Vísbending


Vísbending - 10.09.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.09.1999, Blaðsíða 2
(Framhald af síðu 1) Sam Walton lést árið 1992 og þá héldu margir sérfræðingar viðskipta- lífsins að tími fyrirtækisins væri liðinn. Wal-Mart hvarf af lista virtustu fyrirtækja heims og margar ákvarðanir David Grasso voru gagnrýndar. Eitt af þeim markmiðum sem Sam Walton hafði sett fyrir Wal-Mart var að ná 100 milljarðadala veltu fyrir árið 2000. Enginn trúði því að það væri hægt, ekki eftir að frumkvöðullinn var fallinn frá, enginn nema starfsfólk Wal-Mart sem hefur fóstrað hugsjón frumkvöðulsins eins og hún væri þeirra eigin. Markmiðið hefur þegar náðst og áætluð velta ársins 1999 er um 160 milljarðar dala. Samkeppnishæfni Athyglivert er að þrátt fyrir að fyrirtækið sé mjög gegnsætt, allt er á borðinu, engin leyndarmál, þá hefur engri verslanakeðju tekist að halda í við Wal-Mart. Fyrirtækinu hefur aftur og aftur tekist að sanna yfirburði sína. Wal- Mart hefur verið dáð fyrir einbeitingu sína að neytendum, öflugt og vel skipulagt dreifikerfi og yfirburðagott upplýsingakerfi. Upplýsingakerfið heldur utan um allt það sem vita þarf, í sjálfu sér er það þó ekki mikilvægast að geta séð hvað viðskiptavinurinn keypti með því að rýna í tölur, eins og Walton sagði eitt sinn, heldur að fara á staðinn og komast að því hvað hann hefði getað key pt. Það er í raun ákveðin en tiltölulega einföld stefna sem Sam Walton var persónugervingur fyrir og sem er enn og hefur alltaf verið aðall Wal-Mart. f æviminningum sínum, „Made in America", telur hann upp ákveðnar reglur sem reyndust honum vel við stefnumörkun Wal-Mart og útskýra jafnframt hugmyndafræði hans í hnotskurn. Regla 1: Helgaðu þig fyrirtækinu. Trúðu á það meira en nokkur annar, áhuginn getur gert manni kleift að yfirstíga ýmsa veikleika. Regla 2: Deildu hagnaðinum með öllum starfsmönnum þínum og þú skalt umgangast þá eins og samstarfsmenn. í staðinn munu þeir hugsa um þig eins og samstarfsmann og vinna betur en þig óraði fyrir. Frá upphafi fengu stjórnendur hluta af hagnaðinum eða kauprétt á hlutabréfum og síðar setti Walton alla starfsmenn sína á slík kjör. Þó að Walton hefði verið einna fyrstur til þess að gera þetta sá hann alltaf eftir því að hafa ekki haft alla starfsmenn sína frá upphafi á árangurstengdum launum; engu að síður gerði hann ótrúlega marga af starfsmönnum sínum að milljónamæringum. Þetta þýðir þó ekki að Wal-Mart greiði stjórnendum uppbót á við þá launhæstu í Banda- ríkjunum. Sam Walton var alltaf á móti því að stjórnendur greiddu sjálfum sér ISBENDING himinháa uppbót og engum öðrum eins og þeir væru alveg einstakir og einungis þeim bæri að þakka góðan árangur fyrirtækisins. Regla 3: Hvettu samstarfsmenn þína. Peningar og eignarhald er ekki nægilegt. Hvern einasta dag skal finna nýjar og skemmtilegar leiðir til að hvetja og finna áskoranir fyrir samstarfsfólkið. Fræg er sagan af því þegar Walton skrifaði í mánaðarlegum dálki sínum í „Wal-Mart World“ árið 1983 að ef Wal- Mart skilaði 8% hagnaði fyrir skatta þá skyldi hann dansa húlla-hopp dans niður Wall Street. Markmiðið náðist og Walton stóð við loforðið, klæddi sig í strápils og dansaði niður stræti frægasta fjármálahverfis heimsins eins og Davíð konungur dansaði nakinn inn í Davíðsborg. Hvernig svo sem stíf- klæddum fjármálamönnum leist á þennan dans mátti þeim vera ljóst að þar fór konungur smásölunnar. Regla 4: Segðu samstarfsmönnum þínum allt það sem þú mögulega getur. Því meira sem þeir vita því meira skilja þeir. Því meira sem þeir skilja því vænna þykir þeim um fyrirtækið. Þegar þeim þykir vænt um fyrirtækið er fátt sem getur stoppað þá. Upplýsingar eru afl og ávinningurinn sem fæst með því að upplýsa samstarfsfólkið er miklu meiri en hættan á því að það verði til þess að upplýsa keppinautana. Regla 5: Vertu þakklátur fyrir allt það sem samstarfsfólkið gerir fyrir fyrirtækið. Launaumslag og kaupréttur á hlutabréfum mun leiða af sér eina tegund af tryggð en ekkert getur komið í staðinn fyrir nokkur vel valin, vel tímasett og heiðarleg orð sem eru hrós fyrir vel unnin störf sem starfsmaður getur verið stoltur af. Þau eru ókeypis en um leið gulls ígildi. Regla 6: Fagnaðu árangri. Gerðu góðlátlegt grín að mistökum og taktu þig ekki of al varlega. Ef þú slakar á slaka aðrir á í kringum þig. Sýndu áhuga á því sem samstarfsfólkið er að gera og skemmtu þér og þeim. Viðkvæðið er að þegar allt annað bregst er alltaf hægt að fara í búning og syngja heimskulegt lag. Rcgla 7: Hlustaðu á alla í fyrirtækinu. Finndu leiðir til þess að fá fólkið til að tjá sig, segja það sem það veit, enda er það fólkið sem talar við viðskiptavinina sem veit hvað þeir vilja og það er vitneskja sem er betra að fara ekki á mis við. Regla 8: Farðu fram úr væntingum viðskiptavina þinna. Ef það er gert er líklegra að þeir komi aftur og aftur. Eitt af því fyrsta sem skrifað var á skilti frá Wal-Mart var „satisfaction guaranteed" en verslanir Wal-Mart voru frá upphafi sniðnar fyrst og fremst fyrir viðskipta- vinina. Regla 9: Stjórnaðu útgjöldum betur en samkeppnisaðilamir. Aður en Wal- Mart náði forystu í smásölu hafði það löngu náð lægsta hlutfalli kostnaðar miðað við sölu. Eitt af því sem hefur gert Wal-Mart að því sem það er núna er einmitt að það hefur alltaf haft þessa kostnaðaryfirburði í samanburði við aðra og í efnahagslægð í lok níunda áratugarins, þegar margar verslanir áttu í verulegum erfiðleikum, gat Wal-Mart enn lækkað verð án þess að fyrirtækið væri í hættu. Regla 10: Syntu á móti straumnum. Vertu óhræddur við að fara gegn hefð- bundnum „skilningi“ og „sannleika". Allir „vissu" áður en Wal-Mart kom inn á markaðinn að það væri ekki hægt að reka stórmarkað í minna þéttbýli en 50.000 manns. Wal-Martfórinníþéttbýli með færri en 5.000 íbúa og óx á jaðarmarkaði áður en það fór í beina samkeppni við verslanir eins og KMart. Reglan var að vera ekki hræddur við að prófa eitthvað nýtt, að brjóta reglumar, því að þó að tilraunin gæti misheppnast er ekki þar með sagt að það myndi ganga af fyrirtækinu dauðu. Útrás Utrás Wal-Mart hófst í byrjun tíunda áratugarins með opnun verslana í Mexíkó árið 1991 og síðar Kanada og loks lá leiðin til Suður-Ameríku. Evrópuinnreiðin hófst í lok árs 1997 með kaupum á þýsku verslanakeðjunni Wertkauf sem átti tuttugu og eina verslun. í árslok 1998 bætti fyrirtækið svo 74 þýskum verslunum við sig með því að kaupa Spar Handel keðjuna. A tæpum tveimur árum hefur Wal-Mart keðjan náð 15% markaðshlutdeild og er nú orðin fjórði stærsti smásalinn á Þýskalandsmarkaði. Sumarið 19991agði Wal-Mart leið sína inn á breska markaðinn með því að kaupa þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, ASDA, á 10,8 milljarða dollara. Frakkland er næststærsti markaður Evrópu á eftir Þýskalandsmarkaði. Þangað hefur Wal-Mart þó ekki lagt leið sína vegna þess að það þykir ekki tímabært að mæta Carrefour áheimavelli. Rétt eins og þegar Wal-Mart var að byggja upp starfsemi sína í Banda- ríkjunum er líldegt að það reyni fyrst að þjóna mörkuðum sem Carrefour er ekki á áður en það fer í beina samkeppni. Þannig sigraði það KMart á heimavelli og þannig gæti það sigrað Carrefour. Vandamál Wal-Mart er að það hefur einungis eins áratugar reynslu á alþjóðamarkaði og jafnvel þó að hugmyndir Wal-Mart eigi svipað erindi við fólk utan Bandaríkjanna og í Bandaríkjunum þá er það sýnd veiði en ekki gefin. Ognunin ein nægir hins vegar til að evrópskir smásalar þurfa að hugsa sinn gang og bregðast við samkeppni frá einu athygliverðasta fyrirtæki aldarinnar. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.