. Ástæðan er fyrst og fremst sú að reyna beri að lágmarka þá áhættu sem felst í því að gera viðskipti utan síns heimalands. Auðvitað eru tækifærin hins vegar oft annars staðar, á ljarlægum mörkuðum, þar sem aðra skortir áræði og þekkingu til þess að fara en þar er líka áhættan og stundum er áhættan slík að tap verður af rekstrinum eða það sem er öllu verra að varanlegur skaði hlýst af. Vitur eftir á Það er alltaf gott að geta verið vitur eftir á og skammast yfir þeirri áhættu sem íslensk fyrirtæki hafa tekið með því að fara inn á ótraustan markað. Skammast yfir því að það hefði mátt sjá bæði menningarleg og kerfisleg vandamál sem voru ástæða erfiðleika IS og eru ástæða erfíðleika SH, Eimskips og Samskipa með löngum fyrirvara. Jafnvel mætti skammast yfir áhættusækni íslendinga sem vilja aldrei ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur vaða út í óvissuna með „dauðinn eða heimsyfírráð" stimplað á ennið. Ekki allt gull sem ... Málið er hins vegar að engan óraði fyrir því að svona mundi fara og ef einhver hafði efasemdir þá voru þær efasemdir kæfðar með bjartsýni alþjóðlegra Ijármálastofnana og efnahagsumræðunni almennt. Það sem nú virðist augljóst var flestum hulið og þess vegna ekki nema eðlilegt að íslensk fyrirtæki hafi vilj að nýta sér sóknartækifæri þegar þau gáfust og íslensk fyrirtæki hafa brugðist rétt við með því að draga úr starfsemi sinni eða eins og Eimskip, að pakka niður og fara heim. Rússland og Eystrasaltsríkin eru þó ekki einu markaðssvæðin sem hafa brugðist. Efnahagskreppan hefur víða haft áhrif á þróunarlönd í Asíu, Suður-Ameríku og Austur-Evrópu. Þetta hefúr komið illa niður á þeim fyrirtækjum sem eiga mikla hagsmuni á þessum markaðssvæðum. Nauðsynlegt að reyna að draga lærdóm af fenginni reynslu. Það er nauðsynlegt að skoða vandlega það efnahagsumhverfí sem hugur leikur á að stundaviðskipti í. Einnig ermikilvægt að horfa til þess sem getur haft áhrif á umhverfíð áður en lagt er í miklar ljárfestingar. Mikilli gróðavon á Ijarlægum mörkuðum fylgir mikil áhætta. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er ekki allt gull sem glóir. 1 Morgunblaðið, 11. mars 1999. 2 SH - Ársskýrsla 1998. 3 CNNfn, 12. mars 1999 4 Economist, 6. febrúar 1999 Heimildir: Verslunarráð íslands, Hagstofa íslands, OECD, IMF, Ársskýrslur Eimskipa, Samskipa, SH og ÍS, Jeffrey Sachs, „Globalization andthe Rule ofLaw“, erindi flutt 15. okt. 1998 við Yale háskólann. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.