Vísbending


Vísbending - 09.04.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.04.1999, Blaðsíða 4
V ÍSBENDING (Framhald af síðu 3) eftirspuminni. Á bls. 214 er því svo haldið fram að viðskiptahalli eða viðskiptaafgangur einstaka ár þurfi ekki að vera vísbending um að gengið sé ranglega skráð. Á bls. 219 er svo enn reynt að draga úr skilningi lesandans með því að láta vaxtajafnvægis- kenninguna um gengisákvörðun hoppa upp úr hatti höfúndar. Nú er það svo að ffamboðs- og eftirspumarkenningin um gengisákvörðun og vaxtajafnvægis- kenningar í ýmsum útgáfum em gjaman notaðar til að skýra skammtíma- hreyfmgar nafhgengis. Þegar kemur að raungengisþróun hafamenn fremur litið til kaupmáttarjafnvægiskenninga í ýmsum útgáfum. Það vekur vissulega furðu að ÞHS skuli sneyða gjörsamlega hj á kaupmáttarj afnvægiskenning- unum. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að Markús Möller, Bjami Bragi Jónsson, Ingólfur Bender, Þorkell Helgason og Þorvaldur Gylfason auk undirritaðs og fjöldamargra annarra hafa gert kaupmáttarjafhvægisþátt raun- gengisþróunarinnar að lykilatriðum í skrifum um þetta efni. Níundi kafli skýrslunnar íjallar um ólíkar aðferðir til að leggja á auðlindagjald. ÞHS telur æskilegt að verði auðlindagjaldi komið á verði það í formi uppboðs á veiðiheimildum, enda myndi uppboð umtalsverðs magns (leigu)kvóta væntanlega stuðla að lækkun markaðsverðs veiðiheimilda auk þess sem uppboðsaðferðin myndi flýta (Framhald af síðu 2) em þau að meðaltali um 80% af verði. Dæmi em um að þau fari upp í allt að 97% eins og á bensíni hér á landi. Þá um leið verða ekki stór stökk í verðbreytingum vegna ytri áhrifa. Aukinumsvif á markaður og samkeppni sem þessi þrj ú fyrirtæki standa fýrir er að mörgu leyti athygliverður. Samkeppni hefur í auknum mæli farið út í breytta þjónustu og þjónustustig. Orkan og ÓB em lítið mannaðar eða ómannaðar stöðvar þar sem boðið er ódýrara bensín en annars staðar. Bensínstöðvar hafa breyst úr kaffistofúm fýrir starfsmenn í litlar verslunarstöðvar þar sem Select og Uppgrip em í fararbroddi. Sérstaklega er athyglivert í þessu samhengi að lesa í ávarpi forstjóra Skeljungs um framtíðarhugmyndir félagsins. Þar segir: „Búast má við að á næstu áratugum muni nýir orkugjafar í auknum mæli leysa olíuna af hólmi. Þau olíufélög sem ætla að taka þátt í að dreifa orku á næstu öld verða strax að byrja að búa sig undir þá breytingu sem framundan er.“ Þá vaknar upp spuming fyrir æskilegri endurskipulagningu í greininni. Flestir íslenskir hagffæðingar sem um málið hafa fj allað hafa komist að mjög áþekkum niðurstöðum og ÞHS. Að mati undirritaðs hefði það því styrkt skýrsluna vemlega hefði ÞHS gefið stutt yfirlit yfir fyrri skrif um efnið. I níunda kafla skýrslunnar er nokkur umljöllun um dreifmgu gjaldsins eftir landssvæðum. Ragnar Ámason og Birgir Þór Runólfsson telja sig hafa rökstutt að gjaldið leggist þyngra á landsbyggðina en höfuðborgar- svæðið. ÞHS mótmælir þessu og bendir á að gjaldið myndi greiðast af eigendum sjávarútvegsfyrirtækja, ekki af íbúum þar sem afla er landað. Það hefði vissulega verið mikill fengur hefði ÞHS notað talnasafn sitt til að talfesta frekar áhrif veiðigjalds á tekjuflæði innan sjávarútvegsins annars vegar og milli ríkissjóðs, sveitarsjóða, banka og íjárfestingarsjóða og sjávarútvegsins hins vegar. Skýrsla tvímenninganna, Ragnars og Birgis, gefur mjög ófúllkomna og hugsanlega ranga mynd af því hvernig veiðigjald muni breyta tekjuflæðinu. í huga undirritaðs er ómögulegt að meta landfræðilega dreifmgu veiðigjaldskostnaðarins án þess að gerð sé glögg grein fyrir ofangreindu tekjuflæði. I næstu grein verður fjallað um fimmta kafla skýrslu ÞHS og gerð grein fyrir alvarlegum annmörkum á kenningu ÞHS um verðmyndun á kvóta. hvort olíufélögin muni í framtíðinni hætta að skilgreina sig sem olíufyrirtæki og olíudreifingarfýrirtæki og í staðinn skilgreina sig sem orkuíyrirtæki og orkudreifingarfyrirtæki. Það mundi óneitanlega auka umsvif þeirra vemlega. 1 M.v. hluthafaskrá 30/06/98. Heimildir: Ársreikningar olíufélaganna, Economist (12. tbl. 1999), sérfræðingar olíufélaganna, Verðbréfaþing íslands. \ Aðrir sálmar r \ Tvöföldun verðbólgu? Eitt síðasta verk næstliðins þings var að breyta lögum um skaðabætur vegna slysa á þann veg að bætumar hækka mjög mikið. Mergurmálsins í þeirri umræðu hefur eflaust farið fram hjá flestum þeirra þingmanna sem um málið fjölluðu, það er hvað eru réttlátar skaðabætur? Um það má rita langa og tæknilega pistla og deila um niðurstöður, sem reyndar hefur verið gert á síðum þessa blaðs. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sagði i 47. tbl. 1995:„Það er nauðsynlegt að sleppa alveg vangaveltum um fjárhæð vátry ggingariðgj alda þegar fj allað er um efnisreglur í skaðabótarétti.“ Þetta er rétt. Iðgjöldin eru afleiðing bóta. Nú liggur ákvörðun löggjafans hins vegar fyrir og ljóst að hún mun hafa mikil áhrif til hækkunar á vátryggingariðgjöld í bílatryggingum og raunar fleiri tryggingum þar sem hluti bóta er vegna slysa. Líkleg hækkun slysabóta á einu ári er milli 1,5 og 2 milljarðar króna. Heildarhagnaður vátrygginga- félaganna árið 1998 var hins vegar um 1,1 milljarðar. Þessi hækkun mun ótvírætt leiða til hækkunar iðgjalda lögboðinna ökutækjatrygginga um tugi prósenta á næstu árum. Bíleigendur munu reka upp ramakvein og stjórnmálamenn verða æfir. Fimmtíu prósent hækkun bifreiðatrygginga- iðgjalda leiðir til 0,8% hækkunar á vísitölu neyslu. Sökudólgarnir verða tryggingafélögin. En þau gera í raun ekki annað en að miðla kostnaðinum af ákvörðun löggjafans til tryggingataka. Félag bifreiðaeigenda, sem er með umboð fyrir erlent tryggingafélag, mun nýlega hafa hækkað sín iðgjöld um 10%, væntanlega vegna slæmrar afkomu. Verði iðgjöldin ekki hækkuð eins og hækkun tjónakostnaðar segir til um, verður það einfaldlega vegna niðurgreiðslu frá öðrum tryggingar- tökum og eigendum tryggingar- félaganna á bílatryggingum. Slík tilfærsla er ólögleg samkvæmt samkeppnislögum. Astæðan fyrir hækkuninni verður hins vegar aðeins ein: Ákvörðun Alþingis um að hækka skaðabætur. Sökudólgarnir, ef þeirn er til að dreifa: Háttvirtir alþingismenn. v______________________________________J Átitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.____________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.