Vísbending


Vísbending - 20.08.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.08.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Stefnumótandi samningagerð Oft vill gleymast í umræðunni um viðskipti að þau snúast að miklu leyti um samninga. Einhvers konar samningaferill er yfirleitt undanfari viðskipta, hvort sem samið er um kaup, verð eða samvinnu. I raun má segja að flest ef ekki allt í mannlegum samskiptum hefur eitthvað með óformlega eða formlega samninga að gera. Þess vegna verður það að teljast mjög skrýtið hversu bæði einstaklingar og fyrirtæki sem heild hugsa lítið um samningaferilinn, að prófa hann og þróa. Traust r Ihugmyndum sem byggja á viðskipta- kostnaði („transaction cost“) þá hefúr traust mikilvægu hlutverki að gegna. Því meira sem traustið er á milli tveggja aðila því minni er kostnaðurinn, t.d. það einu, traust er grundvöllur samvinnu. Skilvirkni og árangur af samstarfi tveggja fyrirtækja getur þess vegna ráðist verulega af því trausti sem starfinenn fyrirtækjanna eða samninga- menn bera hver til annars. Samkvæmt þessari hugmyndafræði ber aukin skriffinnska og lögmennska við samningagerð merki minna trausts milli aðila. Menning Þekking og skilningur á þeirn sem samið er við ræður mjög miklu um hversu mikið traust er borið til mótaðila og þ.a.l. hversu mikill viðskipta- kostnaðurinn verður. Þess vegna er kostnaður líklegri til þess að verða meiri á rnilli aðila frá ólíkum löndum en samlöndum. Tortryggnin er rneiri. Mynd 1. Samnings-samvinnuhringurinn Góð leið í samningagerð er að gera greinarmun á milli samnings og sambands við samningsaðila. Þegar samningamönnum finnst ekki lengur eins og að þeir þurfi að velja á milli góðs samnings og sambands þá eru þeir líklegri til að skiptast á upplýsingum, verða jafnvel frumlegri og vinna betur saman. Það leiðir bæði til vermætari samninga og styrkari og traustverðugri sambands þeirra á milli. 1 staðinn fyrir að byrja samningaferlið á tortryggni getur verið dýrmætt að utvikka þann skilning sem aðilar hafa hvor á öðrum og þvi sem samið er um, útvíkka umrœðugrundvöllinn og ftnna verðmæta fleti á samvinnunni. vegna þess að minni kostnaður fer í samningagerðina. Og því meira sem traustið er því líklegra er að samkomulagið haldi til lengri tíma. Traust hefúr einnig verulega mikil áhrif á möguleika á að byggja upp víðtækara samkomulag og samstarf sem er líklegra til þess að gefa enn meira af sér en ella. Hvort sem talað er um hjónaband tveggja persóna eða fyrirtækja þá gildir Menning hefur einnig áhrif á samningaferilinn og gildi samninga. Sums staðar, t.d. víðs vegar í Austurlöndum, eru samningar einungis munnlegir vegna þess að mikið er lagt upp úr gagnkvæmum skilningi og þekkingu, mikið er lagt upp úr persónulegum samskiptum og trausti. I Rússlandi hefur samningur hins vegar takmarkað gildi jafnvel þó að hann sé skriflegur. Leikjaíræði Ileikjum eins og skák er mikilvægt að sjá möguleikana sem eru í stöðunni bæði fyrir sig og andstæðinginn. Leikjafræðin byggir á slíkri hugmyndafræði, vandi fangans („prisoners dilemma") er þekktasta dæmið um notkunina, þar sem þrjár niðurstöður eru mögulegar: 1) að báðir aðilar vinni 2) annar vinnur en hinn tapi eða að 3) báðir tapi. I samningum er mikilvægt fyrir alla aðila að gera sér grein fyrir öllum möguleikum eða þeirri útkomu sem getur orðið. Þannig geta menn gert sér betur en ella grein fyrir því hvað er besta útkoman, ásættanleg útkoma og óásættanleg útkoma. Ef niðurstaða úr santningaviðræðum er óásættanleg eiga menn samkvæmt hugmyndafræðinni að láta vera að samþykkja eitt eða neitt. Samningahugmyndaíræði Ut frá leikjafræðinni er skynsamleg- asta niðurstaðan sú að báðir aðilar korni út sem sigurvegarar (,,win-win“). Þetta á einnig við þegar samningar eru skoðaðir út frá hugmyndinni urn viðskiptakostnað vegna þess að þó að eins dauði sé annars brauð þá getur sigur eins á kostnað annars grafið undan trausti og haft þannig áhril' á skilvirkni og árangur samstarfsins til lengri tíma. Mótaðilinn verður alltaf á varðbergi til þess að bíða ekki lægri hlut aftur og er jafnvel vís til þess að leita leiða til þess að vinna næsta leik. Slíkt getur aldrei orðið grundvöllur fyrir árangursríkt samstarf. Stefnumótun í samningum Igrein í maí-júníhefti Harvard Business Review 1999 er grein eftir Danny Ertel viðskiptaráðgjafa um mikilvægi þess að gera samningaferlið að styrkleika í fyrirtæki, þannig að það verði eitt af því sem skapar getu þess til þess að sigra í samkeppninni. Þar er lögð áhersla á að fyrirtæki sem skipuleggja og móta samningaferlið og reyna stöðugt að endurbæta það fyrir aíla í fyrirtækinu séu líklegri til þess að ná betri samningum en þau fyrirtæki sem gera það ekki, þrátt fyrir að samningaferlið sé háð hverju tilviki. Hugmyndin byggir á fjórum þáttum: 1) að búa til sérstök viðmið fyrir samningagerð í fyrirtæki, þar sem markmið semjenda og fyrirtækis (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.