Vísbending


Vísbending - 05.11.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.11.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING íslenskt myntráð Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur Stjóm peningamála miðar að því að halda verðgildi gjaldmiðilsins sem stöðugustu eða með öðrum orðum að koma í veg fyrir verðbólgu. Um þessar mundir er verðgildi íslensku krónunnar haldið uppi með háum vöxtum, hærri vöxtum en tíðkast í helstu viðskipta- löndum okkar. Önnur leið til að tryggja verðgildi krónunnar væri að setja upp svonefnt myntráð (á ensku Currency Board Arrangement). Með því er verðgildi gjaldmiðilsins tryggt með erlendum gjaldeyri og gengið fest. Eðlilegt væri að tengja krónuna við evru. Myntráð hefur ekki verið mikið rætt hér á landi. Tímabært er að rannsaka kosti og galla þessa fyrirkomulags, einkum í ljósi áhrifa frjálsra fjármagnsflutninga og myntsamruna í Evrópusambandinu á íslenskt hagkerft. Kostir og gallar My ntráð eiga rætur að rekja ti 1 miðrar nítjándu aldar þegar þau voru sett upp í breskum nýlendum. Fjöldi landa, einkum smærri lönd og eyjar á Kyrrahafi og víðar, notuðu myntráð allt fram að síðari heimstyrjöld. Eftir miðja öldina fækkaði myntráðum mjög. Nú hefur áhugi á þeim vaknað að nýju. Myntráð eru meðal annars við lýði í Eistlandi, Litháen, Hong Kong og Argentínu. Með myntráði er átt við fyrir- komulag peningamála þar sem bundið er í lögum að skipta megi innlendum peningum fyrir erlenda mynt á föstu gengi (tenging við myntkörfu er einnig möguleg). Einnig er um að ræða kvaðir sem hvfla á peningaútgefandanum, það er venjulega seðlabanka, sem tryggja að unnt sé að framfylgja lögunum um skipti innlendu myntarinnar fyrir erlendan gjaldmiðil. Þetta fyrirkomulag felur í sér að innlenda peninga er aðeins hægt að gefa út (prenta) á móti erlendum gjaldeyri og peningarnir eru tryggðir með erlendum eignum. Strangt til tekið þá væri ekki þörf fyrir sérstakan seðlabanka ef myntráð væri notað. Reyndin er þó sú að flest lönd sem nota myntráð hafa seðlabanka sem veitir svipaða þjónustu og aðrir seðlabankar. Fyrirkomulag tryggingar á útgefnum peningum getur verið með mismunandi hætti. Peningar í umferð og inneignir innlánsstofnana í seðla- banka (MO) eru yfirleitt tryggð að fullu. Einnig er mögulegt að tryggja gjald- miðilinn aðeins að hluta til, svo sem 80% hans, en þá fæst svigrúm til pen- ingaútgáfu sem byggist á innlendum tryggingum. Mismunur á myntráði og venjulegu fastgengi er sá að settar eru strangar lagalegar hindranir gegn því að gengi sé breytt. Þetta eykur mjög á trúverðug- leika gengisstefnunnar. Aukning pen- ingamagns án tryggingar, með stækkun gjaldeyrisvarasjóðs, er ekki möguleg og því er „peningaprentun" sem lausn á lausafjárvanda ríkissjóðs úr sögunni. Lánafyrirgreiðsla seðlabanka við aðra banka eða ríkissjóð takmarkast við eign á gjaldeyri umfram það sem þarf til að tryggja peninga í umferð (ef um 100% tryggingu er að ræða). Myntsláttu- hagnaður hverfur ekki úr landi með myntráði gagnstætt því sem gerist ef mynt annars lands er tekin upp sem lögeyrir. í einföldustu mynd myntráða er ekki gert ráð fyrir neinni björgunar- þjónustu við banka og vextir hverfa sem stýritæki. 1 reynd virkar myntráð á svipaðan hátt og gullfótur. Breytingar á peninga- eftirspurn endurspeglast í breytingu á gjaldeyrisvarasjóði í stað innlendrar eignar seðlabankans. Líkt og í öðrum fastgengiskerfum ætti frelsi í fjármagns- flutningnum að auðvelda aðlögun að vöxtum í viðmiðunarlandinu. Myntráð dregur úr áhættu vegna gengisbreyt- inga og það ætti enn frekar að samræma vextina. Reynslan í þeim löndum sem hafa tekið upp myntráð er yfirleitt sú að vextir hafa lækkað og nálgast vexti í viðmiðunarlandinu. Athuganir hafa sýnt að lönd sem nota myntráð búa við minni verðbólgu en lönd sem nota önnur fastgengiskerfi (sjá Ghosh, 1998). Jafnframt er hagvöxtur þar meiri að jafnaði. Vafasamt er þó að telja aukinn hagvöxt beina afleiðingu af notkun myntráðs. Gagnrýni á myntráð virðist aðallega af tvennum toga. Annars vegar telja ýmsir að myntráð veiti bankakerftnu ekki nægilega peningalega þjónustu, neyð- arlánveitandi hverfi og erfitt sé að leysa úr lausafjárkreppum í bankakerfinu. Hins vegar er gagnrýnt að rfkið hafi ekki möguleika á að örva hagvöxt með halla- rekstri sem er ijármagnaður í seðlabanka með peningaútgáfu. Þessi gagnrýni átti þátt í því að vinsældir myntráða minnkuðu verulega eftir seinna stríð. Að vísu er hægt að veita banka- kerfinu ýmsa þjónustu þótt myntráð sé við lýði, til dæmis með því að sinna endurkaupaviðskiptum. Bent hefur verið á að myntráð án hefðbundinnar seðlabankaþjónustu auki ábyrgð ríkissjóðs og banka og dragi úr kostnaði við óþarfa yfirbygginu í kerfinu. Slík „hreinræktuð" myntráð gáfust vel áður fyrr en varla er raunhæft að afnema alla þjónustu seðlabanka í nútímahagkerfi. Gagnrýni í anda kenninga Keynes um örvunarhlutverk hins opinbera nýtur minna álits nú vegna reynslu manna af verðbólgu og vandamálum tengdum langvarandi hallarekstri ríkisins. Veikleikarkrónunnar s Aundanförnum árum hefur tekist að halda gengi krónunnar stöðugu enda er það forsenda fyrir lágri verð- bólgu þar sem innflutningur vegur þungt í neyslu þjóðarinnar. Samt sem áður stendur þessi árangur ekki traust- um fótum. í fyrsta lagi er viðskiptahalli mikill og háa vexti þarf til að halda uppi gengi krónunnar. Skammtímavextir eru ntun hærri hér en erlendis og skaðar það samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. 1 öðru lagi hefur reynslan sýnt að vakni minnsti grunur um að gengið sé rangt skráð og varnir séu ekki nægar þá er ráðist að genginu. Jafnvel í stórum og öflugum ríkjum hafa spákaupmenn kné- sett gengisstefnu stjórnvalda. Nýlegt dæmi er Brasilía. Meðan hagvöxtur hér er svo mikill sem raun ber vitni reynir ekki tnikið á gengisstefnuna. Hægðist hins vegar verulega á hagvexti eða verð- bólga færi að kræla á sér þá gæti þrýsting- ur skapast á gengið. 1 þriðja lagi er ljóst að mjög lítil hagkerfi hafa takmarkaðar varnir gegn aljrjóðlegum spákaupmönnum þegar fjármagnsflutningar eru frjálsir. Nánast hvaða áhættufjárfestingarsjóður sem er gæti valdið verulegum usla í íslenska hagkerfinu ef hann eygði möguleika á hagnaði af slíku atferli. Svo gæti farið ef skammtímavaxtamunur á milli íslands og annarra landa verður enn meiri en nú er og gengið helst uppi á of háum vöxtum. Hugsanlega er helsta vörn smáríkja sem vilja halda úti eigin mynt smæð hagkerfisins sem veldur því að varla tekur að ráðast gegn mynt þeirra. I fjórðalagi þáeru vandamál íþjóðar- búskapnum hér á landi þrátt fyrir mikinn hagvöxt, stöðugt gengi krónunnar og litla verðbólgu. Góðærið hefur ekki verið notað til að lagfæra innviði hagkerftsins. Þar er um að ræða rnikið dulið atvinnu- leysi, einkum í hefðbundnum land- búnaði en framleiðni þar er langt undir því sem samkeppnishæft getur talist. Víðar í hagkerfinu er hægt að komast af með minni mannskap, svo sem í opin- berri stjórnsýslu og í bankakerfinu. Þótt ef til vill megi færa rök fyrir því að (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.