Vísbending


Vísbending - 16.04.1999, Síða 1

Vísbending - 16.04.1999, Síða 1
ISBENDING 16. apríl 1999 15. tölublað V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 17.árgangur Kosningar í mynd Um þessar mundir eru kosninga- herferðir stjórnmálaflokkanna að fara í „fullan gír“. Brosið komið upp og allir í sínu fínasta pússi. Enda verða menn að tjalda öllu til þegar bitist er um hvert einasta atkvæði. ímynd og auglýsingar eiga stóran þátt öllu þessu umstangi og því nær sem dregur kjördegi því meira verður auglýsingaáreitið. Nú þegar blásið hefur verið í herlúðrana má finna nasaþeflnn af því sem koma skal á næstu vikum. Kosningar snúast í flestum tilvikum um fólk og málefni. Að fólkið sé írambærilegt sem fulltrúar þjóðarinnar. Að málefnin séu viðeigandi og mikilvæg fyrir kjósendur. Að viðhorf og málefnaleg staða sé tiltölulega laus við augljósa vankanta. Hver er sinnar gæfu smiður í þessu sem öðru. Einfalt og ákveðið r Iþessu samhengi er áhugavert að minnast þess að uppgang auglýsingastofúnnar Saachs & Saachs, bæði í breskum auglýsingaheimi og þeim alþjóðlega, má að miklu leyti rekja til vinnu stofunnar fyrir Breska íhaldsflokkinn í upphafi sjöunda áratugarins. Stefna þeirra var skýr frá upphafi: að reyna að pota svolítið i andsstæðinginn sem var Breski verkamannaflokkurinn. Fræg er auglýsing þeirra sem sýnir óendalega röð fyrir utan atvinnuleysisskrifstofu breska ríkisins með yfirskriftinni: „Labour isn’t Working". Hugmynd Saachs-stofunnar var að ekki væri hægt að gera árangursríkar stjórnmála- auglýsingar án þess að hafa tilvísun í andstæðinginn. Reyndar komust þeir Saachs-bræður fljótlega að því að með því að gera ögrandi auglýsingar sem fóru fyrir brjóstið á Verkamanna- flokknum fengu þeir margfalda birtingu þar sem auglýsingamar komust þá bæði í fréttir og í umræðuna. Saachi & Saachi mörkuðu upphafíð á stjórnmálaauglýsingum í Bretlandi. Einfaldleikinn var lykilatriði ásamt skynsemi, rökstuðningi og einfaldri myndrænni ifamsetningu sem sagði allt sem segja þurfti. Ef ekki var hægt að draga saman rökstuðninginn í nokkur orð eða slagorð þá var eitthvað að málflutningnum. Málið er að enginn skilur eða nennir að skilja meirihlutann af því sem sagt er. Einungis brot af því sem stjómmálamenn segjakemsttil skila. Þess vegna er mikilvægara að finna skýran og skorinorðan málflutning og koma honum til skila írekar en að reyna að hafa stefnu og ígrundaða skoðun í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Þótt það sé ósanngjamt þá skiptir framsetningin oft meira máli en innihaldið. Kosningamálin óljós Iljósi hugmynda Saachs-bræðra er óvitlaust að skoða upphaf kosningabaráttunnar. Reyndar virðist hún óvenju litlaus þrátt iýrir að mikið sé um bæði nýtt fólk og flokka. Stjómarflokkunum hefur tekist að draga verulega úr umræðunni um breytt fískveiðistjómunarkerfi með því að lýsa yfír vilja til að breyta kerfínu. Þá er munurinn á rnilli flokka orðinn ansi lítill í þessu máli. Stjórnarflokkamir segja engar breytingar en samt breytingar og stjórnarandstaðan segir breytingar en engar breytingar. Niðurstaðan virðist vera einhver breyting þótt erfitt sé að sjá hver hún nákvæntlega er eða hvenær hún eigi að koma til framkvæmda. r Omarkviss áróður Flokkarnir hafa sett fram ákveðnar línur í baráttu sinni, hvernig þeir ætla að uppheíja sig og stinga í and- stæðinginn. Margar hugmyndirnar em góðar; áhersla Samfýlkingarinnar að þetta sé einvígi, valkostur á milli tveggj a og áhersla á gagnrýni öryrkja og aldraðra á kerfíð, er heillavænleg. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins um að leggja áherslu á hræðslu- áróður um að allt fari á verri veg ef stjómarmynstrinu verði breytt er góð en útfærslan hefúr verið afleit. Benda má á aðferð Saachi- bræðra við svipaðar aðstæður en þcir settu fram auglýsingu sem sagði: „Eyðileggðu ekki átta ára vinnu áþremursekúndum-kjóstu Ihaldsflokkinn." Hugmyndin var að leggja áherslu á að stjórnin væri á réttri leið. Kosningaáróður Framsóknar- flokksins vekur upp spumingar. Fyrst ákveður flokkurinn að viðurkenna mistök í sambandi við bamabætur, sem sýnir pólitískan kjark og minnir óneitanlega á auglýsingaherbragð úr bókinni „The 22 Immutable Laws of Marketing“ eftir þá Rice og Trout, en hættir svo við og hvitþvær sig með því að kenna verkalýðshreyfingunni um allt saman. Þá verður að gera athugasemd við slagorðið „Ný framsókn" sem þarf að útskýra í hvert sinn sem því er slegið fram svo ekki verði spurt um muninn á gömlu og nýju Framsókn. Aðgreining Minni spámönnum hefítr ekki tekist vel að aðgreina sig frá stóru flokkunum. Þeir þurfa «ð ganga miklu ákveðnari til leiks og leggja áherslu á að atkvæði til handa þeim er atkvæði sem tryggir að málið gleymist ekki þegar þingstörf heljast. Til þess verða þeir sjálfir þó að hafa einhverja hugsjón sem gerir þá sýnilega og mikilvæga sem fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi. Heimild: Saatchi & Saatchi. The Inside story e. Alison Fendley LABOUR ISN’T WORKING. UNOVIPLOYIVIENI OFFICE . • BRfTAIM-S BCITtR Otf WITH TME CONSERVATIVES Framsetning ræður úr- ^ Þórólfitr Matthíasson Þorvaldur Gylfason hag- j Þórólfur gagnrýnir Þjóð-^1 I slitumumhvortmálllutn- 1 hagfræðingurfjallarígrein -2 fræðinguríjallar umáræði /[ hagsstofhun lýrir að gefa _[_ ingurnærtil kjósendaog sinni um áfangaskýrslu Eistlendinga í efnahags- útskýrslusemekkierorðin hafur áhrif á val þeirra. auðlindanefndar. málum. birtingarhæf.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.