Vísbending


Vísbending - 26.03.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.03.1999, Blaðsíða 2
V ISBENDING / Ríkasti maður á Islandi / lífsins ólgusjó týnir maður stundum áttum og fer að eltast við skottið á sjálfum sér í von um að finna hina einu réttu leið í gegnum Iífið. Ein æðsta ósk nútímamannsins er sú sama og margra forfeðra hans, að höndla hamingjuna. í huga fólks helst hamingjan í hendur við frægð, frama og peninga. Hana á helst að fá strax, í einum lukkupotti. Slík lukka er þó oftast skammvinn og hverfur jafnhratt og hún birtist. Þegar maður er týndur í efnahagsharki hversdagsleikans þá er oft gott að vera minntur á einföldu hlutina í lífinu, þá einföldu hluti sem veita hamingju og jafnvel þær einföldu reglur sem eru líklegastar til þess að skapa fólki auð til lengri tíma. Margar bækur og menn eru til sem lofa gulli og grænum skógum á örskotstundu, yfirleitt er það þó sami gamli brandarinn. „Sendu mér 10.000 krónur og ég mun segja þér hvemig ég varð ríkur.“ Þegar búið er að senda peningana kemur svarið (yfirleitt dulbúið): „Eg varð rikur vegna þess að það er til fólk eins og þú.“ Grundvallarreglur Flestir gera sér hins vegar grein fyrir að hugmyndir um skjótan gróða eru yfirleitt draumur einn. Reglur leiksins eru tiltölulega einfaldar og hafa ekki breyst frá upphafi siðmenningar. Bók sem var skrifuð árið 1926 og á enn miklum vinsældum að fagna minnir í boðskap sínum á nokkrar einfaldar reglur sem em líklegri til þess að leiða til betri efnahagslegrar afkomu en flest annað. Þetta er bókin „The richest man in Babylon" eftir George S. Clason. Nokkur af helstu heilræðum bókarinnar ætti að vera leiðarljós þeirra sem þrá aukinn auð í stað þess að veltast um eins og rekald í efnahagsöldum samtímans. Heilrœði 1 Eyddu í sparnað Af hverjum hverjum 10 krónum sem aflað er skal leggja eina krónu til hliðar, afhverjum 100.000 krónum 10.000 krónur. Sama hversu mikið aflað er, er nauðsynlegt að leggja alltaf einn tíunda hluta þess til hliðar og það er byggingarefnið sem auðurinn verður til úr. Ef aðeins níu af hverju tíu krónum eru teknar upp úr pyngjunni mun hún smám saman stækka og fara vel í lófa. Þegar eitthvað er lagt til hliðar, einhverju er safnað til þess að verða eitthvað stærra og meira, þá fyrst er hægt að tala um að byggja upp auð. Heilræðið er eins og segir í auglýsingunni um spariskírteini ríkissjóðs: „Eyddu í sparnað." Heilrœði 2 Stjórnaðu útgjöldum að er oft merkilegt hversu útgjöld haldast í hendur við innkomu, fólk virðist aldrei hafa meira en rétt til þess að ná endum saman, sama hversu mikið það aflar. Mikilvægasti hluti fjármála- stjórnunar er að yfirfara og stjórna í hvað er eytt. Eyðsla má ekki vera sóun peninga heldur verður að skoða hverja krónu og virði þeirra „nauðsynja" sem er verið að kaupa. Fólki hættir við að fordæma aðhald í peningamálum og kalla það nísku á meðan það þykir aðdáunarvert að eyða úr hófi fram. Eina leiðin til þess að eiga peninga fyrir nauðsynjum er að hætta að eyða þeim í ónauðsynjar. Heilrœði 3 s Avaxtaðu sparnaðinn yrsta skrefið er að leggja til hliðar einn tíunda af því sem aflað er til að byggja upp auð, næsta skref er að láta peningana vinna fyrir sig. Með því að fjárfesta skynsamlega í stað þess að safna sparifénu undir koddann er hver króna látin vinna og ávaxtast. Um leið og spariféð er látið ávaxtast, stækkar auðurinn smám saman stigvaxandi. Eftir 10 ár hefur höfuðstóll 10.000 króna mánaðargreiðslu miðað við vexti á verðtryggðum ríkisskuldabréfum (4,1 %) aukist um 48%. Auðvitað eru til betri fjárfestingarkostir sem mundu tvöfalda höfuðstólinn á sama tíma en hér verður þó ekki gerð grein fyrir þeim. Með því að ávaxta sparnaðinn vex hann hraðar og hver króna er þá að vinna, rétt eins og þinn eigin verkamaður, til þess að stækka höfuðstólinn. Heilrœði 4 Verndaðu höfuðstólinn ftir því sem maður hefur meira fé á milli handanna verða freistingarnar stærri og fleiri. Nauðsynlegt er að leita eftir tryggum fjárfestingarkostum, að leita til aðila sem hafaþekkingu á málum en ekki láta glepjast af kræsilegum fjárfestingarhlaðborðum spákaup- mennskunnar sem bjóða gull og græna skóga á mettíma. Aðalmálið fyrir fjárfesti sem leitar eftir að ávaxta fé sitt til lengri tíma er að hann tryggi að höfuðstóllinn verði tiltölulega óhultur, að hann vaxi hægt og örugglega til þess að hann megi blómstra með tíð og tíma. Heilrœði 5 Ræktaðu afkomuna ver maður þarf að leita leiða til þess að auka afkomu sína með því að gera það sem hann gerði í gær betur í dag og enn betur á morgun. Stöðugt betri vinnubrögð, betri skilningur á því sem verið er að gera eykur framleiðni og afkomu. Að gera hlutina rétt léttir álag og ýtir undir aukin afköst sem eru líkleg til þess að auka tekjumyndun og möguleika einstaklings til að fá starf sem gefur betur af sér. Leiðin til aukinna tekjumöguleika er að auka þekkingu og reynslu, en þá þarf fyrst og fremst áræðið, frumkvæðið sem leiðir til framfara. Að gera réttu hlutina Tengt þessu er að gera ekki aðeins hlutina rétt heldur að leita eftir að gera réttu hlutina, spyrja sjálfan sig spurninga um hvert maður vill fara og hver sé besta leiðin til þess að komast þangað, hin sígilda spurning um hvað maður vill gera við líf sitt. Það verður að sækja það stíft sem maður vill, einbeita sér að ná þeim árangri sem maður óskar eftir. Tækifærin eru víða en oft bíða þau ekki eftir manni heldur verður að grípa gæsina þegar hún gefst, „Carpe Diem“. Um leið verður að hafa heilræðin fimm hér á undan að leiðarljósi og grípa ekki tækifærin umhugsunarlaust í glóru- lausri græðgi heldur að vega og meta kosti og galla og taka vissa áhættu í ljósi bestu hugsanlegu upplýsinga um tækifærið. Græddur er geymdur eyrir Með því að draga úr áhættu er einstaklingur að tryggja velferð sína og framtíð. Þegar kerfisbundið og skynsamlega er sparað er líklegra en ella að einstaklingur geti smám saman byggt upp þann auð sem hann óskar eftir. Þannig næst árangur en ekki með því elta mjólkurbílinn eins og sveita- hundur eða með því að spila í happdrætti. Þegar skynsemin er látin ráða og byrjað er að leggja fyrir með skipulögðum hætti er fyrst hægt að tala um uppbyggingu auðs. Þá er aldrei að vita nema sá Islendingur verði til sem hægt verður að nefna í höfuðið á læriföður hans í Babýlon, ríkasti maður á Islandi. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.