Vísbending - 01.10.1999, Page 3
ISBENDING
Ríkisfjármál í þenslu — hvernig á að bregðast við?
Þórður Friðjónsson
hagfraeðingur
Það fer ekki á milli mála að þenslu-
hætta steðjar að íslenskum þjóðar-
búskap um þessar mundir.
Hættumerkin er hvarvetna að sjá, en
skýrust eru þau þó á sviði verðlagsmála,
peningamála og á vinnumarkaði.
Verðbólgaer nú töluvert meiri en í öðrum
þróuðum ríkjum. Þannig hefur vísitala
neysluverðs hækkað um 4,9% síðustu
tólf mánuði borið saman við 1-2%
verðbólgu í iðnríkjunum. Þótt þessa
hækkun megi að hluta skýra með hækkun
fasteignaverðs og bensínverðs er ljóst
að verðbólgan hér á landi er mun meiri
nú en annars staðar. Vöxtur útlána og
peningamagns hefur legið á bilinu 15-
20% sem er meira en samrýmist
stöðugleika þegar til lengdar er litið.
Staða og horfur á vinnumarkaði gefa
einnig skýrar vísbendingar um spennu.
Hættumerkin birtast því í ýmsum
myndum.
Ofmikill vöxtur
En af hverju stafar þenslan? Ástæðan
er einfaldlega sú að hjól efnahags-
lífsins hafa snúist of hratt að
undanförnu miðað við afkastagetu
þess. Hagvöxturhefurverið tvöfaltörari
en í iðnríkjunum undanfarin fjögur ár
eða um og yfir 5% á ári. Þetta er meiri
vöxtur en efnahagsstarfsemin stendur
undir til lengri tíma og teflir hann því í
tvísýnu stöðugleikanum. Þenslu-
einkennin hafa hins vegar ekki birst fyrr
en nú vegna þess að áður en góðærið
hófst var afkastagetan vannýtt og
jafnframt hafa marg-
víslegar markaðs-
umbætur stuðlað að
aukinni framleiðni.
Fyrir vikið var svig-
rúm fyrir mikinn hag-
vöxt um tíma án þess
að þensla mynd-
aðist. Nú virðist
þetta svigrúm hins
vegar búið og því er
nauðsynlegt að
draga úr vexti um-
svifa og eftirspurnar
til að koma í veg fyrir
að verðbólga fari úr
böndum.
Miðað við eðli-
leg þjóðhagsleg skil-
yrði má ætla að jafn-
vægisvöxtur í hag-
kerfinu geti verið um 3% á ári. Þetta er
nálægt meðalvexti hér á landi og í
iðnríkjunum þegar til langs tíma er litið.
Því er raunsætt að stefna að slíkum vexti
á næsta ári og leitast þannig við að ná
„mjúkri lendingu" í efnahagslífinu. Ef
það tekst getum við vel við unað, enda
fæli það í sér að hagvöxtur og lífskjör á
íslandi þróuðust í hátt við það sem
gerist meðal annarra þjóða í fremstu röð.
Þetta er meginverkefni hagstjórnar á
næstunni.
Lendingin
Ef þenslan heldur hins vegar áfram
að grafa um sig er „harkaleg lending“
óhjákvæmileg - og þeim mun harkalegri
sem það dregst lengur að hægja á
efnahagsstarfseminni. Það nægir í raun
að benda á að meiri verðbreytingar hér
á landi en í helstu viðskiptalöndum grafa
smám saman undan gengi krónunnar,
þar sem raungengið hækkar og
viðskiptahalli eykst. Því meira sem slíkt
misvægi verður þeim mun afdrifaríkari
verða afleiðingarnar þegar þær verða
ekki lengur umflúnar. Áf þessum sökum
er mikið í húfi að vel takist til um
hagstjórn á næstu mánuðum.
En hvernig á að bregðast við? Hvað
á að gera til að tryggja mjúka lendingu
í efnahagslífinu? Hvaða áherslur í hag-
stjórn eru best til þess fallnar að ná
þessu markmiði? Við þessum spurning-
um er ekki til einfalt svar eins og nú
horfir í þjóðarbúskapnum. Það er
vandasamt verkefni að finna þær
áherslur í hagstjórn sem tryggja árangur
í þessum efnum. Verkefnið er að stilla
saman þau hagstjórnartæki sem
stjórnvöld hafa yfir að ráða, ríkisfjármál
og peningamál.
Peningastefnan hefur miðað að því
að hemja vöxt efnahagslífsins. Til marks
um það eru miklar vaxtahækkanir
Seðlabankans sem hafa leitt til að
vaxtamunur milli Islands og annarra
landa er nú í sögulegu hámarki eða um
5,5 % á peningamarkaði. Líklegt er þó að
þegar vaxtamunur er orðinn s vona mikill
skili hann ekki að fullu því sem til er
ætlast. Þetta stafar af því að fyrirtækin
færa lántökur sínar í vaxandi mæli í
erlenda mynt og fyrir bragðið verða
lántökur þeirra óháðari innlendum
vöxtum. Við slíkar aðstæður er þannig
óvíst að hækkun innlendra vaxta dragi
að marki úr fjárfestingu í atvinnulífinu.
Heimilin eru vissulega áfram háð
innlendum vöxtum en lántökur þeirra
ráðast hins vegar meira af tekjum og
væntingum en vöxtum.
Þótt þannig sé næsta víst að
vaxtamunur skili verrhlutverki sínu eftir
því sem hann verður meiri, er
óhjákvæmilegt að vextir verði háir um
hríð, jafnvel hærri en þeir eru nú.
Jafnframt er brýnt að leita annarra leiða
í peningamálum, m. a. hlýtur að koma til
álita að auka bindingu fjár í bankakerfinu
og hvetja til þess að varúðarsjónarmið
séu höfð að leiðarljósi við útlán, ekki
síst með tilliti til hagsveiflusjónarmiða.
Öflugastahagstjórnartækið
E
’n böndin berast að ríkisfjár-
ymálunum; þau eru vafalaust öflug-
asta tækið til að bægja frá þenslu við
núverandi aðstæður og horfur í þjóðar-
búskapnum. Afgangur á ríkissjóði
stuðlaraðjafnvægi íefnahagslífinu. Það
getur hins vegar verið nauðsynlegt að
hafa afganginn verulegan - og ígrunda
vel ráðstöfun hans - til þess að ná þessu
markmiði ef útgjöld heimila og fy rirtækj a
(Framhald á síðu 4)
Mynd 1. Afkomuhorfur hins opinbera í ríkum OECD árið 2000.
Hlutfall af landsfrainleiðslu.
3