Vísbending


Vísbending - 18.06.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.06.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Hagsmunir ráða Þórarinn V. Þórarinsson i'ramkvæmdastjóri Síðustu ár hefur orðið bylting í framleiðni í íslensku atvinnulífí. Fyrirtæki ná meiri árangri með minni mannafla og kostnaði en nokkru sinni fyrr. Skýringar liggja í bættri tækni, sjálfvirkni, öflugri upplýsingakerfum og bættri stjómun, sammna fyrirtækja og sókn á alþjólega markaði og þó umfram allt, samkeppni. Drifkrafturinn á bak við nýjungar og aukna framleiðni er þörfm á að sigra í samkeppni, vissan um að ávinningur fylgir árangri. r Arangurshvatinn Iþjónustu sem engrar samkeppni nýtur er hins vegar hætt við að árangurinn skipti minna máli en skipulagið. Ef starfsemin getur haldið áfram óháð frammistöðu er hætt við að frammistaðan daprist. Sjúkrahúsin okkar, jafn ágæt og þau eru, eiga við þetta vandamál að stríða.Þau fá fastar tekjur á fjárlögum algerlega óháð því hvernig til tekst í rekstrinum. Það hefur engin áhrif á tekjumar hvort fjarlægðir em 50 botnlangar eða 500, hvort fleiri eða færri eru meðhöndlaðir eða læknaðir. Tekjumar em fastar og hækka ekki þótt meiru sé áorkað. Meiri afköst hafa hins vegar áhrif, - þau auka kostnað sjúkrahússins og valda stjórnendum því fyrst og fremst erfiðleikum í starfi. Oftast er eina leiðin til að forðast taprekstur er að draga úr starfsemi, senda sjúklinga heim, loka deildum, lækna færri. Það er þannig ákveðinn hvati í kerfinu, hvati til að gera minna en ekki meira. Þegar ekkert samhengi er milli tekna og framleiðslumagns er ekki von á góðu og enn lakara verður ástandið þegar það er nánast bannorð að tala um kostnað af einstökum verkefnum. A sjúkrahúsunum hefur það heldur engan tilgang, því til hvers er að íþyngja sjúklingum með upplýsingum um kostnað af aðgerð og sjúkrahúsvist, þegar þessar upplýsingar hafa enga fjárhagslega þýðingu, hvorki fyrir sjúklinginn né sjúkrahúsið. Það getur engan krafið um greiðslu, ekki tryggingarfélag, né heldur þann sem þjónustunnar naut. Það er ekki aðeins að hann þurfi ekki að borga. Hann má ekki borga. Það er nefnilega viðtekinn hluti af félagslegu öryggisneti og réttlæti í þj óðfélaginu að menn megi ekki kaupa sér heilsu. Þótt skurðstofur standi auðar og skurðlæknar verklausir þá er mönnum óheimilt að kaupa sér mjaðmalið fyrir fé. Sjúkrahúsunum er líka óheimilt að selja þessa þjónustu, það mega þau aðeins gera fyrir fé af fjárlögum. Þetta heitir að auðmenn eigi ekki að geta keypt sig út af biðlistum. Það breytir engu þótt bent sé á að þannig fáist meira fé til rekstrarins og fyrr komi að þeim sem ekki hafa getu eða vilj a ti 1 að greiða sérstaklega lyrir aðgerð. Með þessum hætti er heilsan sett á sama bekk og heróín. Með hvorugt má versla. Og þessi sem skjögrar áffam sárkvalinn með ónýtan mjaðmalið, hann getur bara eytt peningunum sínum í eitthvað annað, keypt sér nýjan Pajero ef hann getur og vill, en hann skal ekki halda að hann geti notað peningana sína til að njóta sumarsins sársaukalaust. Biðlistinn stendur og þar skal hann skjögra áfram í réttri röð. Þessi umgjörð sem sjúkrahúsum er búin hvetur ekki til framfara. í stað skýrra markmiða um að fullnægja eftirspum og hámarka afköst, tekjur og framleiðni, þróast margháttað skrifræði og valdakjarnar. Þetta eru aðstæður sem ala af sér fáránleika á borð við það að fylla spítalaganga af sjúklingum en halda sjúkrastofunum lokuðum. Þetta hefur verið tíðkað árum saman og yfirleitt byggst á reglum sem starfs- stéttimar setja um það hvaða lágmarksmönnun skuli vera miðað við notuð rúm á sjúkrastofum. Vanti upp á hefur sjúkrastofunum verið lokað en búið um sjúklinga á göngum. Því næst hafa fjölmiðlar verið kvaddir til svo vitna mætti um neyðarástand á spítölum. Þetta er opinbert leyndarmál sem erfitt er við að gera því heilbrigðisþjónustan hafnar viðurkenndum grundvallar- lögmálum í rekstri. Dýr starfsemi Þótl starfsfólk sjúkrastofnana vilji örugglega fyrst og fremst líkna sjúkum, þá vantar sárlega alla beinan fjárhagslegan hvata til þess að ná meiri árangri. Þegar einn hópurinn fer í verkfall (eða segir upp) þá eru það ekki endilega hagsmunir alíra hinna að gera sem best úr aðstæðum og halda upp sem mestri starfsemi. Og í dagsins önn er ekki margt sem knýr á um tillögur að nýju verklagi, einkum ef það myndi nú kaíla á breytingar sem ganga þvert á valdsvið deilda eða starfshópa. Heilbrigðisþjónustan kostar mikið fé og í opinberri umræðu eru flestir sammála um að þessa íjármuni verði að nýta betur. Þá hafa einkum tvær leiðir komið til álita. Önnur er sú að ná enn þá betra heildarskipulagi á stóru spítölunum með því helst að fella þá saman í eina stofnun. Þar væri þá hægt með miðstýrðum hætti að komast hjá tvíverknaði og þannig spara ógrynni fjár. I þessum farvegi er nú unnið að framforum íheilbrigðisþjónustunni. Að skipuleggja þetta allt saman, bara enn þá betur. Hin leiðin er auðvitað til en þykir fjarlæg, það að láta venjuleg viðskiptaleg lögmál gilda um reksturinn. Það er einn megingalli á hugmyndinni um einn sameinaðan stóran ríkisspítala. Hann er sá að hugmyndin byggir á þvi að samkeppni fylgi sóun og að einokun gefi betri árangur. Margir fonnælendur þessa telja samt að markaðhagkerfið sé aldeilis ágætt, vilja geta valið um bíla og bílaverkstæði og telja samkeppni afar mikilvæga, baraekki áspítölum. Þarséu svo dýr tæki að ómögulegt væri að fara að kaupa þau á alla spítala, og svo gæti þetta komið niður á þjónustunni. Sömu lögmál? En hvað er þá svona sérstakt við sjúkrahús? í rauninni ekki neitt, nema hvað reksturinn er dýr, fjölþættur, mikilvægur og viðkvæmur. Hann er næmur fyrir frammistöðu starfsfólks og stjórnenda og það er ekkert sem bendir til annars en að svipuð lögmál um samhengi árangurs og umbunar virki í þessari afar mikilvægu þjónustu eins og annars staðar í hagkerfinu. Ég er t.d. sannfærður um að ef bílaverkstæðið og starfmenn þess fengju sömu tekur óháð þvi hvað þeir gerðu við marga bíla, þá yrðir viðgerðarferlið fljótt flóknara og færri fengju þjónustu. Þess vegna er ég þess þess fullviss að ekkert eitt myndi bæta heilbrigðisþjónustuna jafn hratt og það að svipta sjúkrahús föstum fjárveitingum af fjárlögum. Hvílik viðhorfsbreyting það yrði ef Land- spítalinn fengi ekki milljarðinn sinn um hver mánaðamót. Hann yrði að greiða kostnað við alla þjónustu, verðleggja og senda reikninga og tekjurnar réðust af afköstum og gæðum þjónustu. Þessi breyting hefur ekkert með það að gera hver borgar kostnaðinn. Við ættum að halda úti öflugum almannatryggingum, svo sjúklingurinn þyrfti ekki að borga beint frekar en nú. En tryggingarnar borguðu þá bara fyrir unnin verk. Meira að segja gæti Tryggingastofnun innleitt samkeppni milli sjúkrahúsa og leitað eftir því hvar bestu kjörin byðust á legudögum eða algengum aðgerðum. Vera má að líjil sjúkrahús eins og þau á Akranesi og á (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.