Vísbending


Vísbending - 09.04.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.04.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. apríl 1999 14.tölublað 17. árgangur Olía á íslandi Arið 1998 var gott ár fyrir olíufélögin þrjú, Olíuverzlun íslands hf. (Olís), Olíufélagið hf. (Esso) og Skeljung hf. Heildarsala á bensíni og olíu jókst um 0,5%. Sala á flugeldsneyti jókst mest eða um 8%, bílabensíni um 3% og gasolíu um 1,5%. Á sama tíma minnkaði hins vegar svartolíusala um 13 %, sem má að____ miklu leyti rekja til óvenjustuttrar loðnuvertíðar. Öll juku félögin hagnað sinn frá árinu áður. Olís jók hagnað sinn af reglulegri starfsemi um 82,5%, úr 160 í 292 milljónir, Esso jókhannum 31,6%, úr 465 í 612 milljónir og loks jók Skeljungur hagnað sinn af reglulegri starfsemi um 83,4%, úr 72 í 133 milljónir. Islenskt efnahagsumhverfi var hagstætt olíufélögunum árið 1998, mikill uppgangur var í íslensku efnahagslífí og fjárfestingar í atvinnutækjum og bifreiðum miklar. Almennt hafa olíufélögin notið þess hagvaxtarskeiðs og efhahags- stöðugleika sem hefur ríkt á Islandi síðustu ár. Ástandið úti í heimi Olíumarkaðurinn á heimsvísu hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið. Ástæðan er að verðhrun hefur átt sér stað á ,— heimsmarkaðsverði á olíu. Um miðjan desembermánuð hafði verðið lækkað niður í níu Bandaríkjadollara á fatið sem er lægra en heimsmarkaðsverðið á olíu var árið 1973, að raunvirði. Margt er merkilegt við þessa verðlækkun. Lækkunin leiddi ekki til aukinnar eftirspurnar eftir olíu á heimsvísu eins og við hefði mátt búast heldur var eftirspurnin tiltölulega stöðug. Orsakirnar má helst finna í hruni Asíu- markaðarins og áhrifum hvirfilby Ija á veðurfar í heiminum, sem leiddi til þess að vetur á meginlandi Evrópu var einstaklega mildur. Þá benti margt til þess að tangarhald OPEC á olíumarkaðnum væri að minnka vegna þess að pólitískt og efnahagslegt landslag margra OPEC-ríkjanna er óstöðugt. Tækniframfarir hafa gert leitina og vinnsluna ódýrari en áður. Mynd 1. Gengi hlutabréfa í oliufélögunum þremur frá áramóíum Lönd eins og Rússland, Nígería, Venesúela og Alsír verða að dæla út olíutilþessaðhaldalífi.Þáeruolíubirgðir í heiminum verulegar, Mið-Austurlönd eiga miklar birgðir, Sádí-Arabía um 262 milljarða fata og lítið ríki eins og Líbýa, þar sem nú er að opnast fyrir viðskipti á ný, á 30 milljarða fata birgðir, sem er álíka mikið hefur verið dælt upp úr Mynd 2. Arðsemi eigin fjár (%) hjá olíufélögunum þremur Norðursjó frá upphafi. Nokkur óvissa ríkir og jafhvel eru hugmyndir uppi um að stærsti olíuframleiðandi heims, Sádí- Arabía, gæti tekið upp á því að auka framleiðslu sína verulega til þess að keyra niður verð og auka þannig markaðshlutdeild sína. Þetta hefur verið talið samsvara 15% arðsemi og þar af leiðandi efnahagslega fysilegt fyrir landið. Líklegt er þó að pólitískur þrýstingur komi í veg fyrir að þetta verði að veruleika. Allt þetta benti til þess að hægt væri að búast við áframhaldandi lágu olíuverði á næstu árum. Hugmyndir voru jafnvel uppi um að fatið gæti farið niður í allt að fimm Bandaríkjadollara. Þetta hefur hins vegar ekki orðið raunin heldur hefur verð á olíu stigið ört á síðustu tveimur mánuðum og nálgast óðfluga 15 Bandaríkja- dollara á fatið. Ástæðan fyrir hækkuninni er að hluta til stríð í Evrópu og að hluta til aðgerðir OPEC-ríkj anna sem virðast eftir allt ekki alveg dauð úr öllum æðum. Olíufélögin á íslandi Fyrir dreifmgarfyrirtæki eins og olíufyrirtækin á Islandi eru fréttir af lægra innkaupsverði en áður góðar fréttir en ekki slæmar. Rekstrargjöld ------N verða lægri og það gefur sveigjanleika til verðlækkana. Framlegðin, sem er mismunur á vörusölu og kostnaðarverði seldra vara, jókst hjá öllum þremur félögunum, um 8,9% hjá Olís, 13,6% hjá Skeljungi og 13,42% hjá Esso. Markaður fyrir bensín og olíuvörur jókst um 0,5%. Markaðshlutdeildin skiptist þannig að Esso hefur leiðandi stöðu á markaðnum með 40,9% hlutdeild en Skeljungur er með 30,2% og Olís 28,9%. Þetta er nokkur breyting frá 1997 en þá (Framhald bls. 2) 1 Olíufélögin á Islandi eru öll þrjú meðal fimmtán stærstu fyrirtækja landsins. Afkoma þeirra 2 árið 1998 var góð og hefúr gengi hlutabréfa stigið hratt á síðustu mánuðum takt við hækkun olíuverðs. r 1 Þórólfur Matthíasson hagfræðingur fjallar um áfangaskýrslu auðlinda- nefhdar um fiskveiði- 4 stjórnun. I þessari fyrri grein af tveimur skoðar hann lögfræði- og hagfræðiálit skýrslunnar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.