Vísbending


Vísbending - 06.08.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.08.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING (Framhald af síðu 1.) bónus sem greiddur er með kauprétti í hlutabréfum Disney, upp á 3,9 milljarða króna, sem myndi nægja íyrir öðrum 1.430 Eimskipsforstjórum. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort hann sé 1.445 toppforstjóra virði á íslenskan mælikvarða. Kaupréttur Eins og sjá má á launum Michaels Eisners er það kaupréttur í hluta- bréfum sem gerir 99% af heildarlaunum hans. Kaupréttur er réttur til þess að kaupa hlutabréf á einhverjum tilteknum tímapunkti í framtíðinni á því verði (stundum 95% virði) sem hlutabréfin eru á þegar samningur er gerður. Kaupréttur er dæmi um afkastahvetjandi launakerfí sem miðar að því að hvetja stjórnendur til langtíma þar sem samningur um kauprétt miðast oftast við nokkurra ára tímabil. Þegar laun bandarískra forstjóra eru skoðuð kemur á daginn að það er einmitt þessi þáttur sem gerir þá svo tekjuháa. Tekjur þeirra allra eru á einhvern hátt tengdar þróun gengis hlutabréfa í þeim fyrirtækjum sem þeir stjórna. Þetta er einkennandi fyrir bandarísk forstjóra- laun. I Evrópu hefur þetta að einhverju leyti verið tekið upp, en einungis í litlum mæli. I viðtali Frjálsrar verslunar við Hörð Sigurgestsson þegar hann var valinn maður ársins í lok árs 1998 segir hann eftirfarandi um kauprétt og afkasta- hvetjandi launakerfr. „Þetta fyrir- komulag er innan seilingar, það er við það að koma inn í íslenskt viðskiptalíf. Eg tel að eftir þrjú til fimm ár verði þetta komið í nokkrum mæli inn í stærstu fyrirtækin hérlendis. Þetta er eðlileg þróun!“ Mjög líklegt er að einhverjir íslenskir forstjórar séu hvattir með afkastahvetjandi launakerfi sem byggist á gengi hlutabréfa en fyrst nú er kominn grundvöllur fyrir það á Leiðrétting Þau mistök urðu í forsíðugrein 29. tbl. Vísbendingar í greininni „A milli ríkra og fátækra“ að tilvísun í skýrslu Sameinuðu þjóðanna „Human Development Report“ sagði að 80% þjóða hefóu lægri þjóðartekjur á mann nú en þær höfðu fyrir áratug. Tilvísunin átti hins vegar að vera að 80 þjóðir hafi lægri þjóðartekjur á mann nú en fyrir áratug síðan. Engu að síður er þetta verulega há prósenta, ef miðað er við að ríki heims séu 193 þá þýðir það að 42% þjóða hafa lægri þjóðartekjur nú en fyrir áratug. Ritstjórn Vísbendingar hefur hins vegar ekki tekist að afla sér gagna til að rökstyðja þessa fullyrðingu. íslenskum bréfamarkaði. hluta- Græðgi er góð Mynd 2. Hœkkun meðaltalslauna fjögurra forstjóra í samanburði við hœkkun launavísitölu (í þús. kr) 2.000 1.500 1.000 500 0 THollywoodmyndinni L„Wall Street“ leikur Michael Douglas Gordon nokkurn Gekko sem í einstakri ræðu fyrir fjárfesta segir: „Græðgi er góð! Græðgi er rétt! Græðgi virkar! Græðgi mun bjarga Bandaríkjun- um!“ Þó að hugtakið „græðgi“ sé neikvætt er ekki þar með sagt að hægt sé að afskrifa Gekko sem bullukoll. I stofnanahagfræðinni eru tvær ályktanir sem tengjast græðgi, annars vegar áð fólk mun fyrst og fremst hugsa um eigin hagsmuni og hins vegar að fólk vill meiri auð frekar en minni. Þegar sambandið á milli eiganda og stjórnanda er skoðað í hagfræðinni („Agency theory") eru þessar tvær ályktanir hafðar að leiðarljósi. Einnig er mikilvæg forsenda að eigandi og stjórnandi hafa ólíka forgangsröðun og markmið. Eigandinn reynir að finna leiðir til þess að hvetja stjómandann til þess að hafa hagsmuni eigandans að leiðarljósi. Samkvæmt kenningunni hefur hann tvær leiðir, að hafa eftirlit með því sem hann er að gera og að hafa árangurshvetjandi kerfi. Yfirleittertalað um tvær hugmyndir á bak við launahvetjandi kerfi til þess að hvetja stjórnendur til þess að vinna fyrir eigendur fyrirtækis. Annars vegar að (a) ráða toppmenn, (b) borga þeim vel og (c) gera svo ráð fyrir góðum árangri og hins vegar að (a) ráða toppmenn, (b) gera ráð fyrir góðum árangri og (c) borga þeim vel ef árangurinn er góður. Síðari hugmyndin þykir líklegri til þess að hafa hvetjandi áhrif á árangur stjórnenda. Kaupréttur hlutabréfa er ein leiðin til þess að skapa þennan hvata. Skynsamleg græðgi Engum hefur tekist að sýna fram á að sú afkastahvetjandi leið sem felst í kauprétti verki, að þeir sem hljóta umbun á þennan hátt nái í raun meiri árangri en aðrir. Astæðan er að það eru ekki einungis afköst eða snilli forstjóra sem ráða gengi hlutabréfa heldur einnig ytri þættir eins og efnahagsástand, stjórn- valdsákvarðanir o.fl. Ef gengi hlutabréfa eykst fyrir tilstilli ytri þátta þá græðir stjórnandi á kostnað eiganda. Frægasti fjárfestir heims, Warren Buffet gerir það eitt af sínum fyrstu verkum þegar hann kaupir fyrirtæki að skipta afkasta- hvetjandi kerfi byggðu á kauprétti út fyrir eitthvað annað. Hann segir: „Þó að kauprétturþ..] geti verið viðeigandi og & & $ jafnvel kjörin leið til þess að umbuna og hvetja stjómendur, þá getur sú leið verið mjög óréttlát hvað varðar dreifmgu verðlauna, óskilvirk sem hvatning og óhóflega dýr fyrir hluthafa." Það er þó ólíklegt að eitthvað standi í veginum fyrir því að launahvetjandi kerfi með einhvers konar kauprétti verði í auknum mæli notað í framtíðinni. Fyrst og fremst er það framboð og eftirspum eftir stjómendum sem ræður þessu; þrátt fyrir mikinn fjölda viðskiptamenntaðs fólks virðist eftirspurn eftir góðum stjórnendum vera mjög mikil bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur gífurleg sprengja orðið í stofnun nýrra fyrirtækja og margir frekar farið út í eigin rekstur heldur en að gerast atvinnustjómendur. Afkastahvetjandi launakerfi byggt á kauprétti er ákveðið svar við þessari þróun þar sem áhættan er rniklu minni og ávöxtunin getur verið sú sama og jafnvel meiri en í eigin rekstri. A móti kemur að ef notaður er kaupréttur þá er það mun fýsilegra fyrir stjórnanda að vera í fyrirtæki til lengri tíma, a.m.k. þangað til hann getur nýtt sér kaup- réttinn. Þannig getur eigandi tryggt sér góðan stjómanda til langframa og það getur verið lykillinn að góðum árangri. Heimildir: Frjáls verslun, Management Control Systems e. Anthony og Govind- arajan, Business Week (19. apríl '99). Vísbendingin Mótandi samanburður er mjög mikilvægur í samkeppni, þ.e. að bera sig saman við samkeppnisaðila og þá sem eru fremstir í hverri grein. A svipaðan hátt getur launalisti verið góður til samanburðar fyrir þá sem eru að semja um yfírmannsstöður í fyrirtækjum. Haft er fyrir satt að teknablað Frjálsrar verslunar, sem hefur að geyma lista yfir launahæstu einstaklinga landsins, hafi þótt hið nauðsynlegasta plagg þegar samið var um einn gimilegasta forstjórastól ársins. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.