Vísbending


Vísbending - 18.06.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.06.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) Akureyri yrðu þar hlutskörpust í keppni við stóru spítalana um einhverjar aðgerðir. Þetta gæti orðið þeirra gróskutíð sem afitur myndi knýja á um hagræðingu á stóru sjúkrahúsunum. Betraheilbrigðiskerfi r Aöllum þessum stofnunum er starfsliðið langþreytt á spamaðar- aðgerðum í óbreyttu kerfi. En þegar þær aðstæður skapast að bætt frammistaða gagnast eigin vinnustað með beinum og áþreifanlegum hætti, þá er ótrúlegt hvað menn verða fúndvísir á nýjar aðferðir til að gera hluti ódýrar og betur. Menn spyrja sig þá hvort nauðsynlegt sé að gera hluti þótt þeir hafi alltaf verið gerðir, hvort unnt sé að nýta vinnutíma betur með fúllkomnari búnaði eða öðm skipulagi, jainvel þvert á deildamúrana. Hvort ekki sé unnt að fúllnægja þörfum viðskiptamannsins með ódýrari og einfaldari hætti. Það er nefnilega ekkert sem örvar jafn mikið og óttinn við það að viðskiptamenn, og þar með tekjumar, fari annað og ekkert sem togar jafnt og vissan um að bættur árangur komi mönnum til góða. Það eru sameiginlegir hagsmunir skattgreiðenda og sjúklinga að innleiða markaðslögmálið í heilbrigðiskerfið og þá þarf líka að breyta umhverfi starfsmanna og stjómenda þannig að allir þessir aðilar hafi sömu hagsmuni og njóti ávinningsins hver á sínu sviði. Þannig fáum við enn betra heilbrigðiskerfi. Aðrir sálmar (Framhald af siðii 2) Nýjaráherslur Sú vaxtarstefna sem LEGO hefur markað hefúr valdið því að fyrirtækið hefúr endurskilgreint sig sem merkja- vörufyrirtæki í stað þess að vera eingöngu leikfangaframleiðandi. Munurinn er sá að nú hefúr LEGO lagt áherslu á að selja öðmm rétt til þess að nota vörumerkið á vörar sínar sem tengjast markhópi LEGO. Vörumerkið hefur þegar verið sett á bamaföt, úr, töskur o.fl. Þetta gefúr LEGO möguleika á að breiða LEGO-nafnið út mun víðar en ella, og um leið gefúr það fyrirtækinu auðfengnar tekjur. Aherslan á hina hefðbundnu LEGO- kubba hefur minnkað og mun minnka enn frekar þar sem fyrirtækið hyggur á að leggja aukna áherslu á tæknivörar, skemmtigarða og sérleyfíssölu á vörumerkinu í framtíðinni. r I gott form Slæmt gengi síðustu ára (sjá mynd 1) kallar á breytingar. Reyndar hefur allur þessi áratugur farið í breytingar sem miða að því að gera fyrirtækið skilvirkara þannig að það sýni bæði frumleika og ffumkvæði á markaðnum. Nýjasta tilraunin hefur verið kölluð „LEGO-F itness" og felur i sér spamaðar- aðgerðir, þar á meðal uppsagnir. Þessi megranarkúr á þó ekki að vera niður- skurður upp á gamla mátann heldur gera fyrirtækinu betur kleift að bregðast við ytri aðstæðum. Margt er að breytast í ytri aðstæðum, samkeppnisaðilamir vaxa mun hraðar en LEGO. Annars vegar vegna samruna og uppkaupa og hins vegar vegna þess að flest þeirra sérhæfa sig í tölvuleikjum eða tölvutengdum leikjum, þeim geira markaðarins sem hefur vaxið hvað hraðast og mun að öllum líkindum halda því áfram. Framtíðin Um leið og LEGO hefur endur skilgreint sig sem fyrirtæki sem snýst um vöramerki hefúr LEGO gert áherslubreytingu sem gæti orðið fyrirtækinu bæði til happs sem óhapps. Skemmtigarðar geta verið fallvaltir, eins og Disney-garðurinn i Frakklandi hefúr kennt mönnum. Vaxtarstefnan getur verið þess eðlis að hún keyri fyrirtækið i kaf, frekar en í upp á stjömuhimininn, vegna þess að of hraður vöxtur, sem á einungis að gerast í eigin krafti, getur reynst fyrirtækinu um megn. Sú vaxtar- stefna sem LEGO hyggur á í gegnum net af samstarfi við önnur fyrirtæki og sérleyfissölu krefst miklu meiri yfirsýn en menn gera sér almennt grein fyrir. Dýrir samningar við Lucasfilm og Disney gætu ekki reynst sú lyftistöng fyrir LEGO sem vonast er eftir. Þetta gæti þó allt saman heppnast og auk þess stutt hvert við annað, skemmtigarðar við leikfong og merkja- vörur, og leikföng og merkjavörar við skemmtigarðana. Engu að síður getur sama slagorðið og lagði grunninn að velgengni fyrirtækisins orðið því að falli: „aðeins það besta er nægilega gott“. Eitt af því sem hefúr skapað LEGO miklar vinsældir í Danmörku er starfsmannastefna fyrirtækisins. Starfs- mannastefna LEGO er með japönsku yfirbragði. Starfsmenn eru sem hluti af fjölskyldu. T.d. hafa uppsagnir ársins verið framkvæmdarmeð því að gefafólki tækifæri að komast íyrr á eftirlaun, að finna því nýtt starf eða jafnvel að hjálpa því að stofna sitt eigið fyrirtæki. LEGO er yfirleitt efst á lista yfir þau fyrirtæki sem efhilegir Danir gætu hugsað sér að ^vinna fyrir. Ferskirvindar r Ihvert skipti sem maður heldur að Samkeppnisstofnun hafi skrifað sinn vitlausasta úrskurð bætir hún um betur og nær nýjum botni. Það sætir fúrðu að þrátt fyrir að stofnunin hafi ítrekað tapað dómsmálum vegna úrskurða sinna virðist hún ekkert læra. Viðskipta- ráðherra ætti fyrir löngu að vera búinn að taka i taumana, sem og Alþingi sem verður að endurskoða samkeppnis- lögin í ljósi reynslunnar. Fyrirtæki sem berjast fýrir lífi sínu á innlendum markaði hika við að sameinast af ótta við að samkeppnisyfirvöld ógildi samrunann. Jafnvel þótt íslenski markaðurinn hafi verið galopinn fyrir flestum vörum í áratugi og greiðar samgöngur valdi því að hægt er að afgreiða flestar vörar erlendis frá með stuttum fyrirvara þá láta samkeppnisyfirvöld enn eins og hér sé einangraður markaður. Löngu er orðið tímabært að stofnunin átti sig á því að hér á landi gilda sömu efnahagslögmál og.erlendis, þar á meðal lögmálið um stærðarhagkvæmni. Nýuppkveðinn úrskurður um Landsíma Islands og meintan ríkisstyrk til hans sýnir svo vart verður um villst að stofnunin er gersamlega ófær um að fjallaum samkeppnismál. Er það styrkur að vanmeta eignir við stofnun fyrirtækis? Segjum til dæmis að Samherj i stofnaði dótturfélag og legði því til skip á bókfærðu verði. Svo kæmi það í Ijós siðar að markaðsvirði þessa skips væri mun hærra en það var fært í bókum Samherja og síðar dótturfélagsins. Var falinn í þessu styrkur? Samherji á enn bæði félögin. Hver naut þessa styrks? Þegar Landsími Islands var stofnaður var ákveðið að hann skyldi meðal annars bera meirihluta lífeyrisskuldbindingar vegna eldra fýrirtækis, Pósts og síma. Var þetta ekki fremur íþyngjandi ákvörðun en ívilnandi, því þessar lífeyrisskuldbindingar voru til komnar fyrir tíma hins nýj a iy rirtækis? Urskurður Samkeppnisstofhunar er til þess fallinn að rýra verðmæti eigna ríkisins. Þegar Fjárfestingabanki atvinnulífsins var stofnaður upp úr nokkram sjóðum var ákveðið að fá ferska menn til verks. Samkeppnisstofnun yrði kannski bjargað með sama ráði. ^Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.