Vísbending - 24.09.1999, Side 3
ISBENDING
Lífeyrisskuldbindingar og ríkishalli
Bjarni Bragi Jónsson
hagfræðingur
Nýlega útkominn ríkisreikningur
fyrir árið 1998 er af fjármála-
ráðherra og öðrum sem
opinberum skýrslum stýra talinn vera
til marks um trausta og ábyrga
fjármálastjórn og mótvægi við ríkjandi
þensluástand. Þetta má til sanns vegar
færa, sé einungis hugað að aðhalds-
sarnri stjórn útgjalda sem koma til kasta
fjárveitingarvaldsins á grundvelli lítt
eða ekki breyttra tekjustofna sem bornir
eru uppi af stöðugum hagvexti og því
miður ekki síður af óhóflegri neyslu-
aukningu og þar með viðskiptahalla og
skuldasöfnun út á við.
Undiryfirborðinu
Sé skyggnst undir yfirborðið kemur í
ljós að margt orkar tvímælis í þeirri
greiningu sem liggur þessu áliti til
grundvallar. Mestu varðar að ein
risavaxin gjaldfærsla yfirskyggir allt
annað í ríkisfjármálum liðins árs, sem er
nýmyndun lífeyrisskuldbindinga ríkis-
sjóðs, ásamt hliðstæðu endurmati hinna
fy rri, svo nemur alls 30 milljörðum króna.
Þessi gjaldfærsla var heintiluð með
breytingu launakerfis ríkisins sem tók
gildi um áramótin 1997/98 en er að
langmestum hluta niðurstaða af eins
konar sjálfgengisvél kjaramálanna,
samkvæmt samningum, kjaradómum
eða nefndarúrskurðum, svo ekki sé talað
um sjálfdæmi. Þetta er gert í þeim
yfirlýsta tilgangi að bæta upp fyrra
misrétti í samanburði við aðra starfshópa
og túlka þegar fengin kjör yfirvinnu og
aukagetu til skynsamlegra horfs og
viðurkenningar lífeyrisréttinda. Þau rök
hafa óefað mikið gildi, en ekki
fortakslaust án tillits til fjárhagsgetu
ríkissjóðs og efnahagsástands. Með
þessari aðgerð er veitt út gífurlegum
hagsmunum frá samfélaginu og almenn-
um skattborgurum til eins hagsmuna-
geira, án þess að fjárveitingarvaldið hafi
séð það fyrir og tekið á því ábyrgð
beinna atkvæða. Að sama skapi missti
ríkisvaldið færi á því að tryggja
hagsmuni almennings með því að
fyrirbyggja með samningum eða löggjöf
slíka endurupptöku og hækkun áður
áunninna lífeyrisréttinda framvegis.
Góðæri ríkisfjármála
Fljótt á litið gæti svo sýnst sem úr
nógu hafi verið að spila. Tekjur
ríkissjóðs hækkuðu frá fyrra ári
samkvæmt eldri framsetningu um 21,8
milljarða eða 16%. Þar sem meiri hluti
þess er sprottinn af þenslu þjóðar-
útgjalda umfram hagvöxt hefði þurft að
taka tilsvarandi hluta tekna úr umferð til
að styrkja stöðu ríkissjóðs gagnvart
áorðnum skuldbindingum í stað þess
að auka þær að sama skapi. Niðurstaðan
varð hins vegar sú að myndaðar voru
lífeyrisskuldbindingar að svo til sömu
fjárhæð, 22 milljörðum króna, en af því
fyrirséðir aðeins 4 milljarðar út frá
reglubundinni starfsemi eða sem ígildi
iðgjalda umfram útgreiddan lífeyri. Þeir
18 milljarðar sem umfram standa eru þó
ekki eina örlætið ofan á eiginlegan
kostnað við störf ársins heldur fór einnig
fram endurmat allra fyrri skuldbindinga
í hátt við launaþróun ársins, að fjárhæð
10,7 milljarðar. Heildarinnstreymi eða
metin myndun lífeyrisréttinda nam
þannig 32,7 milljörðum en að frádregnum
2,5 millj arða útgreiddum lífeyri hækkuðu
skuldbindingar þeirra vegna um 30,2
milljarða eða31,8%, upp í 125 milljarða
metna skuld. Er því síður en svo ofmælt
að hlutdeild ríkissjóðs í góðæri síðasta
árs hafi öll fallið opinberum starfs-
mönnum í skaut, metin út frá heildar-
hagsmunum og til langs tíma. Raunar
fórfyrri hálfleikurframárin 1995-96 með
endurmati fyrri lífeyrisskuldbindinga
um 14,4 og 6,3 milljarða, eða alls 20,7
milljarða, svo að uppfærsla svipaðs eðlis
er orðin um 50 milljarðar á aðeins fjórum
árum, eða um 40% af stöðu skuld-
bindinganna nú. Lífeyriskerfi sveitar-
félaga lýtur í megindráttum sömu reglum
og því sýnt að svipuðu máli gegni um
það.
Verðmætréttindi
Iyfirlitskafla ríkisreiknings er gefin sú
skýring á vanáætlun, eða öllu heldur
vöntun áætlunar um sérstök áhrif nýs
launakerfis við upphaf ársins, að ekki
hafi þá verið fyrir hendi forsendur til að
gera slíka áætlun. Virðist raunar felast í
því að sett hafi verið í gang ófyrir-
sjáanlegt ferli samninga og kjaradóma
um breytt launakerfi sem ýmsir hafa talið
stefna í illskiljanlegan glundroða. Má í
því sambandi spyrja hvort yfirleitt hafi
verið nokkrar forsendur til að greiða
atkvæði um að tengja lífeyrisskuld-
bindingar við slíkt ferli án nokkurs
fyrirvara um síðara samþykki. Fyrir var
vitað að lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna, sem og bankamanna,
væru mun verðmætari en á almennum
vinnumarkaði svo að sérstök nefnd til
mats á kjarasamanburði BHMR taldi
mega meta þau árið 1986 til 9% álags á
laun opinberra starfsmanna. Almenn
reynsla má og teljast fyrir því að túlkun
aukatekna og fríðinda inn í almennan
taxta hneigist til að verða mjög ýkt og
jafnvel fara úrböndunum, auk þess sem
slik kjör eiga það til að ganga aftur.
Eftirlitogöryggi
Iumfjöllun máls þessa eru í húfi tvær
meginreglur sem hafaber í heiðri, hvor
á sínu sviði lífeyrismála og opinberra
fjármála. Þær eru þó sprottnar af þeirri
sömu rót að rekstraraðila beri að
fullreikna kostnað við öll tilfallin aðföng
á rekstrarárinu. Að öðrum kosti er
niðurstaðan í reynd óþekkt og almennt
lakari en sýnt er. Lánstraust væri að
sama skapi reikult og grundvöllur
viðskipta með eignarhluta ótraustur.
Einnig mælir öryggi lífeyrisþega með
því að gerð séu skýr skil uppgjörs við
launagreiðanda með greiðslum í lífeyris-
sjóð sem rekinn sé í trúnaði við
lífeyrisþega og með fjárvörslu fyrir
þeirra hönd. Þannig breytast launþegar
í eignastétt við aldursmark eftirlauna-
töku. Almennt hefur ekki hvarflað að
atvinnurekendum í einkageira að taka á
sig ábyrgð á lífeyrisgreiðslum til
frambúðar og með launviðmiðun eftir-
manna, né mundu launþegar nú orðið
taka hana gilda. Ekki aðeins hefur sú
viðmiðun reynst vaxandi vandkvæðum
bundin sökum breytinga á störfum og
kröfum til þeirra heldur og vafasöm
réttlæting fyrir því að breyta eftirlaunum
út frá forsendum sem ekki voru fyrir
hendi þegar störfin voru innt af hendi.
Meginatriðið er þó að gera verður
kröfuréttarleg skil á hæfilegum fresti svo
að áreiðanlegt uppgjör megi semja.
Þannig hefur nú verið farið að í banka-
kerfinu með breytingu á rekstrarformi
þeirra. Þörfin fyrir slík kröfuskil hefur nú
verið mjög almennt viðurkennd, ekki
síst af fjármálaráðherra, en þau hafa ekki
skýra merkingu nema lífeyrissjóðir séu
gerðir að fjárhagslega sjálfstæðum
einingum. Mælir þannig allt með því að
svo verði einnig um opinbera starfs-
menn til samræmis við vinnumarkaðinn
í heild. Færi stóraukinna réttinda þeim
til handa ber tvímælalaust að nýta til að
koma því fram. Að því leyti sem
ríkisvaldið hlutast til um eftirlit og öryggi
lífeyrissjóða ætti það framvegis að gilda
um þá almennt.
Hagræn áhrif
Hliðstæð meginregla gildir um reikn-
ingshald hins opinbera, að öll
notkun verðmæta sem myndað hefur
(Framhald á síðu 4)
3