Vísbending


Vísbending - 25.06.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.06.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 25.júníl999 25. tölublað 17. árgangur 1929 og 1999 Eitt af því serri er svo skemmtilegt við tilveruna er að um leið og hún breytist þá endurtekur hún sjálfa sig reglulega. Jafnvel óreiða náttúrunnar er talin vera byggð á endurtekningum um leið og hendingum. Verðbréfahruniðl929 Það eru ekki margir sem muna þann tíma þegar bandaríski verðbréfa- markaðurinn hrundi árið 1929 eftir ótrúlegt vaxtarskeið allan áratuginn. Margir efnamenn urðu öreigar á örskotsstundu og var ástandið svo slæmt um tíma að starfsmenn á hóteli í grennd við Wall Street spurðu gestina við komu hvort þeir væru komnir til þess að sofa eða stökkva út um glugga. I kjölfarið á hruninu varð mesta kreppa sem orðið hefur í bandarísku þjóðfélagi. Verðbréfahrunið er þó ekki ástæða kreppunnar að mati sérfræðinga en hafði veruleg áhrif á þá atburðarás sem leiddi til hennar. Endalaus hamingja Virtur bandarískur hagfræðingur að nafni Irving Fisher sagði árið 1929 að verð á hlutabréfum hefði náð því stigi að það myndi ekki lækka heldur haldast hátt. Einungis fáeinum vikum síðar féll Dow Jones vísitalan um rúmlega þriðjung. Fisher hafði gjörsamlega á röngu að standa eins og reyndar margir aðrir samtíðarmenn hans enda trúðu þeir að í Ameríku væru menn að upplifa ný efnahagslögmál og nýtt tímabil óendanlegs hagvaxtarskeiðs, nýjan efnahagsveruleika. Nýr ethahagsveruleiki Þessi nýi veruleiki efnahagslífsins fólst í því að með tilkomu seðlabanka Bandaríkjanna árið 1913 var búið að eyða hagsveiflum í bandaríska hagkerfinu. Sveiflur fyrri tíma hafði mátt rekja til þess að það vantaði seðlabanka til þess að veita bankageiranum fjármagn á tímum óstöðugleika. Geta seðlabankans til að stjórna vaxtastigi og að veita fé til bankanna með kaupum og sölu á ríkisskuldabréfum átti að tryggja stöðugleika á markaðnum. Fleira skapaði nýjan efnahags- veruleika, þar á meðal aukið frelsi í viðskiptum, minnkandi verðbólga og vísindalegar stjórnunaraðferðir „taylor- ismans" (og „fordismans"). Verka- skipting og færibandavinna voru ávísun á aukna skilvirkni. Fyrirtæki sameinuðust einnig og það jók hagkvæmni þeirra í krafti stærðar- hagkvæmninnar. Eðlilegt var að álykta að öll þessi framleiðni- og hagkvæmniaukning, stöðugt og bætt viðskiptaumhverfi og almenn bjartsýni ætti að endurspeglast í verðmæti fyrirtækja, þ.e. gengi hlutabréfa. Eytt um efni fram Þótt nýi efnahagsveruleikinn bæri stöðugt meiri og betri kræsingar á borð á fyrsta farrými þjóðarskútunnar voru áfram sömu molarnir brauð verkamannsins. Aukin skilvirkni skilaði sér ekki í launaumslag starfsmanna. Engu að síður jókst kaupgeta þeirra vegna þess að framboð af fjármagni var stórlega aukið. Lítið mál var að fjármagna aukin útgjöld með auknum lántökum; bílar, ísskápar, húsgögn og föt, allt var keypt í reikning. Allt átti að fjármagna með tekjum sem viðkomandi myndi fá í framtíðinni. Spákaupmennirnir Arið 1929 hafði ótrúlegur fjöldi einstaklinga tekið þátt í viðskiptum á verðbréfamarkaðinum. Allir voru með, enda var hálf-bjánalegt að standa fyrir utan þegar allir sem tóku þátt í verðbréfaviðskiptum græddu á tá og fingri, enda sögðu sérfræðingar að fjárfesting í verðbréfum skilaði langmestri ávöxtun allra fjárfestingar- möguleika. Hvort sem það var Hollywood-elítan, viðskiptajöfrar eða þvottakonan á horninu þá voru allir með, allir voru sérfræðingar. Allir sem höfðu áhuga á að auðgast voru tilbúnir að hætta öllu því sem þeir áttu eða gætu komist höndum yfir. Það þurfti engan fjármálaráðgjafa. „Þú gast lokað augunum, bent fingrinum hvert sem var á stóru töfluna og hlutabréfið sem þú keyptir byrjaði að hækka," sagði Grucho Marx. Þó verð fyrirtækja væri of hátt skv. hefðbundnum virðismælikvarða á fyrirtækjum skipti það engu máli því það átti að meta fyrirtæki út frá væntanlegum framtíðartekjum. S vartur fimmtudagur Þann 24. október 1929, sem kallaður er svartur fimmtudagur í hagsögunni, hrundi hlutabréfaverð fyrst um 15 - 20% en bankar komu markaðinum til aðstoðar og lækkun undir lok dagsins var því ekki veruleg. Umsvifin á markaðinum höfðu þó verið þreföld á við venjulegan dag. Spákaupmenn gátu slakað á yfir helgina en mánudaginn eftir lækkaði Dow Jones vísitalan um 12,8%, úr 299 í 260, á þriðjudeginum (svarta þriðjudeginum) lækkaði hún um 11,5%, úr 260 í 230. Vísitalan var komin niður í 198 þann 13. nóvember. Næstu daga hækkaði þó vísitalan aftur um 25% og menn tóku að trúa á markaðinn aftur. Hann var þó ekki traustsins verður og Dow Jones vísitalan seig niður í þar til hún hafði náð botninum um mitt sumar 1932. Þá stóð hún í 41,88 og hafði lækkað um 90% frá 3. september 1929 þegar hún stóð hæst í 381. Spilað á markaðinn Ikjölfarið á hruninu 1929 komu upp nokkur hneykslismál. Starfsmenn iðnaðarbankans í Flint í Michigan höfðu lagt fjármagn bankans undir í verðbréfaviðskiptum og tapað um 3,5 milljónum Bandaríkjádollara, sem leiddi til lokunar bankans. Sögur af innherjaviðskiptum og ívilnunum til þeirra sem voru innan fyrirtækjanna, sögur um að ekki hafi alltaf verið veittar upplýsingar til markaðarins af hreinskilni og jafnvel að sumir hafi nýtt sér brjálæði markaðarins og búið til (Framhald á síðu 4) 1 Margt er líkt með þriðja áratugnum og tíunda áratugnum hvað varðar hlutabréfamarkaðinn. 2 Islensk menning er lík menningu Norðurlanda- kjarnans en er þó að vissu leyti einstök. 3 Ásgeir Jónsson hag- fræðingur fjallar um landbúnaðinn og veltir fyrir sér hversu vel hann er 4 samkeppnisfær og hvað má gera til þess að betrumbæta hann í framtíðinhi.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.