Vísbending


Vísbending - 10.09.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.09.1999, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 3) fjármagn aftur út úr landinu í formi afborgana og vaxta. Þar á ofan er mikið af erlendum lánum skammtímalán og munu þau því brátt ganga aftur til baka. í versta falli, ef fjárfestar búast við gengisfellingu, getur fjármagn farið að streyma úr landi. Seðlabankinn getur barist gegn þessari þróun með því að hækka vexti til þess að halda fjármagni inni í landinu, jafnframt því sem vaxta- hækkanir munu draga úr neyslu og fjárfestingum og þar með innflutningi. Seðlabankinn er undir beinum yfirráðum stjórnvalda og það er því vafamál hversu langt þau vilja ganga í vaxta- hækkunum til þess að halda genginu stöðugu ef efnahagssamdráttur verður verulegur. Önnur Ieið væri sú að rfkis- sjóður tæki erlend lán til þess að styrkja gjaldeyrisstöðuna en það eru einnig takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í þá átt. Þess vegna er ljóst að þróun viðskipta- jafnaðar mun gegna lykilhlutverki í því að halda genginu stöðugu. Hallinn er þrálátur að er í sjálfu sér ekki vafamál hvort viðskiptahallinn muni minnka heldur aðeins hversu hratt það mun gerast. Svo virðist, ef miðað er við sjö fyrstu mánuði þessa árs, að viðskipta- hallinn verði þrálátur. Ef leiðrétt er fyrir óreglulegum liðum eins og kaupum á skipum og flugvélum, var viðskipta- hallinn tæpir 10 milljarðar frá janúar til júlí á þessu ári samanborið við 12 milljarða á sama tíma í fyrra. Sé það haft í huga að innflutningsverð á olíu var í lágmarki fyrsta fjórðung þessa árs en hefur farið ört hækkandi síðan er líklegt að breyting á viðskiptahallanum á milli ára verði hverfandi ef svo fer fram sem horfir. Hins vegar virðist vera að draga úr almennum innflutningi þótt kaup á erlendum neysluvörum séu enn að aukast. Vandamálið er helst það hversu lítil aukning hefur orðið á útflutningi vöru og þjónustu eða aðeins 2,6% á síðasta ári. Útlitið er heldur betra á þessu ári, en á því næsta sést grilla á nokkrum dökkum skýjum, því að horfur eru á að útflutningur sjávarafurða dragist örlítið saman. Við núverandi aðstæður virðist verulegur samdráttur á innflutningi vera eini vegurinn til þess þess að fá sæmilegan viðskiptaafgang næstu misseri. Til þess að svo megi verða þarf að hægja verulega á íslenska hagkerfinu því að þrátt fyrir allt er hlutfall innflutnings af þjóðarframleiðslu ekki mjög hátt í sögulegu samhengi. Línudans ndanfarin tvö ár hefur aukning á erlendum skuldum drifið hagkerfið áfram, fremur en aukning á útflutningi. Það er í sjálfu sér ekkert ljótt við það að taka erlend lán, en fyrr eða síðar verða útflutningstekjur að ganga upp í endurgreiðslur. Ef til vill rná skilja ástand mála svo að gengi krónunnar sé of hátt skráð og lægra gengi sé nauðsynlegt til þess að gera hvort tveggja í senn, auka útflutning og draga úr innflutningi. Aðrir kynnu að taka þetta sem dæmi um þá erfiðleika sem fylgja því fyrir lítið hagkerfi að fylgja fastgengisstefnu ef fjármagnsflutningar eru frjálsir, hvort sem þeir erfiðleikar era yfirstíganlegir eður ei. Enn aðrir myndu benda á að ef Island væri í myntsamstarfi við Evrópu gætu lausafjárvandræði eins og að ofan hefur verið lýst ekki geta skapast. íslenskheimili og fyrirtæki gætu fjárfest að vild án þess að nokkur þurfi að hafa áhyggjur af gjaldeyrisforða og gengisfellingu. Hvað sem þessu líður er ljóst að þeirra sem fara með stjórn íslenskra efnahagsmála bíður nokkur línudans á næstu misserum og ýmis markmið munu togast á. Vísbendingin; f \ érfræðingar um smásölumarkaðinn halda því fram að vöxtur Carrefour og Wal-Mart sé engin tilviljun því að í framtíðinni verði nokkrar stórar keðjur með yfir 140 milljarða dollara veltu sem munu hafa yfirráð á markaðinum. Það er tiltölulega stutt síðan smásalar hófu að leggja land undir fót og þess vegna má búast við því að þær keðjur sem ætla að vera þátttakendur á þessum markaði muni leita eftir að kaupa upp verslanir sem hafa náð góðri fótfestu á sínum heimamörkuðum.___________ Aðrir sálmar ____________________________________/ Jón eða séra Jón austlegir mánuðir sumarsins verða sennilega eftirminnilegir fyrir margt annað en að hafa verið vonbrigði fyrir íslenska sóldýrkendur. í viðskipta- flórunni ber sennilega hæst FBA-málið sem er orðið svo farsakennt að sumir réttilega rangnefna það FBI-málið. Samsæriskenningarnar verða fleiri eftir því sem lengra líður frá upphafinu. Upphafið var að huldufyrirtækið, Orca s/a, sem skrásett var í Lúxemborg, keypti hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífsins af Kaupþingi og dótturfyrirtæki Spari- sjóðanna, sem einnig er skráð í hinni vinalegu Lúxemborg. Ef samsæris- kenningarnar eru skoðaðar kemur í ljós að einkar líflegt hefur verið í fiskabúri viðskiptalífsins. Það er ekki nóg með að kolkrabbinn, sem hingað til hefur tekið hvað mest pláss í búrinu, baðar út öllum öngum og að smokkfiskurinn er alveg áttaviltur heldur hefur komið nýr fiskur, háhyrningurinn, sem er eitthvað að reyna að smjatta á hinum. Allt er þetta hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Það er nokkuð ljóst að síðustu sumarmánuðirnir hafa ekki farið vel í forsætisráðherran. Honum er ekki skemmt og er hann nú annars glaðbeittur maður. Vissulega hafa verið betri tímar ef marka má fas hans og festu. I febrúar árið 1997 var gefin út bók sem bar heitið „Einkavæðing á Islandi.“ Þetta er hið vandaðasta rit enda skrifar forsætis- ráðherran innganginn af sinni alkunnu snilld. Niðurlag inngangsins er athyglivert sérstaklega ef hugmyndir hans um „forval“ eru hafðar í huga. „Við einkavæðingu opinbers rekstrar þurfa vinnubrögð að vera vönduð. Almenn- ingur verður að geta treyst því að jafnræði ríki við ráðstöfun á eignum rflíisins og verkefni á þess vegum. Til að tryggja slík vinnubrögð hefur ríkis- stjórnin sett verklagsreglur. Þátttaka löggiltra verðbréfafyrirtækja í sölu- ferlinu, hlutabréf auglýst til sölu og afnám sérréttinda er meðal þess sem þar er kveðið á um. V íðtæk sátt þarf að takast um vinnubrögð þegar víðtæk samstaða er að verða um markmið." Það sem forsætisráðherra gleymdi að hafa með í verkl agsreglunum er að það er ekki sama hvort kaupandinn er Jón eða séra Jón. k________________LL_________________/ /’Ritstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri og\ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.