Vísbending


Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Tilgangur fynrtækj a Fyrirtækjarekstur krefst þess að stjórnendur og eigendur fyrirtækis skoði reglulega hver staða þess er og hvert það stefnir. Hluti af þessari naflaskoðun er að byrja aftur á byrjuninni og skoða fyrir hvað fyrirtækið stendur og hver tilgangur þess sé. Fyrirtæki stofnað Þegar fyrirtæki er stofnað þá má spyrj a hver sé tilgangur þess og af hverju það sé stofnað. Svarið getur verið tvenns konar: Annars vegar getur fyrirtæki verið stofnað af persónulegri ástæðu (til að veita starfsöryggi, vera sjálfs síns herra, græða peninga o.s.frv.) og er þá að starfa fyrir stofnanda þess, hins vegar getur fyrirtæki verið stofnað af samfélagslegri ástœðu (til að mæta þörf, bætaheilbrigði, aukaúrval o.s.ffv.) og starfar þá ekki einungis fyrir stofnanda þess. Togað eða ýtt út í rekstur Sá sem stofnar fyrirtæki af persónu legum ástæðum er annað hvort ýtt út í það af neyð (því hann missti vinnuna, vantar peninga o.s.frv.) eða hann er togaður út í það vegna tækifærisins (sem gæti verið gróðavon, aðgangur að upplýsingum, auðlindum o.s.frv.). Sá sem stofnar fyrirtæki af samfélagslegum ástæðum er annað hvort ýtt út það til að „bæta“ (t.d. laga umhverfisspjöll, stuðla að heilbrigði o.s.frv.) eða hann er togaður út í það til að „búa til“ (gera eitthvað nýtt, t.d. auka vöruúrval, lækka verð o.s.fh'.). Þörf eða aðstæður Einnig er hægt að segja að viðskiptahugmynd sé annað hvort afsprengi af innri þörf eða ytri aðstæðum. Líklegast er þó að viðskiptahugmynd sé samspil innri og ytri aðstæðna. Einstaklingur þarf að hafa áhugann og áræðið til jjess að stofna fyrirtæki og eitthvað þarf að gerast í umhverftnu sem veldur því að möguleiki skapast fyrir stofnun fyrirtækis, viðskiptahugmynd fæðist og tilgangur fyrirtækis verður ljós. Stefiiumarkandi tilgangur Ef fyrirtæki ætlar að gera einhverjar stórvægilegar breytingar, stefnu- markandi breytingar eins og að keppa á erlendum mörkuðum þá verður að byrja á því að skoða fyrirtækið sjálft, að hugsa það upp á nýtt. Að hugsa eitthvað upp á nýtt krefst þess að það verður að leita rótarinnar, leita upphafsins, leita tilgangsins. Fyrsta spumingin sem er nauðsynlegt að spyrja við rekstur nýs fyrirtækis er sú sama og sú mikilvægasta við rekstur eldra fyrirtækis: „Hver er tilgangur fyrirtækisins og hlutverk þess?“. Fj ármálamarkaðurinn Nýútskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands mundi svara spurningurnni um tilgang fyrirtækja hátt og snjallt: „að hámarka hagnað“. hetta svar byggir á þeirri hugmynd að markmið fyrirtækis sé að hámarka virði þess fyrir eigendur. Þetta er hugmynd sem flaggað er á fjármálamörkuðum sem hinn eini sanni tilgangur fyrirtækja. Allar aðgerðir fyrirtækis eiga að rniða að því að auka virði þess fyrir eigendur hlutabréfa fyrirtækis. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þvi að þessi hugmynd er tilkomin úr klassískri hagfræði, upphaflega til þess að útskýra hegðun fyrirtækis og hlutverk stjómanda þess.Tilgangur fyrirtækis er hinn sami og persónulegur tilgangur eigenda þess. Stj ómunarvitringurinn Peter Drucker, sem oft er sagður faðir stjórnunarfræðanna og einn virtasti stjórnunarráðgjafi viðskiptasögunnar, mundi harðlega gagnrýna þetta viðhorf. „Hagnaður sem ástœða og afsprengi þeirrar hugmyndar, hámörkun hagnaðar [...] skiptir ekki máli hvað varðar hlutverk fyrirtœkja, ti/gang fyrirtækja og stjórnun fyrirtœkja.“' Skv. hugmyndum hans verður tilgangur fyrirtækja að standa fyrir utan fyrirtækið sjálft, í samfélaginu þar sem það starfar. Tilgangurinn er aðeins einn: „að skapa viðskiptavin". Þessi hugmynd byggir á því að fyrirtæki sé til fyrir tilstilli viðskiptavinarins, án hans sé enginn fótur fyrir viðskiptum og þar af leiðandi enginn þörf fyrir fyrirtæki. Tilgangur þess er skv. Drucker þá samfélagslegur frekar en persónulegur. Pólitíska hugmyndin • • Onnur hugmynd er sú að fyrirtæki eigi að taka tillit til allra aðila sem tengjast því, þ.e. eigenda, starfsmanna, viðskiptavina, birgja og jafnvel samfélagsins.2 Hugmyndin endursp- eglast í því að skoða verði heildarmyndina, að fyrirtækið verði að bera ábyrgð gagnvart þeint sem tengjast fyrirtækinu. Tilgangur fyrirtækis er þá tvíþættur, bæði persónulegur og samfélagslegur. Hugsjónin Fjórða hugmyndin sem talin er hér upp er að fyrirtæki eigi að einbeita sér að því að fúllnægja þörfúm þeirra sem tengjast því, standa fyrir eitthvað sem eigendur, starfsmenn, viðskipta- vinir, birgjar og samfélag geta verið stolt af og vilja eiga viðskipti við. Tilgangur þess fylgir þá einhverri hugsjón sem það leitast við að fóstra, svo háleitri að allir geta fallist á hana.3 Tilgangur fyrirtækisins er þá eitthvað sem sameinar bæði persónulegar og samfélagslegar ástæður þess. Þá fyrst hættir tilgangurinn að vera annað hvort tilgangur þeirra sem tengjast því fjárhagslega (hluthafar eða eigendur) eða þeirra sem tengjast því á annan hátt (starfsmenn, stjórnvöld, birgjar, viðskiptavinir o.s.frv.) og verður tilgangur fyrirtækisins sjálfs. Mótað af upphafinu Tilgangur fyrirtækis er oft mótaður af upphaiinu, af upphaflegu viðskipta- hugmyndinni, hvort að það hafi verið einhver hugsjón á bak við hana eða ekki, hvort að fyrirtækihafi verið stofnað í kringum eitthvað nýstárlegt. Það er hins vegar ekkert sem segir að tilgangurinn geti ekki breyst. Yfirleitt gerist það með nýju fólki, nýjum eigendum eða stjómendum, alltaf með nýjum hugmyndum. Nýjar hugmyndir fela í sér skýran tilgang fyrir fyrirtæki og ákveðið hlutverk. Hlutverkogtilgangur fyrirtækis er það sem gefurþví tilverurétt og það snýst alltaf um að uppfylla þörf. Tilfyrirsjálftsig Það er ekki aðalatriðið að tilgangur fyrirtækis sé sá sami og tilgangur þeirra sem fæddu það og fóstruðu til lífs. Heldur er ekki aðalatriðið að tilgangurinn sé samfélagslegur, sé þeirra sem móta umhverfið. Aðalatriðið er að tilgangurinn sé tilgangur fyrirtækisins rétt eins og það væri lifandi, að það liafi eigin tilverurétt. Sem sjálfstæð eining með eigin tilgang getur fyrirtæki mun betur þjónað þeim sem tengjast því og það er það sem gefur tilganginum tilgang. 1 Drucker, 1954. 2 Cambell og Yeung, 1991. 3 Cambell og Yeung, 1991. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.