Vísbending


Vísbending - 07.05.1999, Page 4

Vísbending - 07.05.1999, Page 4
V ISBENDING (Framhald á næstu síðu) er neyslueignir eða verðbréf, að ógleymdri tilurð milljarðaeigna í úthlutuðum veiðikvóta sem áður var aðeins vonarpeningur. Markaðs- hegðun einstaklinga sem fyrirtækja verður við þessar aðstæður mjög háð forsjálni og hyggindum sem er mjög misdeilt meðal fólks. Eigna- og endurmatsáhrif Hérræðirum fyrirbæri sem erkunnugt orðið með þróaðri markaðsþjóðum. í stað þess að ráðstöfun verðmæta ráðist nánast einvörðungu af samtímatekjum af framleiðslukerfinu, svo sem hag- ffæðin hefur lengst af'halt fyrir satt, fer æ meira fyrir áhrifum eignagróða, endurmats og annars happafengs á ákvörðun útgjalda og ljárskuld- bindinga. Þar sem slíkir áhrifaþættir eru að miklu leyti háðir huglægu mati, fylgir þessu atferli meiri og torráðnari sveifluhneigð en áður, svo sem fram kemur skýrast af efnahagsáhrifum sveiflna á hlutabréfamarkaði. Ef marka má nýlegar fræðikenningar, hafa slíkar hræringar ekki aðeins áhrif á neyslu- eftirspum, sem raunar eru að hlut eignamyndunareðlis, heldur taka fyrirtækin hækkanir sem merki um aukin færi á fjárfestingu, og öfugt í tilviki lækkunar. Fjárhagsstærðir þær sem hér skipta máli hafa verið að taka á sig æ skýrara mót. Hlutabréf á markaði jukust um 60-65 milljarða ár hvert 1995-97 og um 41 upp í alls 231 milljarð 1998, eða nær 40% af landsframleiðslu. Sjálf verðhækkun þeirra, sem sýnir beina auðgun, skipti tugum prósentna á ári 1994-96 en um 12 og 5% síðustu tvö árin (tæp 15 og 10% skv. úrvalsvísitölu). Eftir fleiri ára kyrrð em spurnir af talsverðri hækkun íbúðaverðs og að húsnæðisþátturinn lyfti undir neyslu- vísitölu. Hér erum nógu stórar fjárhæðir að ræða, ásamt öðrum eignaáhrifum og greiðum aðgangi að erlendu sem innlendu lánsfé, til þess að hafa veruleg áhrif á fjárráðstöfun fólks. Þessi áhrif fara saman við nokkurra ára samfelldan hagvöxt og aukningu kaupmáttar launa, sem verður til þess að fólk metur varanlegar tekjuhorfur sínar að sama skapi hærri en áður. Skynsamleg ráðstöfun? Umrædd áhrif em talin gerast með þeim hætti að hækkað mat ævitekna og eigna sannfærir fólk um að því sé óhætt að auka fjármuni til eigin nota til samræmis við endurmat þessara stærða og flýta þeirri aðlögun með lántökum. Skuldlétting við það að lánin brunnu áður upp í verðbólgu eykur á þessi áhrif. Við þetta bætist jafnvel uppfylling stórra drauma um langar og dýrar utanlandsferðir sem litið er á sem minningasjóð. Áhrif þessi eru sérlega sterk, hafi fólk haldið að sér höndum um árabil á undan. Þau eru stakur atburður í ferlinu og ganga yfir, sem kallað er. Þegar hinni æskilegu samsvörun auðs og eigna til afnota er náð á ný, ætti bylgjan að hjaðna og jafnvægi samtíma- strauma að komast aftur á. Þjóðhags- legur spamaður og viðskiptajöfnuður ættu þá að falla í eðlilegar skorður með hliðsjón af mismiklum fjárfestingar- fæmm og aldursskiptingu með tilheyrandi mennta- og öldrunar- kostnaði. Ogerlegt er að svo stöddu að skera úr um hvort tímabundin áhrif á eftirspum og innflutning séu af þessum sökum til muna meiri en hagstofnanir hafa ætlað og hlutur varanlegs misvægis í viðskiptahallanum að sama skapi minni. Undir því hlýtur að vera komið, hvort og til hverra ráða skuli grípa, umfrarn þau sem þegar em í takinu. Æskilegt væri að geta kennt fólki að ráðstafa ekki gróða sem enn er aðeins í huga en ekki hendi, hugsanlega með tilhögun skattmeðferðar, en mun varla reynast auðvelt. Virðist þvi brýnt, þótt torsótt sé, að þróa greiningu vandans frekar eftir þessum leiðum og ef þörf krefur að beita stjómtækjum ijármála og peninga- mála markvisst til mótvægis markaðs- sveiflum fyrir áhrif eignastöðu og endurmats sem vissulega geta ógnað ytra jafnvægi jafnt sem heilbrigði peningakerfa. Alyktunarorð Hugleiðingar þessar leiða til þeirrar niðurstöðu að viðskiptahallinn sé ekki síst velsældarmerki sem jafnframt ber með sér ýmis gamalkunn einkenni góðærisvanda. Slíkur vandi er ekki bráðaðkallandi né þess eðlis að fólk og fyrirtæki neyðist til að snúast við honum, svo sem þá er kreppir að. Þess í stað reynir á að hinum einstöku einingum hagkerfisins: heimilum, fyrirtækjum, samtökum og stofnunum, sé haldið til ábyrgðar á varanlegu, sjálfbæru jafnvægi. Að því skilyrði fúllnægðu ætti samfélagsheildin að ná sams konar jafnvægi. Undangengin þróun ætti að tryggj a að slíkt mark sé ekki langt undan, að því tilskildu, að lífeyris-, örorku- og sjúkratryggingum verði komið á sjálfbæran grundvöll og sterk hefð skapist fyrir jafnvægi í opinberum rekstri. Upplýsandi er að við peningalegan samruna inn í stærri heild mundu þjóðhagsleg jafnaðarhugtök út á við glata miklu af gildi sínu en velfamaður einstakra eininga og samfélagsdeilda samt vera háður sams konar ráðdeild í umgerð jafnvægis- hugtaka. Viðskiptahallinn nú boðar að vísu engan bráðan háska en er gagnleg brýning til að herða á hagstjóm til þjóðhagslegs jafnvægis. Aðrir sálmar - J ( ' \ Arangursstj ómun TV Æörgum þótti það skemmtileg IV-Luppákoma þegar forsætis- ráðherrann sendi biskupi bréf og harmaði að smásaga nokkur sem birtist í Morgunblaðinu væri skrifúð undir starfsheitinu fræðslustjóri kirkjunnar. í framhaldi sagði forsætisráðherra í yfirheyrslu á Stöð 2 að þetta væri eitthvað sem sínir undirmenn myndu ekki fá leyfi til. Má þá ætla að hann blessi það sem starfsmenn hans skrifa undir starfsheitum forsætisráðu- neytisins, rétt eins og Gunnar í Krossinum blessaði blómin og kapitalismann nýlega. Enda stundum álitamál hvor sé í betra sambandi við almættið. Þetta er mjög athyglivert að hafa i huga þegar nýjasta heftið af gæðastjómunarritinu Dropinn er skoðað. Þar má finna grein eftir Orra Hauksson sem er titlaður aðstoðar- maður forsætisráðherra. Þar reifar höfúndur hugmynd sem hann kallar árangursstjómun og segir m.a.: „Árangursstjómun er ekki ný stjómunaraðferð í sjálfu sér heldur byggir hún á gmnni sem lagður hefúr verið hjá ríkinu á undanfömum árum“. Til þess að útskýra þessa nóbels- verðlauna hugmynd sem er hluti af stefnumótunannarkmiðum ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks setur höfúndur fram flennistóra mynd, til marks um mikilvægi hennar, sem lýsir þessu stórmerkilega ferli sem árangurs- stjómun byggir á. Þrír þættir eru tilgreindir: skýrmarkmið, kerfisbundnar mælingar og eftirfylgni. Og hafa menn vart haldið vatni yfir snillinni. Af fyrrgreindum ummælum forsætisráðherrans er það ljóst að þessi hugmyndafræði hlýtur að vera í þökk hans frekar en óþökk, enda er stjómað með skýrum markmiðum, kerfis- bundnum mælingum og eftirfylgni þar á bæ. Þrátt fyrir að forsætisráðuneytið vilji gera þessa hugmyndafræði að sinni þá vita flestir háskólagengnir menn að þetta er hvorki merkileg né nýstárleg útfærsla á stefnumótunarferlinu. H vemig væri þá að fá hressileg viðbrögð frá Háskólanum. Guðmundur Ólafsson lektor þyrfti t.d. lítið annað en að botna fyrri upphróp á nýjan hátt. V .... v Ákitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Wlyndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.