Vísbending


Vísbending - 30.04.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.04.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Sölumenn notaðra hugmynda Flestum er það ljóst að stjómmálamenn em, eins og aðrir, fangar hugmynda. Hugsjónir þeirra em litaðar með þeim kenningum sem fræðimenn hafa málað tilvemna með. Kenningamarkomastþó ekki alltaf óbrenglaðar til skila. Stundum era þetta hugmyndir sem þeir misskilja. Stundum em þetta hugmyndir sem þeir hafa ekki áhuga á að skilja á annan hátt en þann sem gæti orðið þeim til framdráttar. Oftast em þetta þó góðar hugmyndir sem þeir styðja heils hugar, hugmyndir sem styrkja hugsjónir þeirra og réttlætis- kennd. Stundum virðist hins vegar engin hugmyndafræði vera til, engin hugsjón heldur einungis síðasta popplagið í takt við ríkjandi þrýstihópa, pakkatilboð sem nær til sem flestra, gerir sem flesta ánægða, alla vega þá sem hljóða hæst. Hagfræðihugsuðimir Ilok frægustu bókar Johns Maynards Keynes eins áhrifamesta hag- fræðings aldarinnar, „General Theory of Employment, Interest and Money“, segir að hugmyndir séu áhrifameiri en menn gera sér almennt grein íyrir. I raun séu athafnir og afstaða ráðamanna lítið annað en afsprengi hugmyndafræðinga sem vom upp á sitt besta nokkmm ámm áður. Hayek hefur kallað þá „sölumenn notaðra hugmynda". Sjálfúr var Keynes áhrifamesti hagfræðingur eftir síðari styrjöldina. Hugmyndir hans urðu leiðarljós margra vestrænna rikja og grunnur að nýrri hugmyndaútfærslu Harvard-hagfræðinganna. Síðasta áratug þessarar aldar hafa hugmyndir eins og hugmyndir austurríska hag- ffæðingsins Friedrichs Hayeks um frelsi markaðarins hins vegar orðið ofan á. Hayek hélt einmitt tvö erindi í Reykjavík árið 1980 og þar sagði hann m.a. að eina leiðin til þess að breyta hegðun og hugsun í þjóðfélagi væri að reyna að breyta skoðunum menntamanna og áhrifamanna, þeirra sem móta skoðanir fjöldans. Villigötur hugmynda Sagan kennir okkur að hugmyndir sem hreinlega em byggðar á fáfræði og/ eða illkvittni geta náð lýðhylli ef kynnt er undir þeim á réttan hátt. Fasisminn, nasisminn og kommúnisminn em dæmi um hugmyndafræði sem leiddu heilu þjóðimar og jafnvel heimsálfur nær glötun. Einræði nokkurra einstaklinga sem hafa kosið að skilja þessar hugmyndir á einn eða annan hátt hafa þannig gert heimsbyggðinni meiri óleik en náttúruhamfarir á þessari öld. Stefna heimsbyggðarinnar Á síðasta áratug þessarar aldar hefúr Xváherslan á markaðsbúskap verið keppikefli flestra ríkja, jafnvel gamlir þverhausar eins og Kína og Rússland em að reyna að fíkra sig í átt að auknum markaðsbúskap. Vinstri flokkar em stokkaðir upp og hafa eftir breytinguna orðið miðjuflokkar eða jafnvel hægri flokkar og um leið gert vinstri og hægri skilgreiningu flokka úrelta. Andlits- lyfting Breska verkamannaflokksins með Tony Blair í forsæti hefur orðið öðmm til eftirbreytni og þá er „thatcher- isminn“ og einkavæðing allt í einu ekki svo slæm. Vandamál Verkamanna- flokksins var, með orðum Blairs, að heimurinn breyttist á meðan Verka- mannaflokkurinn breyttist ekki. Einfalt mál. Ný hugmyndaífæði varð leiðarljós flokksins og leiddi þá til valda. Markaðshugsj ónin Vandamálið við ffj álsan markað er að það er erfítt að sjá hann sem hugsjón. Sjaldan má sjá fólk marsera niður Laugaveginn húrrandi yfír ffelsi markaðarins. Hins vegar geta hugsjónir og hagsmunapot fengið góða menn til þess að flagga í heila stöng og hrópa sig hása. Hugmyndaffæði sósialismans og alþýðunnar sem miðar að auknu ríkis- valdi og ríkisafskiptuin er einfaldlega miklu meira aðlaðandi. Samkennd og umhyggja fyrir öðrum, félagslegur jöfnuður og uppbygging, friður og réttlæti em von og markmið sem hægt er að berjast fyrir. Veik orð um ósýnilega hönd og skilvirkni mega sín lítils í samanburði við slíkan boðskap. Engu að síður er það markaðurinn en ekki miðstýring sem er undirstaða þeirra framfara og aukinna lífsgæða sem er nesti okkar inn í nýja öld. Einkum tvennt einkennir markaðs- hugsjónina. Fyrri útgangspunkturinn er að viðleitni einstaklinga til að uppfylla einstaklingsþörfína bæti þjóðfélagið þegar á heildina er litið. Seinni útgangs- punkturinn er að kerfi sem byggt er á reglum, eignarrétti, samningum og fmmkvæði sé réttlátt og skapi vernd gegn eftirlitslausu og oft handahófs- kenndu valdi ríkisins. Almannaval r Arið 1986 þegar James Buchanan fékk Nóbelsverðlaunin í hagffæði komst kenning hans (og Gordons Tullock) um almannaval (public choice theory) í hámæli. Kenningin byggir á sömu gmndvallaratriðum og kenningar um markaðskerfið, á þeirri hugmynd að atferli fólks ráðist aðallega af eigin girndum. Þó að fólki sé að einhverju leyti umhugað um aðra þá velur það fyrst og ffemst fyrir sjálft sig, fyrir sína eigin hagsmuni. Það sama á við í stjómmálaumhverfinu, hvort sem það em kjósendur, stjómmálamenn, þrýsti- hópar eða embættismenn, þá er þeirra aðalhvati eigin hagsmunir. Stjómvalds- legar ákvarðanir eru skv. þessari kenningu háðar þrýstingi ffá hagsmuna- hópum, kosningahegðun, eigin hagsmunum og takmarkaðri skynsemi stjómmálamanna (þeir hafa ekki allar upplýsingar og lausnir ffekar en aðrir). í staðinn fyrir réttláta skiptingu auðlinda og afraksturs þjóðarinnar býður slík miðstýring alltaf upp á spillingu og eiginhagsmunabrölt. Blandað hagkerfi Hagffæðin hefúr oft verið gagnrýnd íyrir að gefa ekki nein svör og hefur stundum verið hæðst að henni þar sem hún er bamung ffæðigrein í samanburði við margar aðrar. Sumir hafa beitt þessari röksemdafærslu til þess að kasta hugmyndum hagfræðinnar fyrir róða. Engu að síður hefur öldin kennt okkur að takmarkaðar hugmyndir hag- ffæðinnar hafa fleytt okkur ólíkt lengri leið en fallega innpakkaðar hugsjónir. Flestar þjóðir hins vestræna heims búa við blandað hagkerfi þar sem markaðs- skipulagið er látið gilda og ríkið í auknum mæli viðurkennt sem dómari frekar en leikmaðuráviðskiptavellinum.í flestum tilvikum þýðir það minni ríkisafskipti en ekki meiri, fyrst og ffemst þýðir það þó breytt hlutverk ríkisins. I sumum tilfellum er þó erfitt að hugsa sér markaðsskipulag, sérstaklega í lög- gæslu, heilsugæslu og menntamálum. Engu að síður verður að innleiða markaðshugsun og skilvirkni til þess að þjóðfélagið hafí sem mestan ávinning af skipulaginu. Aðall markaðsskipu- lagsins er aukin skilvirkni. Akkurinn af aukinni skilvirkni er lægra verð, aukin gæði og aukið úrval. Kaupmáttur fólks hækkar, það hefúr fleiri valmöguleika, tími þess og ffelsi eykst - sem eftir allt er ekki svo slæm hugsjón. Heimildir: The Commanding Heights e. Daniel Yergin og Joseph Stanislaw, Post- Capitalist Society e. Peter Drucker, Miðju- moðið, tvö erindi í Reykjavík í april 1980 ásamt umræðum e. Friedrich A. von Hayek. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.