Vísbending


Vísbending - 30.04.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.04.1999, Blaðsíða 4
D ISBENDING (Framhald af síðu 3) endurgjafarinnar. Eftir leiðréttandi endurgjöf er hins vegar gott að taka annað mál til umræðu en fyrst eftir að starfsmaður hefur skilið og viðurkennt endurgjöfina. Með slíkri hegðun stuðlar stjórnandi að því að neikvæðar tilfinningar starfsmannsins vari ekki lengur en nauðsynlegt er. Auk þess gefur hann starfsmanninum þá tilflnningu að hann sé enn þá metinn að verðleikum. Tilathugunar Ekki veita endurgjöfþar semþú notar „en" Notaðu ekki orðið „en" á eftir endurgjöf heldur orðið „og". Orðið „en" neitar öllu því sem sagt var þar á undan. Tengdu í staðinn setningarnar saman með orðinu „og". Ekki „en": „Þú komst of seint í morgun en Gestur hringdi til að segja þér að þú hafir skilað frá þér frábærri vinnu." Fremur „og": „Þú komst of seint í morgun og Gestur hringdi til að segja þér að þú hafir skilað frá þér frábærri vinnu." Veittu styrkjandi og leiðréttandi endurgjöf til skiptis Þegar veitaverðurmikið af endurgjöf er oft betra að veita styrkjandi og leiðréttandi endurgjöf til skiptis í stað þess að veita fyrst leiðréttandi og síðan styrkj andi endurgj öf eða öfugt. Fólk man best endurgjöfina sem er veitt síðast, sama hvers konar hún er. Ef einhver með Iitla trú á sjálfum sér fær fyrst hrós og síðan aðeins leiðréttandi endurgjöf mun hann trúa því að styrkjandi endurgjöfm hafi aðeins verið veitt til að gera leiðréttandi endurgjöfina mildari. Styrkjandi og leiðréttandi endurgjöf er einlægari ef hún er veitt til skiptis. Best er þó að halda þeim aðskildum í nokkrar mínútur að minnsta kosti. Notaðu styrkjandi endurgjöf til að styðja leiðréttandi endurgjöf Styrkjandi endurgjöf er oftast mjög gagnleg til að nota við þjálfun á þeim starfssviðum þar sem leiðréttingar er þörf, sérstaklega ef starfsmaður hefur staðið sig vel fyrst en hefur mistekist síðar við svipaðar aðstæður. Styrkjandi endurgjöf á einnig að nota til að styrkja allt sem er í rétta átt eftir að hafa gefið leiðréttandi endurgjöf. Rannsóknir sýna að einlæg og nákvæm endurgjöf á frammistöðu starfsmanns getur haft mjög mikil jákvæð áhrif. Það hefur m.a. verið sýnt fram á það að stjórnendur sem veita endurgjöf á frammistöðu starfsmanns við að vinna ákveðið verkefni ná meiri árangri en stjórnendur sem reyna að útskýra hvernig eigi að vinna ákveðið verkefni. Gildi endurgjafar er því mikið en eins og kemur fram hér á undan þá er ekki sama hvernig hún er gefin. (Framhald af síðu 1) 6. Að breyta rekstrarformi ríkis- viðskipabanka og fjárfestingar- lánasjóða, svo og fyrirtœkja og stofnana í eigu ríkisins sem eru í samkeppni við einkafyrirtœki Ríkisbankarnir hafa allir verið settir undir hlutafélagaformið og að hluta til boðnir á almennum hlutabréfamarkaði. Landssíminn og íslandspóstur hafa verið gerð að hlutafélögum og Sementsverksmiðjan og Áburðar- verksmiðjan hafa verið seldar. 7. Að byggja á aflahlutdeildarkerfi í sjávarútvegi Kvótakerfið er enn við lýði rétt eins og það var í upphafi kjörtímabilsins. 8. Að efla byggð á landinu með traustum og góðum samgöngum með verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga og taka ákvarðanir um staðsetningu opinberra stofnana til að stuðla að eflingu þjónustukjarna Mikil búbót var í samgöngum á kjörtímabilinu og grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna. Engu að síður hafa fólksflutningar til þéttbýlis haldið áfram. 9. Valfrelsi í lífeyrissparnaði og samkeppni milli lifeyrissjóða Lífeyrismálin voru tekin í gegn. Heildstæð löggjöf um lífeyriskerfi var samin og samþykkt eftir margra áratuga tilraunir. Frelsi og jafnræði í lífeyrismálum var aukið. 10. Að endurskoða kosninga- löggjöfina svo að hún verði einfaldari og tryggi jafnara vægi atkvœða milli kjördœma Kosningalöggjöfin var gerð einfaldari þó svo að margir hefðu viljað sjá lengra gengið í þeim efhum. Þá er bara að bíða og sjá hvort að þessi árangur nægi stjórnarflokkunum til þess að fá nægilegt fylgi í nýja fram(fara)sókn. Vísbendingin Það vakti athygli þann 23. apríl þegar áhættufjárfestirinn George Soros steig á stokk og lýsti því yfir að hinni alþjóðlegu efnahagskreppu, sem átti upphaf sitt í Tælandi á haustmánuðum 1997, væri lokið. Góð sala á brasilískum skuldabréfum undirstrikar það. Nýleg könnun sýnir einnig að flestir forstjórar í Hong Kong eru á sama máli og Soros. Alþjóðagjaldeyrisstofnunin tekur í sama streng. Allt virðist því benda til að orð Soros hafi verið í tíma töluð enda maðurinn betri spákaupmaður en flestir. Aðrir sálmar Nýjufötin'93-'99? Fréttir á baksíðu Moggans; 12. desember 1993. Vinnslustöðin jók tekjur um 49% á milli ára. Allt tap fyrirtækisins samtals 342,5. 29. maí 1994. Átta mánaða uppgjör Vinnslu- stöðvarinnar, Vestmannaeyjum. Hagnaður 308 milljónir. 18. október 1994. Vinnslustöðin hf. í Vestmanna- eyjum: Lækkar skuldir milli ára um 700 milljónir. 28. október 1994. ÍS kaupa um 30% hlut í Vinnslustöðinni hf. 3. nóvember 1994. SJÁVARÚTVEGUR: Stríðshanskanum kastað! 4. nóvember 1994. SJÁVARÚTVEGUR: Dó Sam- bandið aldrei? 4. nóvember 1994. Vinnslustöðin á verðbréfaþing. 30. desember 1994. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar: Allt hlutaféð selt. Desember 1994. Sighvatur Bjarnason forstjóri Maður ársins í viðskiptalífinu hjá Frjálsri verslun og Stöð 2 27. janúar 1995. Vinnslustöð og SH skilja 1. febrúar. 2. apríl 1995. Vinnslustöðin: Fersk karfaflök til Evrópu. 23. maí 1996. Vinnslustöðin: Sparisjóðirnir lána til skipakaupa. Hefur gert kaupleigusamning að fjárhæð um 600 milljónir króna við sparisjóðina. 2. október 1996. Sameining Vinnslu- stöðvarinnar og Meitilsins er í athugun. 24. október 1996. Kvótinn er 13.500 þorskígildistonn. 24. febrúar 1999. Þúsund tonn til Svíþjóðar. VINNSLU- STÖÐIN hf. er nú að framleiða fisk í neytendapakkningar. 16. mars 1999. (Úr verinu). Útkoman í rekstrinum reyndist ekki nógu góð. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastj óri Vinnslustöð var- innar hf., hefur sagt starfi sínu lausu. 20. april 1999. Hlutabréf lækka um 7,7%. VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum sendi í gærmorgun frá sér afkomuviðvörun. 28. april 1999. Vinnslustöðin tapar 605 milljónum á hálfuári: SigurgeirBrynjarKristgeirsson framkvæmdastj óri Vinnslustöð var- innar segir aðspurður að félagið sé ekki í verulegri hættu í dag, þó taka verði í taumana. „Fjárhagsstaðan hefur verið ágæt en hefur versnað við tapreksturinn. í óbreyttum rekstri þá stefnir illa, þannig að það er ekkert annað í stöðunni en að takaákostnaðinum, það er vandamálið." ^_____________________________. I^Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.