Vísbending


Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 4
TígurMið-Evrópu Nú nýlega lauk opinberri heimsókn forseta íslands til Póllands. Með i för forseta íslands var utanríkisráðherra og viðskiptasendinefnd sem undirstrikar að tilgangur ferðarinnar var einnig að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna. Pólland - stjaman í austri Pólland er eitt af fáum löndum Austur- Evrópu sem hefur náð að fá á sig einhverja mynd sem líkist markaðs- skipulagi eftirhrun kommúnismans árið 1989. Viðsnúningurinn hefur verið rólegur en engu að síður undraverður. A þessum tíu árum sem liðin eru þá hefur landið breyst úr miðstýrðu tilskipanakerfi í markaðskerfi sem hefúr á að skipa sívaxandi einkageira. Dregið hefur úr verðbólgu og atvinnuleysi hefúr lækkað verulega og hagvöxturinn hefur verið um 6%, með því sem best gerist í Evrópu, undanfarin ár. Þrátt fyrir nokkur stjómarskipti hafa stjórnvöld stefnt með nokkrum einhug til aukinna efnahagsumbóta og styrkrar fjármála- stjómar. Fljótlega upp úr 1989 voru nær öll lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu stjómvalda einkavædd, hægar hefur þó gengið að einkavæða stórfyrirtæki landsins. I samanburði við t.d. Rússland hefúr Pólland náð ótrúlegum árangri, náð að draga að sér erlenda íjárfesta og halda þeim þrátt fyrir kreppu nágrannans. Mismunurinn er að vissu leyti kerfislegur, sérstaklega hvað varðar ólíkt hlutverk laga í landinu.1 Eftir fall kommúnismans hafði Pólland fram yfxr Rússland að lög og reglur vom virt allt frá upphafi. Spilling vakti hneyksli almennings og ýmis hagsmunasamtök eins og kaþólska kirkjan og ýiuis bændasamtök sáu til þess að veita stjórnvöldum aðhald. I Póllandi var grunnur sem hægt var að byggja á nauðsynlegt lagakerfi til þess að styðja markaðsefnahagskerfí en þessi gmnnur var ekki og er hins vegar ekki til í Rússlandi. Það em þessu styrku innviðir sem hafa gert Póllandi kleift að standa af sér efnahagslægðina sem nær jarðsetti Rússland. r A enn nokkuð í land Tígur Mið-Evrópu eins og Pólland hefur stundum verið kallað er þó ekki gallalaus. Einkavæðing stórfyrir- tækja í eigu ríkisins hefúr ekki gengið eftir áætlun. Einungis 15 af þeim 50 fyrirtækjum sem áætlað var að einkavæða voru seld. Ríkisfyrirtæki sem lítið hafa breyst frá tímum kommúnismans standa fyrir þriðjungi sölu iðnaðarvara, um 40% vinnuafls í iðnaði en einungis 5% hagnaði. Símaeinokunarfyrirtækið TPSA var loksins einkavætt, þó einungis að hluta til. Afleiðing af hversu seint var einkavætt er að Pólland hefúr eitt versta símkerfi í Mið-Evrópu. Um 27% vinnuaflsins em bændur í samanburði við 5% í Danmörku. Flest býlin eru einnig löngu úrelt og það verður ekki séð hvemig pólskir bændur eiga að geta staðið undir evrópskri samkeppni þegar og ef þeir komast inn í Evrópusambandið eins og vonir standa til fljótlega eftir aldamótin. Þrátt fyrir að lagakerfið sé byggt á styrkari stoðum en í Rússlandi er víða pottur brotinn. Skriffmnska og ósamræmi í reglum hefúr gert mörgum fýrirtækjum erfitt fyrir en vonir standa til að úrbætur verði þar á. Erfiðir hjallar íf amundan Pólverjar eru rúmlega 39 milljónir og verg þjóðarframleiðsla á einstakling varum 3.590 Bandaríkjadala árið 1997. ísland hefur átt í töluverðum viðskiptum við Pólland 1 gegnum árin. Flestir eru á því að Pólland sé góður kostur í alþjóðaviðskiptum í ljósi mikils hagvaxtar, stjómmálalegs stöðugleika og stærð markaðarins. Einn besti ef ekki besti markaður Austur- og Mið-Evrópu til að Ijárfesta og selja afúrðir á.Þá er ekki þar með sagt að innviðir kerfisins séu nægilega sterkir til þess að halda utan um og styðja bæði þá innri uppbygginu sem þörf er á og ytri byltingu sem felst í alþjóðlegu viðskiptafrelsi. 1 Jeffrey Sachs, „Globalization and the Rule of Law“, erindi flutt 15. okt. 1998 við Yale háskólann.____________ [ Vísbendingin ' okkuð hefur verið um mannaskiptí' í loppstöðum í mörgum af stærri fyrirtækjum landsins. Ymislegt bendir þó til að það sé einungis lognið á undan storminum. Vangaveltur um hrókeringar hjá SH, Granda, Eimskip og Flugleiðum hafa verið vinsælar upp á síðkastið. Krafa íjármáiamarkaðarins er að kallinn í brúnni verði að víkja ef illa árar, enginn fær æviráðningu lengur. Minnkandi starfsöryggi þarf þó ekki að vera slæmt fyrir stétt fyrirtækjastjórnenda vegna þess að það þýðir að stjómendur geta ykralist hærri þóknunar fyrir streðið. J ISBENDING Aðrir sálmar Óþægilegar spumingar Afkoma íslenskra sjávarafurða á liðnu ári var afleit. Miðað við íslenskar bókhaldsvenjur var afkoman reyndar um 200 milljónum lakari engeftð er upp vegna þess að skattalegan spamað af tapi mun heimilt að telja til tekna í Bandaríkjunum. Þetta er þeim mun athyglisverðara að íslenskum sjávarafúrðum hefúr verið mikið hampað í Qölmiðlum hér á landi og mátt skilja að fyrirtækið væri leiðandi á sínu sviði. Er skemmst að minnast umræðunnar um flutning á Útgerðarfélagi Akureyringa frá Sölumiðstöðinni til ÍS. Var þá á mörgum að skilja að sölufyrirtækin tvö væm sambærileg að styrk. Slök niður- staða hjá Sölumiðstöðinni leiddi til afdrifaríkra kosninga á nýliðnum aðalfúndi. Ekki er gott að segja hvemig hluthafar IS bregðast við, en þeir hljóta að þreytast á að fjánnagna tap með nýju hlutafé, æ ofan í æ. Ekki er hægt að láta flokkarík eða öl'und ráða ferðinni heldur verða menn að hafa hugrekki til þess að spyrja sig nokkurra grundvallar- spurninga. 1. Er ástæða til þess að hafa tvenn stór sölusamtök á sama sviði? 2. Er það heppilegt að ffamleiðendur eigi sölusamtökin? 3. Er heppilegt að sölus- amtökin eigi og reki fxskverksmiðjur? Svörin kunna að reynast einhverjuin óþægileg en það er engin afsökun fyrir að skila ekki eðlilegum arði af starfseminni. Markmið þeirra sem stýra samtökunum geta ekki verið völdin ein heldur hitt að ná ásættanlegum hagnaði. Evrópusukkið Það kom líklega fáum á óvart þegar upp komst um spillingu í framkv- æmdastjórn Evrópusambandsins. Stofnanir af þessu tagi bjóða spillingunni heim. Stjómendur lita á sig sem ósnertanlega og hika ekki við að hygla sínum. Menn mega þó ekki láta þetta verða til þess að fordæma allt það sem fráEvrópusambandinukemur. Einn vandi þess er að það er orðið sem dvalarheimili aldraðra stjómmálamanna og reynslan sýnir að stjórnmálamenn og peningar em oft ekki góður kokteill. Lausnin felst í því að dreifa valdi og fela einkaaðiluin sem flest verkefni. ÚRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri c ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvlsindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.