Vísbending - 16.04.1999, Side 3
V
ISBENDING
Að fara fetið
ÍÞorvaldur Gylfason
prófessor
Engin þj óð í allri Evrópu hefirr ráðizt
í djarfari, skjótari, róttækari og
víðfeðmari efnahagsumbætur á
þessum áratug en Eistar. Þetta kom að
vísu ekki til af góðu: þeir máttu til. Þeir
töldu sig verða að hrökkva eða stökkva.
Þeir stukku - og sjá með sanni ekki eftir
því. Þeir hafa búið við erlenda áþján svo
að segja alla sögu sína í fimm þúsund ár,
ef ffá eru talin 20 ár ff á lokum fýrri heims-
styrjaldarinnar til upphafs hinnar síðari
og síðasti áratugur þessarar aldar. Nú
var að duga eða drepast.
Arangurinn blasir nú við. Eistar eru
í hópi þeirra fimm þj óða, sem næst verða
teknar inn í Evrópu-
sambandið. Það er til-
hlökkunarefni fyrir þá sjálfa
og einnig fyrir þá, sem fyrir
eru í Sambandinu. Með
inngöngu Eistlands fæst
formleg fullnaðarstað-
festing Evrópusambands-
þjóðanna á þeim gríðarlega
árangri, sem Eistar hafa náð.
Auk þess geta Eistar kennt
öðrum Evrópuþjóðum
ýmislegt um efnahags-
umbætur og umbótahraða,
til dæmis í landbúnaðar-
málum, en skipan búnaðar-
mála í Eistlandi er hin frjálslegasta í allri
álfunni: engar niðurgreiðslur, engar
útflutningsuppbætur, næstum engir
styrkir yfir höfuð. Eistneskir bændur
standa stoltir á eigin fótum til jafns við
aðra framleiðendur, og neytendur og
skattgreiðendur njóta góðs af þessu
fyrirkomulagi.
Eistar eru búnir að skjóta grönnum
sínum í suðri, Lettum og Litháum, aftur
fyrir sig. Lettar og Litháar gjalda þess
nú að hafa farið nokkru hægar en Eistar
í efnahagsumbætur heima fyrir, þótt
þeim hafí eigi að síður tekizt ýmislegt
vel - miklu betur en til að mynda Rússum
og sumum öðrum löndurn Sovétríkjanna
sálugu. Hvorki Lettlandné Litháen þótti
tækt inn í Evrópusambandið, þegar til
átti að taka, svo að báðar sitja þessar
þjóðir nú eftir með sárt ennið. Eistar líta
á sig sem Norðurlandaþjóð vegna
frændsemi sinnar og náinna tengsla við
Finna, en þeir eiga þó einnig ýmislegt
sammerkt með Lettum og Litháum og
sýna samstöðu með þeim. Minnsta og
mannfæsta Eystrasaltsríkið, Eistland,
hefur í augum umheimsins tekið
forustuna fyrir hópnum.
Og hvernig er staðan? Hvað eru
Eistar komnir langt?
Þjóðartekjur á mann í Eistlandi voru
aðeins rösklega 1.000 Bandaríkja-
dollarar á mann árið 1993, tveim árum
eftir endurheimt sjálfstæði þjóðarinnar,
en þær voru komnar upp undir 4.000
dollara ámann í fyrra( 1998) ámóti 24.000
dollurum í Finnlandi handan flóans til
samanburðar. Á kaupmáttarkvarða er
munurinn minni, eða rösklega 5.000
dollarar á mann í Eistlandi á móti ríflega
18.000 dollurum í Finnlandi.
Hagvöxturinn í Eistlandi er ör: hann
hefur numið næstum 6% á ári að jafnaði
síðan 1994. Hugsum okkur, að Eistum
takizt að halda þessum hagvexti í 30 ár.
Þá verða þjóðartekjur í Eistlandi komnar
langleiðina upp undir 30.000 dollara á
mann árið 2030. Finnar þurfa þá á 1,7%
hagvexti á mann á ári að halda að jafnaði
til að standa jafnfætis Eisturn árið 2030.
Við því er þó að búast, að hagvöxtur
Eistlands hægi á sér, þegar lifskjör
landsmanna færast nær kjörum Finna
og annarra Evrópumanna. Hitt er þó
næsta víst, að fái Eistar að vera í friði
fýrir Rússum og öðrum, þá biða þeirra
svipuð lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir
búa við, alveg eins og árin milli stríða,
jafnvel enn betri kjör.
Betri? Hvers vegna betri? Jú,
ástæðan er sú, að Eistar hafa lært mikla
lexiu af óförum Sovétríkjanna sálugu.
Ófrelsi og áþján eru eitur í beinum þeirra
umfram flestar aðrar Evrópuþjóðir. Þeir
eru þess vegna fúsari en flestar aðrar
þjóðir til að leyfa óskoruðu frelsi - frelsi
með ábyrgð - að blómstra um víðan völl.
Þeir eru að sama skapi lítt ginnkeyptir
fýrir gylliboðum haftaseggja.
Eitt dæmi verður látið duga um
hugarfarið, sem býr að baki hagstjómar-
innar í Eistlandi. Eistlendingar hafa enga
þörf fyrir Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins. Nei, í Tallinn er sægur af
vínbúðum í einkaeign með frjálsan
opnunartíma. Fólk, semkemurseintheim
úr vinnunni og vantar vín með matnum,
getur farið út í búð að kaupa vín.
Búðimar eru af ýmsu tagi. Ein þeirra
heitir Höfðaborg, af því að hún sérhæfir
sig í sölu suður-afrískra vína. Urvalið er
mikið, og verðið er hagstætt neyt-
endum. Eistar hafa ekki látið það aftra
sér frá því að virða fullt viðskiptafrelsi
á vínmarkaði, að margar eistneskar - og
einnig rússneskar! - Qölskyldur í landinu
hafa átt um sárt að binda vegna
ofdrykkju og skyldra vandamála.
Almannavaldið lítur eigi að síður svo á,
að hófleg verðlagning víns í skjóli
viðskiptaffelsis muni stuðla að meiri og
betri vinmenningu með tímanum.
Hér heima hafa vínsölumál á hinn
bóginn verið i ólestri um langt skeið.
Þessu veldur meðal annars landlæg
tortryggni gagnvart frjálsum viðskipta-
háttum. Ríkið heldur uppi óhagkvæmri
einokun og veldur þvi, að vinbúðir eru
íðan þeir endurheimtu sjálfstœði sitt
hafa Eistar lagt höfuðkapp á að treysta
undirstöður hagvaxtar í landinu fram í
tímann medal annars með því að efla
útflutning, innlenda og erlenda
Jfjárfestingu og menntun mannajlans. Þeir
flytja út miklu meira af landsframleiðslu
sinni en við Islendingar, fjárfesta miklu
meira, laða til sín erlenda fjárfestingu í
stórum stíl og verja hlutfallslega mun
meira fé til menntamála en við. En þeir
eiga samt langt í land, því að þeir hera
þungar byrðar frá jyrri tíð.
V____________________________________J
of fáar miðað við inannfjölda, úrvalið í
búðunum er of fábrotið, örtröðin þar er
of mikil á álagstimum, og vínverð er of
hátt og iðulega í litlu samræmi við
innkaupsverð frá útlöndum. Sjálfsagðar
umbætur, eins og til dæmis að veita
viðskiptavinum kost á að greiða með
krítarkortum eins og í öðrum búðum,
hafa átt undir högg að sækja, þótt þetta
tiltekna atriði sé nú að vísu loksins komið
í höfn. Og nú hefur loksins verið ákveðið
að veita aukið svigrúm í sambandi við
opnunartíma ríkisvínbúðanna í nýrri
reglugerð, en samt sjást engin merki
þess enn, að einkabúðir líti dagsins ljós
eða kaupmenn fái frelsi til að selja vin og
bjór. Viðkvæði stjórnvalda er: Við förum
fetið. Fjármálaráðherra komst einmitt
þannig að orði á landsfundi flokks síns
á dögunum, þegar vínsölumálin bar á
góma.
Eistar gera sér ekki þvílíkt göngulag
að góðu. Þeim liggur á. Þeir skilja, að timi
er dýnnætur. Þeir vita, að þeir, sem fara
fetið, dragast aftur úr öðrum. Eistar
skeiða á gæðingum inn í framtíðina, en
við förurn bara fetið.
Útflutningur Fjárfesting Erlend Útgjöldtil
fjárfesting menntamála
Ath.: Tölurnar um menntamáI eig við 1995.
3