Vísbending


Vísbending - 20.08.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.08.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Arangursrík íyrirtæki (Framhald af síðu 1) hlutar enn 90 og 10 dollara virði og þú selur alvörugullið fyrir 90 dollara. Undir venjulegum kringumstæðum ætti salan ekki að gefa neitt af sér þar sem gullið kostaði 90 dollara. Þetta er þó ekki svo í Tókýó vegna þess að kostnaðurinn er ekki 90 heldur að „meðaltali“ 50 dollarar. Þar með verður til hagnaður upp á 40 dollara. Þá skiptir engu máli þó að raunvirði þess sem eftir er sé aðeins 10 dollarar þótt það sé skráð á 50 dollara. Hægt er að fresta því að selja glópagullið um langa hríð og þangað til veit enginn neitt. Einbeitturbrotavilji r Iraundæmi væri skipt á glópagullinu í sögunni hér á undan og verðlausum skuldabréfum („zero bonds“) og japanskar Qármálastofnanir sneru sér til bandarískra ljármálastofnana um afleiðusamninga til þess að gera dæmið nægilega flókið svo að ekki væri nokkur leið að sjá hvað væri gull og hvað væri glópagull. Með þessum aðferðum gætu japanskar fjármálastofnanir fengið með einfaldri nokkurra daga aðgerð milljarða dollara í falskan hagnað og komið í veg fyrir að þurfa að viðurkenna tap. Þessir samningar urðu fljótt ótrúlega vinsælir strax í byrjun áratugarins einmitt vegna þess hve einfaldir þeir eru og sársaukalausir (a.m.k. til skamms tíma). Bókhaldsárið í Japan endar í lok mars og þess vegna hefúr verið ákveðin vertíð síðustu ár í þessum samningum hjá bandarískum fjármálafyrirtækjum í febrúar enda eru fjármálafyrirtækin einu aðilamir sem græða eitthvað á þessum viðskiptum. Ekki er allt sem sýnist r Ijanúar á þessu ári gengu um 40 starfsmennjapanska efnahags- eftirlitsins („Japan's Financial Supervisory Agency (FSA)“) inn í ljármálafyrirtækið Credit Suisse Financial Bank (CSFB) til að rannsaka þessi huluviðskipti nánar. CSFP varð til þegar svissneski bankinn Credit Suisse fjárfesti í First Boston í lok níunda áratugarins til þess að stofna alþjóðlegan fjárfestingarbanka I framhaldi af því stofnaði bankinn alþjóðlega Qármálastofnun sem sérhæfði sig í afleiðusamningum (CSFP). Áætlað er að einn tíundi af tekjum CSFP sé til kominn vegna huluviðskipta. Það er langt í frá að CSFB sé eini bankinn sem stendur í þessum viðskiptum enda hefur japanska effirlitsstofnunin FSA gefið í skyn að hún muni einnig skoða aðra vestræna banka. Það er þó líklegt að einungis brot af þessum viðskiptum komi nokkurn tímann upp á yfírborðið og áhorfendur að þessum leik viðskiptanna standa eftir Stóra spurningin i viðskiptum er „hvað gerir fyrirtæki árangurs- ríkt?“ Leitin að svari við þessari spurningu er meginviðfangsefni viðskiptafræðinnar. Svarið er þó ekki auðfundið þó að viðskiptafræðin hafi vissulega fært okkur nær því. r I leit að árangri Frægasta tilraunin til þess að fínna þá eiginleika sem einkenna árangursrík fyrirtæki vargerð afþeim Tom Peters og Bob Watermann. Niðurstöðumar voru gefnar út í bókinni „In Search of Excellence" sem kom út árið 1982. Þeir völdu 43 fyrirtæki sem valdir mælikvarðar sýndu að væru mjög árangursrík og skoðuðu þau ofan í kjölinn. Niðurstaða þeirra var að til þess að fyrirtæki geti orðið árangursríkt skyldi það í meginatriðum hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi: l.Að láta hendur standafram tír ermum. Að takast á við vandamál í stað þess að láta þau vaxa i eitthvað óyfirstíganlegt. Gera hlutina í staðinn fyrir að tala einungis um þá. 2. Nálægð við viðskiptavini. Tala við viðskiptavini, hlusta á þá og lœra af þeim. Byggja fyrritœki á þeirri einföldu staðreynd að viðskiptavinurinn er forsenda tilveru þess. 3. Frumkvœði og nýsköpun. Láta hugmyndaflugið lifa og fœða af sér nýjungar. Hvetja starfsmenn til að koma með nýjar hugmyndir. 4. Framleiðni fólksins. Líta á starfsmenn sem uppsprettu hugmynda í stað þess að sjá þá einungis sem hendur. Að umgangast þá eins og fólk en ekki sem einhverja stærð í bókhaldinu. 5. Ákveðin gildi og skýr tilgangur. Vita til hvers fyrirtœkið er og hver markmið þess eru. Aðeins meðþví að hafa skýran tilgang getur fyrirtœki haft skýr markmið og skýra stefnu. 6. Vinna innan þekkingarrammans. Nýta kunnáttu. Fyrirtœki eiga að einbeita sér að því sem þau hafa þekkingu og hœfdeika til að gera. 7. Einfalt skipurit. Hafa ábyrgðarsvið skýr og það einföld að allir skilji þau. Skýr og gott skipulag eykur hag- kvœmni og hagrœðingu innan fyrirtœkis. 8. Blanda af skipulagi og frjálsrœði. Hafa skipulag til þess að auka framleiðni en frjálsrœði til að auka nýsköpun. Með því að blanda þessu í ákveðnum hlutföllum á að vera hœgt að ná fram bœði nauðsynlegum aga og umhverfi sem gefur hugarflugi starfs- manna lausan tauminn. Aðeins tveimur vikum eftir að bókin kom út kom grein í Business Week sem sagði ffá minnkandi hagnaði og miklum vandamálum í 14 afþessum fyrirtækjum sem niðurstöðumar höfðu verið byggðar á. Reyndar kemur það ekkert sérstaklega á óvart í ljósi þess að fyrirtæki sem eitt sinn virtust ósigrandi tapa áttum og fara vill vegar og ný fyrirtæki leysaþauafhólmi. Á tímabilinu 1985 til 1990 hurfú t.d. 143 fyrirtæki af Fortune 500 listanum. Hulduhetjumar Ibókinni „Hidden Champions" eftir Herman Simon sem kom út árið 1996 er fjallað um fyrirtæki sem ekki eru áberandi á viðskiptavellinum en hafa náð verulegum árangri. Þetta eru fyrirtæki sem eiga ákveðna markaði eða markaðskima, þ.e. bjóða mjög sérhæflt framboð á ákveðnum mörkuðum. Þau hafa næstum einokun á þeim markaði sem þau eru eða hafa mikla yfirburði í samkeppninni. Þetta eru fyrirtæki eins og Krones sem hefur um 80% markaðshlutdeild í vélum fyrir flösku- merkingar, Haribo sem framleiðir hið vinsæla „Gummi Bears“ nammi og Hillerbrand sem sérhæfir sig í flutningi á víni og hefúrum 60% afþeim markaði. Þó að listi sá sem Simon gefúr upp sé á margan hátt svipaður lista Peters og Watermann þá er áberandi hversu markaðsdrifin fyrirtæki Simons eru. Simon nefnir eftirfarandi atriði sem niðurstöðu rannsókna sinna: 1. Setja skýr og metnaðarfull markmið. Miða að því að ná markaðsforystu. 2. Skilgreina markaðinn þröngt. Viðurkenna ekki gefna markaðs- skilgreiningu. 3. Vera nálægt viðskiptavininum hvað varðar framkvæmd og samskipti. Sjá til þess að öll svið rekstrarins hafi bein tengsl við markaðinn. 4. Endalaus nýsköpun og þróun bæði á vörum og framleiðsluaðferðum. 5. Ná skýrum samkeppnisyfirburðum og verja þá með kjafti og ídóm. 6. Byggja upp og treysta á eigin styrk- leika. Þar sem veikleiki er til staðar er hœgt að fá utanaðkomandi hjálp. 7. Hafa meira af verkefnum en fólki. Þó að þessir listar séu ekki tæmandi er árangur og þau atriði sem geta aukið árangur fyrirtækis háð eðli og tilgangi fyrirtækis. Engu að síður getur verið ágætt að rennayfir slíka listameð rekstur fyrirtækis síns í huga og velta því fyrir sér hvort það sé eitthvað af þessum atriðum gætu bætt reksturinn. Þannig geta listamir verið vísbending sem getur leitt til framfara. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.