Vísbending


Vísbending - 18.06.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.06.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 18.júníl999 24. tölublað 17.árgangur Verðbréfamarkaður Það sem af er árinu hafa fimm ný fyrirtæki komið inn á aðallista Verðbréfaþings íslands: Hrað- frystistöð Þórshafnar, Baugur, Loðnu- vinnslan, Vaki fiskeldiskerfi og Delta. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,3% frá áramótum. Hún stóð þó mun hærra um miðjan aprílmánuð en hún gerir um þessar mundir en þá hafði hún hækkað um 10,9% frá áramótum (sjá mynd 1). ísland í fyrra Asíðasta ári fjölgaði fyrirtækjum á Verðbréfaþingi íslands (VÞÍ) um 36,6%, úr 41 fyrirtæki í 56 fyrirtæki (að hlutabréfasjóðum frátöldum). Mestu munaði um sölu á hlutabréfum í rikisbönkunum að nafnvirði 4.932 milljónum króna. Markaðsvirði skráðra félaga á aðallista og vaxtarlista VÞI jókst þ.a.l.um53,3%ámilliáraogvarum230 milljarðar króna í árslok 1998. Um leið jókst hlutfall markaðsvirðis fyrirtækja í vergri landsframleiðslu (VLF) úr 28,5% í 39,1%. Þetta hlutfall er þó víðast hvar hærra en hér á landi. V/H-hlutfallið hækkaði úr 20 í 27 sem þýðir að verð fyrirtækja samsvarar 27- földum hagnaði þeirra. Sama hlutfall hækkaðiúr25í32,bæðiíBandaríkjunum og Bretlandi, á sama tíma. Veltan á íslenska markaðnum dróst saman um 4% í samanburði við 1997. Það má rekja til varfærni fjárfesta á fyrrihluta ársins og fjárfestingum stofnfjárfesta erlendis. Hækkunvísitölu Tafla 1. Arangursríkustu markaðir ársins 1998 (m.v. gjaldmiðil lands). 1. Aþena 85,0% 2. Helsinki 68,5% 3. Kórea 49,5% 4. Brussel 43,5% 5, (talfa 41,0% 6. Nasdaq 39,6% 7. Spánn 37,2% 8. París 28,5% 9. Lissabon 26,2% 10. Irland 23,2% Urvalsvísitalan hækkaði ^- um tæplega 10% yfir § árið 1998, sem er minni ^ hækkun en á undanförnum árum. Á lista yfír þá markaði sem hækkuðu mest (í gjaldmiðli landsins) er markaðurinn í Aþenu í Grikklandi í efsta sæti með 85% hækkun og Helsinki í Finnlandi í því öðru með 68,5% hækkun. Lakasta árangurinn sýndi Vancouv- er-markaðurinn í Kanada, sem sýndi 35,9% lækk- un, þá voru f r æ n d u r okkar Norð- menníþriðja neðsta sæti með mark- aðslækkun um 26,7%. Vegiðmeðal- tal vísitölu allramarkaða gaf 15,7% hækkun á heimsmarkaðinum árið 1998 (reiknað í Bandaríkjadollurum), sem þýðir að íslenski markaðurinn var þó nokkuð undir meðaltalinu á siðasta ári. Árangur evrópskra markaða er athyglisverður, átta af þeim tíu mörk- uðum sem skiluðu bestri ávöxtun voru í Evrópu og vegið meðaltal markaðarins í heild var 26,2% á meðan sá bandaríski hækkaði um 15,2% (hvort tveggja í Bandaríkjadollurum). Arangur Evrópu- markaðarinsmárekjatillítillarverðbólgu og lágs vaxtastigs sem stafar m.a. af undirbúningi Evrópuþjóða fyrir Evruna. Einnig olli kreppan í Asíu því að mikið fjármagn streymdi inn á markaðinn og margt var að gerast, bæði í einka- væðingu og sameiningu fyrirtækja. Horfur Evrópumarkaðurinn er einna áhuga verðastur í nánustu framtið að mati sérfræðinga. Mikil hagræðing á enn eftir Tafla 2. Tlu stærslu verðbréfa- markaðirnir 1998 (ma. Bandar.d.). 1. New York Stock Exchange 10.271.899 2. Nasdaq Stock Market 2.527.970 3. Tokyo Stock Exchange 2.439.548 4. London Stock Exchange 2.372.738 5. Deutsche Bourse 1.093.961 6. SBF - Paris Bourse 991.483 7. Swiss Exchange 689.199 8. Amsterdam Exchange 603.182 9. Italian Exchange 569.731 10. Toranto Stock Exchange 543.394 Mynd 1. Úrvalsvisitalan á Islandi frá ársbyrjun 1999. að eiga sér stað, einkavæðing er enn í fullu fjöri víðast hvar í Evrópu og bylgja af sameiningum og uppkaupum fyrirtækja flæðir yfir markaðinn. I samanburði við Bandaríkin má leiða líkur að því að Evrópumarkaðurinn sé vanmetinn um allt að 15% til 20%. í sjálfu sér skipta lönd ekki miklu máli þegar velja á fjárfestingu heldur ræðst góð fjárfesting af getu og hæfni fyrirtækis. Þýskaland, Frakkland, Bretland, Danmörk, Finnland og Svíþjóð þykja þó öll hafa að geyma áhugaverð fyrirtæki fyrir fjárfesta. í Mið-Evrópu erþað helst Ungverjaland og Pólland sem luma á góðum fjárfestingum. Hér á landi eru sérfræðingar ekki eins bjartsýnir eins og oft áður. Ástæðan er sú að markaðurinn er búinn að verðleggja mörg íslensk fyrirtæki mjög hátt og hækkandi vextir munu að öllum líkindum draga úr fjárfestingum. Svipuð staða er þó hér á landi og annars staðar í Evrópu, þannig að svigrúm til hagræðingar ermikið. Jafhframt verður að horfa til vaxtar- möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grund, enda ljóst að ef einhver þeirra fyrirtækja sem eru á markaðinum eigi að geta staðið undir væntingum, þá er eina leiðin að þau stækki markaðssvæði sitt. Það er hins vegar erfiðari róður en flestir gera sér grein fyrir. Heimildir: VÞl, Þjóðhags- stofnun, ársreikningur FIBV. 1 Hlutabréfamarkðurinn á íslandi stóð sig ekki eins vel og margir evrópski markaðiráriðl998. \2 Danska fyrirtækið LEGO sýndi tap árið 1998 sem veldur mörgum Dananum miklum áhyggjum. 3 Þórarinn V. Þórarinsson fjallar um mikilvægi þess að reyna innleiða nýjan hugsunarhátt í heilbrigðis- 4 þjónustuna á íslandi. Hann telur að byggja eigi hana upp út frá markaðs- sjónarmiðum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.