Vísbending


Vísbending - 24.09.1999, Qupperneq 2

Vísbending - 24.09.1999, Qupperneq 2
ISBENDING Síþróun kennslu og náms á upplýsingaöld Jón Erlendsson verkfræðinaur Stóraukin áhersla á rannsókna- og þróunarstarf er meðal mark- verðustu framfara á þessari öld. Starfsemi sem verið hafði bundin við hóp örfárra afburðamanna varð að eins konar stóriðnaði með fjöldaþátttöku. Hún varð að sjálfsögðum þætti í starfsemi allra stærri fyrirtækja. Árangurinn þekkja allir. Framfarir hafa sjaldan eða aldrei orðið jafnmiklar í mannkynssögunni á jafnskömmum tíma. Þótt margt bendi til að ekki náist eðlilegur hámarksárangur miðað við tilkostnað og mörg dæmi þekkist um óþarfan margverknað og sóun þá er ljóst að ekki þarf nema tiltölulega fá afrek sem af rannsókna- og þróunarstarfi leiða til að réttlæta verulegan tilkostnað. Nýsköpun Rannsókna- og þróunarstarf, sem og mestöll nýsköpun, var um langan tíma í hugum manna, sem og í framkvæmd, bundin við lítinn hóp afburðamanna. Fyrir nokkrum áratugum varð veigamikil breyting í þessu efni. Á skömmum tíma náði sú hugmynd út- breiðslu að almennt starfsfólk fyrirtækja væru eðlilegir og sjálfsagðir þátttak- endur í þróunarstarfi, hver á sínum forsendum. Þekktasta dæmið um þetta var hin nýja hugmyndafræði gæða- stjórnunar. Nú er það ekki einungis ltkamleg starfsorka fólks ein sem að gagni skyldi koma heldur einnig hugmyndaauðgi þess. Þessi nýja nálgun féll í góðan jarðveg hjá óbreyttu starfsfólki því fátt er mönnum geðfelldara en að geta haft áhrif til góðs á eigin vinnustað og fátt ógeðfelldara en að verða fyrir því að tillögur manna og hugmyndir séu hundsaðar. Skilningurstarfsmanna Bættur starfsandi sem af þessu leiddi var ekki það eina sem vannst. Reynslan sýndi að almennt starfsfólk kom oft með mun betri tillögur en þeir sem yfir það voru settir. Ástæðan var einföld. Þeir sem unnu verkin skildu þau yfirleitt mun betur en þeir sem minna þekktu til. Menntun hjálpaði ekki ef þennan skilning skorti. Árangurinn af því að gera sívirka þróun (e. Continuous Improvement) að útbreiddri iðju mikils fjölda starfsfólks fyrirtækja og stofnana er alkunnur. Ein meginstoð japanska efnahags- undursins á eftirstríðsárunum er reist á þessum grunni. Svo undarlega vill reyndar til að það var Bandaríkja- maðurinn J. Edwards Deming sem var ein helsta driffjöðurin í þessu máli. Sívirk þróun í menntun Nýta má þær árangursríku hug myndir og aðferðir sem fyrr greinir á öllum sviðum mannlífs. Menntun, það er fræðsla og nám á öllum aldri, blasir við sem augljóst meginverkefni sakir stóraukins vægis hennar í eflingu efnahagslegra og menningarlegra framfara. Þegar grundvallarhugmyndir sí- virkrar þróunar eru yfirfærðar á menntun blasir strax við að auk þess sem allir kennarar eru sjálfgefnir þátttakendur verða nemendur það einnig! Það sem hér er sagt er í mjög góðu samræmi við nýjustu niðurstöður um árangursríkar aðferðir í fræðslu. Rannsóknir sýna að ein besta og hagkvæmasta aðferðin til fræðslu er að láta nemendur kenna hver öðrum (e. Peer Tutoring, Cross-Age Tutoring). Þessi aðferð gefst svo vel að hún hefur skilað sambærilegri framleiðniaukningu og tölvustudd fræðsla. Hundruð rannsókna á tölvustuddri fræðslu sýna að með henni má að jafnaði auka afköst um 30% og minnka tilkostnað um svipað hlutfall. Þessar rannsóknir eru flestar yfir tíu ára gamlar og gera má ráð fyrir að um þessar mundir séu að koma fram enn hagstæðari niðurstöður sakir framfara í tækni og skilningi á eðli menntunar. Breytthlutverkaskipan s Isamræmi við þetta er sú hugmynd nú víða komin fram að brýnt sé að taka það upp sem meginviðmið í fræðslu að breyta hefðbundinni hlutverka- skiptingu kennara og nemenda. Þetta er jafnvel farið að stunda í grunnskólum, t.d. í Bandaríkjunum. Megináherslan er sú að gera nemendur að samábyrgum þátttakendum í fræðslu við hlið kennaranna eins hratt og unnt er. Þeirtaka að sér verkefni sem kennarar unnu áður, svo sem kennslu jafnaldra (jafningjafræðslu), einfaldari þætti námsgagnagerðar og námsgagna- dreifingar, auk margs annars. Hlutverk kennarans breytist frá því að vera „vitringurinn í sviðsljósinu“ (e. Sage on the Stage) í það að verða „þjálfari á hliðarlínu" (e. Coach by the Side), úr „faglegri alfræðibók" í aðstoðarmann. Nám nemendanna verður að aðaláherslu og meginferli. Kennslan víkur úr þessum sessi. Kennarinn veitir aðstoð við nám í stað þess að kenna allt það sem máli skiptir. Utfærsla þessarar meginhugmyndar leiðir síðan til verulegra breytinga á öllu skólastarfi, allri fræðslu og öllu námi, á símenntun jafnt sem námi í skólum. Aukin ábyrgð Nemendur sem vinna á þennan hátt, með því að axla aukna ábyrgð, verða langtum fyrr gjaldgengir í samfélagi hinna fullorðnu. Þeir verða því ábyrgari, framtakssamari og virkari starfsmenn þegar út á vinnumarkað kemur en ella. Mikill munur er á þeim og hinum sem samkvæmt hefð eru njörvaðir í hefðbundið hlutverk hins óvirka nemanda sem gerir lítið annað en að sitja að mestu þegjandi undir mötun fræðaranna. Ofmötun í skóla leiðir oft til framtaksleysis, óvirkni og sofanda- háttar þegar út í lífið er komið. Slíkt gengur ekki nú orðið. Brýnt er að atvinnulífið krefjist breytinga á menntakerfinu svo að það geti skilað hæfara starfsfólki á komandi árum. Svo ánægjulega vill til að þær nauðsynlegu breytingar sem blasa við ættu að vera öllum í hag, bæði nemendum fræðslu- stofnunum, starfsfólki þeirra, sem og atvinnulífinu. Enn sem komið er eru það örfáir nemendur sem eiga þess kost að fá að axla aukna ábyrgð og sýna hvað í þeim býr. Þetta á nánast eingöngu við um þá sem eru forystumenn í félagslífi. Engin furða er að þetta sama fólk nær oft lengst í atvinnu- og menningarlífi seinna meir. Það eitt hefur fengið hluta af viðeigandi þjálfun og mótun. Hraðfara breytingar Komið er að því að gera veigamiklar breytingar á allri menntun. Um allan heim má sjá mikla gerjun á þessu lykilsviði upplýsingasamfélags nútím- ans. Ótrúlega lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og of lítið af nýjungum kemur til framkvæmda í menntakerfinu þrátt fyrir margháttað gott framtak, svo sem vefvæðingu hluta náms. Vilji Islendingarekki missaaf lestinni er brýnt að taka á þessu máli á samþætt- an hátt sem nær ekki einungis til tækni heldur einnig þekkingar á viðfangs- efninu (þ.e. kennslufræðum), sem og nýjum og veigamiklum grundvallar- viðhorfum sem upp eru komin í menntun íheiminum. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.