Vísbending


Vísbending - 05.11.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.11.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) afkastageta hagkerfisins sé fullnýtt miðað við núverandi aðstæður er mikið verk óunnið við að nýta betur innlent vinnuafl í arðsömum atvinnurekstri. Veikir innviðir og skortur á samkeppni víða í þjóðfélaginu eru örugglega mikil- væg ástæða fyrir viðskiptahalla og verðbólguþrýstingi. Niðurstaða eð því að fasttengja krónuna við evru með myntráðsfyrirkomulagi er verðgildi gjaldmiðilsins tryggt. Traust manna á gjaldmiðlinum eykst og það kemur fram í lægri vöxtum. Verðbólga lækkar og verður svipuð og í evrulandi. Verulegt hagræði í viðskiptum fæst með því að einfalda peningakerfið. Jafnframt er komið í veg fyrir spákaupmennsku með gjaldmiðilinn. Til þess að ná frant kostum myntráðs hér á landi þyrfti að flýta ýmsum skipulagsbreytingum, ljúka sölu ríkis- banka og lagfæra helstu galla í innviðum hagkerfisins. Myntráð leysir stjórnvöld ekki undan þeirri ábyrgð að haga tjárlögum og öðrum þáttum hagstjórnar í samræmi við óbreytanlegt gengi. Sama gildir um einkageirann. Sjávarútvegur- inn verður að geta mætt tekjutapi með hagræðingu innan greinarinnar og (Framhald af síðu 1) einnig gleymist stundum er að um leið og hið opinbera er inni á einhverjum markaði þá er erfitt eða nær ómögulegt fyrireinkaaðila að fóta sig á sama markaði og það á einnig við um ráðgjöf og stuðning við fyrirtæki. Þjóð sem á eins marga viðskipta- og hagfræðinga og Islendingar þarf ekki lengur að halda á opinberum ráðgjafarekstri enda ljóst að markaðslögmálin gera ráðgjafa bæði betri og tillögur þeirra markvissari en ríkisrekstur getur nokkurn tímann gert. Með styrk og stefnu Um þrír fjórðu fyrirtækjanna eru tuttugu ára eða yngri. Sami hluti þeirra er enn rekinn af stofnendunum. Einna ánægjulegast er annars vegar að vel gengur hjá smáfyrirtækjum og hins vegar að fasið einkennist af sjálfstrausti og bjartsýni frekar en volæði um að aukin samkeppni sé að drepa þau eða að stórfyrirtækin séu að eignast ísland. Þetta virðast vera fyrirtæki sem vilja ná góðum árangri með eigin hugviti og atgervi frekar en að vera fóðruð með styrkjum. Rúmur meirihluti þátttakenda (54,4%) er mjög ánægður (13%) eða frekar ánægður (41,4%) með afkomu fyrirtækis síns. Gott er þó fyrir fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni að hafa ákveðin atriði í huga. Um fimmtán prósent þeirra bankar að haga útlánum þannig að ekki komi til lausafjárvandræða. Annar mikilvægur ávinningur af myntráði með evrutengingu er sá að það undirbýr landið fyrir þátttöku í peningakerfi Evrópusambandsins ef til þess kemur. Samruni við evruland verður mjög einfaldur og átakalaus eftir að myntráð hefur tekið til starfa hér á landi. Rit til hliðsjónar: Baliiio, Tomás J. T. et.al., Currency Board Arrangements, Issues and Experiences, IMF Working Paper, Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn. 1997. Fæst á vefsíðu sjóðsins: http://www.imf.org. Enoch, Charles and Anne-Marie Gulde, Making a Currency Board Operational, IMF Paper on Policy Analysis and Assess- ment, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 1997. Fæst á vefsíðu sjóðsins. Ghosh, Atish R. et. al., Currency Boards: The Ultimate Fix?, IMF Working Paper, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 1998. Fæst á vefsíðu sjóðsins. Schuler, Kurt, Currency Boards, doktors- ritgerð við George Mason University, Fairfax, Virginia, 1992. Vefútgáfa: http:// users.erols.com/kurrency/webdiss 1 .htm. Schuler, Kurt, Introduction, september 1998. Vefútgáfa: http:// users.erols.com/kurrency/ intro.htm. stunda útflutning og helmingur þeirra fiskveiðar eða fiskvinnslu. Um 84% þeirra svöruðu að þau stefndu ekki á útflutning á næstu 12 mánuðum. I rannsóknum á alþjóðavæðingu fyrir- tækja kemur fram að vilji stjórnenda er oft stærsta hindrunin fyrir því að fyrirtæki alþjóðavæðist. Stundum má rekja þetta viljaleysi til þekkingarskorts eða hræðslu en þó getur það verið skynsamlegt ef fyrirtæki er ekki nægilega vel undirbúið undir útflutning. Rétt er þó að hafa í huga að í könnun á framsæknustu fyrirtækjum Evrópu kemur fram að um 80% þeirra starfa á útflutningsmörkuðum og útflutningur er um 40% af heildarveltu þeirra. Þau flytja út miklu hærra hlutfall veltu sinnar en lítil og meðalstór fyrirtæki yfirleitt. Einnig kemur fram í könnun Afi vaka að flestum forsvarsmönnum fyrirtækja þótti tímafrekast að sinna fjármálum og bókhaldi fyrirtækisins (64%) en fæstum stefnumótun (3%). Það hefur oft sýnt sig að stefnumótun og skýrri og skynsamlegri markmiðasetningu er mjög ábótavant hjá smáum fyrirtækjum. Þó svo að mestur tími stjórnenda fari óumflýjanlega í hið daglega amstur viðskiptanna má samt ekki gleyma því að það er hollt fy rir öll fyrirtæki að staldra annað slagið við til að velta því fyrir sér hvar það er statt, hvert stefnir og hvort að það sé á þeirri leið sem það vill og ætti að fara. Aðrir sálmar Með allt að láni IMorgunblaðinu birtist sl. fimmtudag greip um eiginfjárhlutfall lánastofn- ana. I henni kemur fram að CAD- hlutfallið hefur lækkað um nær fjórðung hjá sparisjóðunum á undanförnum fjórum árum en um 10% hjá viðskipta- bönkunum, sem þó eru enn með lægra hlutfall en sparisjóðirnir. Breytingin er meiri sé ekki tekið tillit til víkjandi lána. Ahættan er að aukast en það sem ekki kemur fram á línuritunum er að nú eru menn farnir að taka (og veita) mun áhættusamari lán en áður. Á sínum tíma þóttust menn fara afar varlega þegar gerðar voru kröfur um hátt eiginfjár- hlutfall í fiskeldi. Þá var lagt upp með 25 og upp í 33% eiginfjárhlutfall en sjóðir ríkisins lánuðu það sem á vantaði. Það gleymdist hins vegar að taka með í reikninginn að ríkið lánaði einstakling- um og fyrirtækjum líka pening fyrir hlutafénu, þannig að hátt eiginfjárhlut- fall var aðeins á pappírnum. Svo fór að ríkið þurfti að bera nær allan skellinn þegar fiskeldið fór á hausinn. Gjald- þrotum félaga hefur fækkað á undan- förnunr árum eins og kemur fram í nýrri skýrslu Aflvaka hf. Þar sést hins vegar líka að gjaldþrotum fækkaði árin 1991 og 1992 áður en holskefla reið yfir árið 1993, m.ö.o. leið nokkur tími frá því að kreppan gekk í garð þar til gjaldþrotin urðu hvað flest. Einn hornsteinn núver- andi velgengni í efnahagslífinu er að fyrirtæki tóku til í rekstri á árunurn 1993 til 1996 og hafa getað hækkað laun. Hækki laun meira en svo að menn haldi í horfinu með kaupmátt er hætt við að rekstur þyngist mjög hjá fyrirtækjum, t.d. í iðnaði og fiskvinnslu. Mesta áhættan er þó vegna áhættu- fjárfestingarlána. Algengt mun að menn taki allt að 80% lán til kaupa á hlutafé. Lækki gengi bréfanna sem keypt eru um 20% eiga menn sem sagt ekkert í hluta- bréfunum. Greiðslur á lánum virðast ekki valda mönnum hugarvíli, enda hljóti greiðslubyrði að fara eftir kjörunum á þeim. í ævisögu um þekktan Islending er þess getið að ekkja hans hafi fengið lán frá Landsbankanum á kjörum sem hafi verið henni vel viðráðanleg, þ.e. vaxta- og afborganalaus. Skyldu slík lán enn vera veitt? V_________________________________________J /Ritstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgetandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.