Vísbending


Vísbending - 25.06.1999, Side 4

Vísbending - 25.06.1999, Side 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) væntingar um framtíð fyrirtækja komu í ljós þegar starfsemi Wall Street var rannsökuð í kjölfar hrunsins. Hinn ítalskættaði Ferdinand Pecora, sem stjórnaði rannsókninni, ályktaði að kauphöllin væri orðin oflofað spilavíti með líkur sem væru áköfum þátttakendum í óhag. Nýir tímar Fyrir mörgum er kreppan og markaðshrunið 1929 lítið annað en dæmi um hversu miklir klaufar og hversu menn voru vitlausir í eina tíð. Fæstir hafa þó nokkra hugmynd um þennan tíma. Almenna viðhorfið er að veruleiki síðasta áratugar aldarinnar sé allt annar og engin ástæða til að dvelja við fortíðina. ísland í dag sé ekkert líkt Bandaríkjunum á þriðja áratugnum. Nýr efnahagsveruleiki einkennist af alþjóðaviðskiptum, betri stjórnun og stefnumótun, framleiðni þekkingarinnar og netviðskiptum. Jafnvel forseti Bandaríkjanna hefur gefíð í skyn að hagsveiflur fortíðarinnar heyri sögunni til. Nýr efnahagsveruleiki mun einkennast af áframhaldandi hagvexti, endalausri hamingju. Þó að sumir hafi orðið ríkari og ríkari á meðan aðrir hafa staðið í stað þá gerir mikið framboð á fjármagni, veltikort, ijármagnsleiga og skulddreifmg það að verkum að hver sem er getur keypt hvað sem er. Viðskiptagúrúar samtímans eins og Skúli Mogensen í OZ segja að „hagnaður af daglegum rekstri [sé] skammtímasjónarmið" og almennt er talið á markaðinum að það sé skammsýni að verðleggja fyrirtækin út frá eignum og veltu, eini rétti mælikvarðinn sé tekjumöguleikar fyrirtækisins í fram- tíðinni. Betri nýting þekkingar mun auka skilvirknina og samruni og kaup fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum tryggja hagkvæmni með stærðinni. Möguleikar til þess að hagnast á verðbréfamarkað- inum eru nær óbrigðulir og allir vilja spila, eldhúsfjárfestirinn á netinu og stórkallar viðskiptalífsins. Allir eru sérfræðingar, atvinnulausir lögfræð- ingar, þjónar og húsmæður eru gúrúar sem skilja markaðinn betur en aðrir vegna þess að þeir stunda ýtarlegar rannsóknir á fyrirtækjum, þekkja stjóm- enduma eða vita bara hvemig hjarta markaðarins slær. Allt þetta er nýtt, eða hvað? Heimldir: Devil take the hindmost e. Edward Chancellor. (Framhald af síðu 3) Byggðastefna Framleiðsluaukning hlýtur þó að vera háð því að annaðhvort finnist markaðir erlendis eða að búin stækki með því að bændum fækki ef framleiðsla á að miðast við innanlandsmarkað . Og þar stendur hnífúrinn í kúnni. Þegar út á heimsmarkað er komið eiga menn í höggi við stórvirka fjárbændur hinum megin á hnettinum eða evrópska bændur sem eru betur studdir af stjórnvöldum en bændur hér á landi. Það er því erfitt að sjá fyrir sér að almennur útflutningur geti skilað viðunandi verðmæti í bráð. Helsta vonin er að hægt sé að ftnna sérstakan hóp kaupenda sem vill greiða hærra verð af einhverjum ástæðum. Reyndar er fremur stutt síðan að leit að slíkum kaupendum hófst því að útflutn- ingur á lambakjöti hefur lengi verið með útsölu- eða átaksstíl þar sem minna hefur verið hirt um langtímamarkaðs- uppbyggingu. A hinn bóginn eru það örlög sauðijárræktar að vera helsta atvinnu- greinin á sk. jaðarsvæðum, sem hafa verið að eyðast af fólki og vandfundnar eru þær atvinnugreinar sem geta tekið við á þessum svæðum. Það hefur lengi ríkt pólitísk sátt um að halda landinu í byggð og styðja dreifbýl héruð. Hluti af þeirri stefnumörkun hefur verið að styðja lítil býli. Hins vegar er alltaf umhugsunarefni hvaða árangri slík stefna skilar þegar til lengri tíma er litið því að það er óraunhæft að ætlast til að fólk haldist við í dreifbýli við verri kjör en þykja sjálfsögð í þéttbýli. Til framtíðar Þegar rætt er um íslenska sauðíjárrækt verður að nefna hlutina sína réttu nöfnum og gera sér grein fyrir hvaða toll byggðastefnan tekur af hagkvæmni í greininni. A síðustu árum hafa styrkirnir færst meira í þá átt að vera ótengdir framleiðslunni, þannig að bændur fá fastar greiðslur en er svo í sjálfsvald sett hvað þeir framleiða á jörð sinni. Þetta eflir mjög markmið byggða- stefnu og gefur mönnum frjálsari hendur til athafna en um leið hægir þetta á þeirri þróun að býlin stækki með því að eitt bú kaupi framleiðslurétt af öðru. Þetta skiptir þó ekki svo miklu máli. A meðan svo mikil ónýtt framleiðslugeta er fyrir hendi kemur það á sama stað niður ef ríkið kaupir út einstaka bændur og útdeilir svo heimildum jafnt því að jaðarkostnaður er alls staðar mjög lágur. Þegar til framtíðar er litið verða menn að kannast við það að sauðijárræktin getur ekki verið grundvöllur byggðastefnu. Byggð í dreifbýli er aðeins hægt að tryggja með atvinnugreinum sem skila góðum afrakstri. Sauðfjárræktin getur vel náð því stigi en þá að visu með færri framleiðendum og í frjálsara rekstrar- umhverfi en nú tíðkast hér á landi. Heimildir: OECD. ...og þá verður gaman Þessi síðasti áratugur aldarinnar hefúr að mörgu leyti verið litaður af Bónus- Jóhannesi i íslensku athafnalífi. Hann hefúr þótt afbragð annara manna, dáður af karlmönnum sem hinn eini sanni frumkvöðull og dáður af (sumumj konum sem „bangsi“ athafnalífsins. í upphafi áratugarins sagði hugsjóna- maðurinn: „1 dag er Hagkaup stór- hættulegt bákn. I rauninni er engu fyrirtæki hollt að hafa meira en um 10% markaðshlutdeild." Þá sagði hann varðandi markaðshlutdeild á höfuð- borgarsvæðinu: „Eg sé fyrir mér að nema staðar í 8-10%.“ Athafnamaðurinn komst þó að því seinna að hógværð heyrir sögunni til. Þegar vorar í íslensku efnahagslífi þá eiga ntenn að springa út, leyfa kálfinum í sjálfum sér að fá útrás í efnahaganum. Eftir hagsæld áratugarins er staða athafnamannsins allt önnur. Um leið og minna ber á honum sem Bónus- manninum og sonur hans fær aukna ábyrgð hefur veldið vaxið. Nú virðist svo komið að vart megi eyða einni aumri krónu án þess að borga sinn toll til þeirra feðga. Matvöruverslanir, apótek, skyndibitastaðir, skemmtistaðiro.fl., alls staðar eiga þeir hlut. Og er það vel, sérstaklega ef að hugsjónamaðurinn Jóhannes lifir enn góðu lífi. Það þýðir lægra vöruverð og markvissari þjónusta um leið og boðum og bönnum fortíðarinnar er ögrað. Þannig hafa þeir feðgar lengi barist fyrir því að hægt verði að kaup bjór og vín í verslunum og að hægt verði að flytja inn vörur erlendis frá sem verndarstefna stjómvalda hamlar. Oft hefur Jóhannes tekið hraustlega á óréttlætinu, barist fyrir hönd lítil- magnans hetjulega. Það vora því mikil gleðitíðindi fyrir marga þegar fréttist að eignarhaldsfélag þeirra feðga, ísfossar ehf., ætti stóran hlut í Óðali við Austurvöll. Það er reyndar öðruvísi kjötmarkaður en Jóhannes er vanur að stýra en engu að síður vona margir góðir menn að þeir feðgar muni auka umsvif sín á þeim fáklædda markaði á komandi misserum. Þá verður hægt að tala um alvöra kjarabót og þá verður sko gaman að vera til. f'Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritiö má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.