Vísbending - 01.10.1999, Page 4
ISBENDING
(Framhald af síðu 3)
vaxa hratt.
Þótt þetta teljist sennilega almenn
sannindi er hægara sagt en gert að ná
viðunandi niðurstöðu í þessum efnum
á vettvangi stjómmálanna - og að hluta
er það skiljanlegt. Eins og afkomutölur
ríkissjóðs sýna hefur náðst mikill
árangur á undanförnum árum og þótt
halli sveitarfélaga vegi þar nokkuð á
móti hefur hið opinbera í heild skilað
vaxandi afgangi. Jafnframt er afkoman
tiltölulega góð í samanburði við önnur
lönd eins og myndin sýnir sem hér fylgir
með. Er því skiljanlegt að það sé erfitt
fyrir stjómmálamenn að sannfæra sjálfa
sig og þjóðina um að nauðsynlegt sé að
herða tökin enn frekar í ríkisfjármálum.
Tekjur af viðskiptahalla
Þetta er allt rétt en ríkisfjármálin geta
hins vegar lagt meira af mörkum til
að tryggja stöðugleikann og jafnframt
er frekari beiting þeirra án efa öruggasta
leiðin að þessu marki. í því sambandi má
nefna - án þess að vanþakka árangurinn
- að viðskiptahalli skýrir nær allan
afganginn sem að er stefnt hjá hinu
opinbera á næsta ári. Þannig er áætlaður
halli um 30 milljarðar króna og lauslega
reiknað eru tekjur hins opinbera af
(Framhald af síðu 2)
sem hann gefur upplýsingar um) og
hluthafa. í þriðja lagi getur hækkandi
verð leitt til þess að hluthafar selji bréf
sín þar sem þeir hafa ekki þær óopinberu
upplýsingar sem verðið endurspeglar.
Bæði með og á móti eru gild rök. Samt er
varhugavert að leyfa mönnum að nýta
sér óopinberar upplýsingar því að það
býður upp á spillingu þar sem
starfsmönnum er borgað fyrir að hlera
allt sem gerist innan fyrirtækisins sem
þýðir að starfsmenn eru hættir að vinna
í þágu fyrirtækisins, upplýsingar verða
forréttindi stjórnenda, sem kallar á
aukna miðstýringu og leynimakk.
Umboðsmannavandinn yrði mun
stærra vandamál.
Það er líka ólíklegt að það styrki trú
almennings á markaði ef fámennur hópur
einstaklinga getur nýtt sér óopinberar
upplýsingar til þess að hagnast langt
umfram hinn almenna fjárfesti.
Hættaáspillingu
Það er mjög erfitt að sanna að
óopinberar upplýsingar hafi verið
nýttar, enda mjög grátt svæði á milli
innsæis fjárfesta og óopinberra upplýs-
inga. Það er hins vegar lfklegt að þær
verðhækkanir sem urðu á hlutabréfum
í Islenskum sjávarafurðum endurspegli
vitneskju um samruna IS og SIF, fátt
slíkum halla um þriðjungur þeirrar
fjárhæðar. Hallinn, eyðsla þjóðarinnar
umfram tekjur, hefurgóð áhrif áríkissjóð.
Afkomu ríkissjóðs á hverjum tíma þarf
því að skoða í þjóðhagslegu samhengi.
Afgangur á búskap hins opinbera
er mikilvægur en að fleiru þarf að huga.
Það skiptir einnig máli hvað er gert við
afganginn. Að undanfömu hefur ríkis-
sjóður einkum notað hann til að greiða
niður innlendar skuldir sem felur í sér að
peningarnir fara aftur í umferð innan-
lands. Frá hagstjórnarsjónarmiði væri
tvímælalaust æskilegra að greiða niður
erlendar skuldir og taka þannig fjármagn
út úr hagkerfinu. Þetta hefur hins vegar
verið erfitt vegna stöðunnar á
gjaldeyrismörkuðum. Brýnt er að gefa
þessu gaum á næstunni, þ. e. hvernig
best er að koma afgangi ríkissjóðs fyrir
án þess að peningarnir fari á ný í umferð
heima fyrir.
Vextir og afkoma ríkissjóðs eru
vissulega lykilatriði þegar þensluhætta
steðjar að þjóðarbúskapnum. En þótt
þetta séu áhrifamestu tækin í
verkfærakistunni er þar fleira að finna
sem getur komið að notum. Einnig er
þýðingarmikið að beita þessum tækjum
með samræmdum hætti. Þannig getum
við fært okkur af því hættusvæði sem
flest bendir til að við séum komin inn á.
annað getur útskýrt verðhækkunina.
ísland er lítið og fámennt land þar
sem nálægð aðila er mikil og þess vegna
er kannski meiri hætta á því að
óopinberar upplýsingar fari manna á
milli, kannski meira í sakley si en nokkuð
annað, hér á landi en annars staðar. Það
er þó ekkert smámál að láta þetta allt
saman óáreitt því að það býður
einfaldlega upp á aukningu slíkrar
spillingar sem mun smám saman leiða til
þess að hinn almenni fjárfestir telur
hagsmunum sínum betur varið í annars
konar viðskiptum þar sem hann situr
við sama borð og aðrir.
Þjófabælið
Vísbendingin
Þjóðin hefur lifað um efni fram á
síðustu misserum, merki þess er víða
að finna í efnahagslífinu. V axtahækkanir
hafa ekki borið tilskilin áhrif og má því
búast við að leitað verði nýrra leiða til
þess að draga úr þenslunni í nánustu
framtíð. Það er hins vegar hættulegt að
bregða fæti fyrir hina bjartsýnu þjóð
sem arkar með fánann á lofti út í óviss-
una í þeirri trú að góðærið endi aldrei.
Slík kollsteypa gæti gert það að verkum
að hún snúi baki við þeim skuld-
bindingum sem hún hefur komið sér í.
Levinehallaði sér fram áborðið. „Það
er hægt að græða mikið á svona
upplýsingum" sagði hann. „Líttu á
verðbréfasalana. Þeir nota sér þær í
viðskiptum. Líttu á sjóðsstjórana. Það
eru allir í þessu.“ Hann hikaði. „Þú getur
grætt mikið á þessum upplýsingum ef
þú lætur mig fá þær.“ ... „Þetta er
skemmtilegur leikur og enginn vandi“
hélthann áfram. „Stjómvölderuheimsk.
Það em allir heilalausir í þeim geira. Þeir
fá tvöhundruðþúsund á mánuði, ef þeir
ná því“.
... „Ef þú setur mig í rétta aðstöðu
með miklum fyrirvara, þá borga ég fyrir
það líka“ sagði Boesky. Siegel gat svo
sem látið svo að þetta væri sakleysisleg
uppástunga. Hann gæti bent á hvað
fyrirtæki væru líkleg til þess að lenda í
yfirtöku byggt á sinni sérfræðikunnáttu
og reynslu. En það var samt enginn vafi
á því að þeir voru að fara yfir strikið.
Boesky var augljóslega að biðja um
innherjaupplýsingar. Þeir ræddu meira
að segja um það að ef Boesky keypti
hlutabréf eftir ábendingu Siegels of
nærri raunverulegu yfirtökutilboði þá
gæti það valdið grunsemdum. Það yrði
að hnippa í hann með löngum fyrirvara.
„Eg myndi svo fá eins konar bónus í
árslok“ sagði Siegel. Boesky kinkaði
kolli. ... Því meira sem Siegel hugsaði
um það, þeim mun meira vit var í
sambandinu við Boesky. ... Og það var
engin áhætta. Siegel ætti engin viðskipti
sjálfur, það yrði ekkert hægt að rekja til
hans. Og Boesky yrði aldrei gripinn.
Hann hafði náð frábærum árangri og
var með mest umsvif allra í verðbréfa-
viðskiptum í bænum. Yfirvöld gætu
aldrei sannað að löggiltur verðbréfasali
væri að nýta sér innherjaupplýsingar
og alls ekki Boesky. Boesky varof snjall
til þess að taka nokkra áhættu.
... Siegel opnaði töskuna með jóla-
bónusnum. Þarna voru 100 dollara-
búntin. Hann starði á peningana. Allt
hafði gengið samkvæmt áætlun. Nú átti
hann féð, hann hafði unnið sér það inn.
Honum ætti að líða frábærlega vel. Þess
í stað var honum ómótt. Hann settist
niður og hélt höndunum um höfuðið og
beið þess að ógleðin hyrfi.
Úr „Den ofThieves “ eftirJ. B. Stewart.
f'Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogN
ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4