Vísbending


Vísbending - 03.09.1999, Side 2

Vísbending - 03.09.1999, Side 2
ISBENDING (Framhald af síðu 1) en það olli því að iðgjöld lækkuðu almennt og arðsemi af lögbundnum ökutækjatryggingum er að engu orðin. Um tveggja milljarða króna sjóður hefur þó safnast upp á tímabilinu frá 1991- 1996 vegna ofáætlun tjóna. Á níunda áratugnum rak FÍB fyrirtækið Hagtryggingu sem náði allt að 20% markaðshlutdeild en önnur tryggingafélög svöruðu í sömu mynt svo að félagið var lagt niður árið 1988. Sænska félagið Skandia reyndi einnig að koma inn á markaðinn með lægri iðgjöldum fyrir ökutæki en hvarf af markaðinum um miðjan þennan áratug. Samkeppni C Vátryggingafélagið 1 c Tryggingamiðstöðin 3 Iðgjöld ársins Iðgjöld ársins C Sjóvá-Almennar 3 C Trygging Tryggingaviðskipti eru á margan hátt merkileg viðskipti. Trygginga- fyrirtæki selja óáþreifanlega „vöru“ sem er nær ómögulegt að aðgreina frá „vörum“ annarra tryggingafyrirtækja nema hvað varðar verð. Vörumerki, einkaleyfi eða staðsetning getur einungis að litlu leyti gefið einu fyrirtæki forskot á annað í tryggingageiranum. Ef eitthvað getur skapað fyrirtæki viðskiptavild þá er það hversu traustverðugt það þykir en traustið dugir þó skammt þegar lægra verð býðst annars staðar enda eru trygginga- fyrirtæki sjaldan meðal vinsælustu fýrirtækja í könnunum og þess vegna er tryggðin við þau minni en ella. Á fákeppnismarkaði er það sjaldnast til góðs fyrir fyrirtæki að fara út í harða verðsamkeppni. Þess vegna snýst samkeppnin oftar en ekki um að reyna að höfða til nýrra hópa eða með nýrri flokkun trygginga eða áhættu. Ný fyrirtæki reyna hins vegar yfirleitt að komast inn á markaðinn með lægra verði en þau gömlu enda er tiltölulega einfalt að komast inn á markaðinn þar sem uppskriftin að viðskiptunum er í sjálfu sér ekkert leyndarmál. Hér á landi hafa ný fyrirtæki einkum látið til sín taka með lækkun á biff eiðaiðgj öldum, hugsanlega vegna þess að þau eru há vegna þeirrar áhættu sem bifreiðatryggingum fylgir. Þessi leið hefúr þó ekki reynst nýjum fyrirtækjum mjög farsæl hér á landi og þess vegna er umhugsunarvert hvort Iðgjöld ársins Bflatr/ Ávöxtun sjóða Bgið fé/eigin iðgj Arðserrn eigin fjár Kostnaður/e.iðgj. Myndimarsýna ýmis hlutföll úrrekstri almennu tryggingafélaganna árið 1998. Innri hringurinn (100%-hringurinn) sýniróvegið meðaltal allra félaganna sem þýðirað hlutföll Tryggingamiðstöðvarinnar em mjög einkennandi fyrirtryggingafélögin þarsem hlutföllin nálgast meðaltalið á öllumþeim hlutföllum sem tilgreindem. Á þessum myndum má jafnframt sjá að Sjóvá-Almennar og VÍS em hlutfallslega lítið í sjótryggingum. Tryggingamiðstöðin ergreinilega meira í þessum tryggingum en tryggingafélagið Vörðurert.d. með mikla áherslu á sjótryggingar. Einnig má sjá að ávöxtun sjóða Sjóvá-Almennra hefurgengið mjög velá síðasta ári og miklu beturen hjá öðmm tryggingafélögum. Heimildir: Ársreikningartryggingafélaganna, íslenskt atvinnulíf. ekki væri sniðugra að reyna fyrir sér í öðrum arðbærari geirum trygginga- markaðarins. H1 Hlutabréfaeign 'lutabréf í tryggingafélögum geta Lverið bæði góð og slæm fjárfesting. Á síðustu árum hefur arðsemin verið góð en í lok síðasta áratugar var hún hins vegar mjög slæm. Á hinn bóginn eru tryggingaviðskipti þess eðlis að tryggingafélög eru miklir fjárfestar. Iðgjöld skapa stöðugan straum fjár- magns sem tryggingafyrirtæki verða að festa þangað til að tryggingagreiðslu kemur. Fjárfestingar tryggingafélaga verða þó að vera auðseljanlegar til þess að geta greitt út bætur ef til stórslysa kemur, enda eru tryggingafélög stór á skulda- og hlutabréfamarkaði. Verulega mikill hluti verðmætis tryggingafélaga er falinn í verðbréfa- safni þeirra. Alls er bókfært verð hlutabréfa VÍS í öðrum fýrirtækjum um 2,2 milljarðar króna. Alls er bókfært verð hlutabréfa Sjóvá-Almennra í öðrum hlutafélögumu.þ.b. 3,3 milljarðarkróna. Tryggingamiðstöðin áhlutabréfí öðrum fyrirtækjum að bókfærðu virði um 3,3 milljarðar þar sem 1,3 milljarðar eru tilkomnir vegna 82,3% hlutar Trygg- ingamiðstöðvarinnar í Tryggingu. u. Tafla 1. Nokkrar tölur úr rekstri almennu tryggingufélagunnu 1998 (í milljónum króna) Iðgjöld ársins Bgin iðgjöld Hagnaður Bgið fé í árslok Vátryggingafólagið 4.599 3.752 148 3.571 Sjóvá-Almennar 4.646 3.400 1.263 3.571 Tryggingamiðstöðin 2.608 1.909 311 3.844 Trygging 990 650 -17 610 Vörður 168 88 1 122 Aimenn félög, alls 13.010 9.798 1.706 14.052 Inngönguáhrif ndanfarin þrjú ár hefur meðal- ávöxtun eigin fjár hjá almennu félögunum verið ágæt. Að miklu leyti er ávöxtunin komin undir þróun á hlutabréfamarkaði, vegna hinnar miklu hlutabréfaeignar félaganna. Líklegt er að önnur afkoma muni nú batna eftir iðgjaldahækkun ökutækja- trygginga. Aðalógnunin við risana þrjá og það sem mun halda arðsemi á svipuðu róli og hún er núna er innkoma nýrra fýrirtækja sem geta náð fótfestu með lágri verð- lagningu og nýjungum í þjónustu við markaðinn. Hagnaður og eigið fé hafa hér verið uppfœrð sem nemur hœkkun á markaðsverði hlutabréfa umfram bókfœrt verð ogframlagi í útjöfnunarsjóð, að frádregnum sköttum. Eigið fé Tryggingar er dregið frá eigin fé Tryggingamiðstöðvarinnar í árslok til að komast hjá tvítalningu. Heimildir: Arsreikningar tryggingafélaganna, útreikningar Islensks atvinnulífs. Heimildir: íslenskt atvinnulíf, Frjáls verslun, ársreikningar tryggingafélaganna, Fjármála- eftirlitið. 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.