Vísbending


Vísbending - 05.11.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.11.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. nóvember 1999 44. tölublað 17. árgangur Smáfyrirtæki í sókn Nýlega gaf Aflvaki út skýrslu um rekstrarumhverfi smáfyrirtækja á íslandi. Skýrslan er ágætt innlegg í umræðuna um frumkvöðla og smáfyrirtæki á Islandi. Arangur og vöxtur Af þeim 585 fyrirtækjumsem svöruðu könnuninni skiluðu að jafnaði 67,4% þeirra hagnaði á árunum 1995 til 1997. Eftir atvinnugreinum skiluðu flest fyrirtæki í öðrum iðnaði en byggingar- iðnaði hagnaði en fæst í fiskveiðum og fiskvinnslu, þó 58,4% að jafnaði. Flest skiluðu fyrirtækin hagnaði 1997 eða 68,9% þeirra. Ætla má að árangur þeirra hafi verið svipaður eða betri á árinu 1998 og það sem af er 1999 með hliðsjón afárangrifyrirtækjaáhlutabréfamarkaði. Hl utfal 1 sleg fj ölgun þeirra fyrirtækj a sem eru með 100 milljón króna veltu eða meira var tæp 13% frá 1995 til 1996 og 8,4% frá 1996 til 1997 (sjá mynd 1). Það sýnir að ákveðinn hluti smáfyrirtækja verður að stórfyrirtækjum með tíð og tíma. I því sambandi má benda á rannsóknir sem bandaríski hagfræðingurinn David L. Birch hefur gert en þar kemur fram að það eru ört vaxandi smáfyrirtæki sem halda uppi atvinnusköpun í Banda- ríkjunum en ekki stórfyrirtæki. Hinn hefðbundni „sannleikur" hefur oft verið að það sé fjármagnsskortur sem hindrar vöxt fyrirtækja meira en nokkuð annað. I þessu samhengi er mjög athyglivert að yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda (76,4%) segir að fjármagn hafi ekki hamlað starfsemi fyrirtækisins á einhvern hátt á undangengnum 12 mánuðum. Um 63% þátttakenda vilja stækka fyrirtæki sitt og 55,2% telja það mögu- legt á næstu 12 mánuðum. Þó er ekki áhugi fyrir að fá utanaðkomandi fjár- magn inn í fyrirtækið (84,1%) eða setja fyrirtækið á sérstakan hlutabréfamarkað fyrir smáfyrirtæki (71,3%). Hugmyndin er þá að fjármagna vöxt fyrirtækis með lántökum eða með innri vexti. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt því að í könnun sem gerð var á meðal 500 framsæknustu fyrirtækjaEvrópu, þaðerþeirra sem vaxa Mynd 1. Hlutfall fyrirtœkja í könnun Aflvaka, flokkað eftir veltu frá 1995 til 1997 hvað hraðast, kemur fram að 62% þeirra fjármagna vöxt sinn með hagnaði og 27% með bankalánum en áhættufjár- magn var einungis nefnt í 13% tilvika. Ráðgjafar Nokkuð merkilegt er að skoða niður- stöður könnunarinnar um þekk- ingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í henni og viðhorf til stoðstofnana og ráðgjafa. Rúmlega 60% þeirra telja að þau þurfi ekki ráðgjöf, sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt miðað við þann uppgangstíma sem rannsóknin er gerð á. Því hefur verið haldið fram að lítil fyrirtæki leiti frekar aðstoðar ráðgjafa þegar illa árar eða þegar miklir óvissutímar eru en eðli málsins samkvæmt kalla vaxtarverkir Mynd 2. Hlutfall þeirra (%) sem þekktu stofnanir lítið eða ekkert nilljónir llll. fyrirtækja á utanaðkom- andi aðstoð. Það virðist þó stundum sem stjórnendur fjölskyldufyrir- tækja og frumkvöðlar sem náð hafa talsverðum árangri séu ekki alltaf til- búnir til að losa tökin á stýrinu og þeir hunsa þar með ráðleggingar annaiTa og vilja stýra fyrirtækinu eins og þeir hafa alltaf gert. Sá akstur er þó lfklegri en ekki til þess að enda út í móa þegar markaðsaðstæður breytast. Oft er það tilhneiging þeirra til að halda sama vasabókhaldið og þeir gerðu þegar fyrirtækið var að sli'ta barnsskónum sem verður til þess að þeim verður fóta- skortur á uppvaxtarárunum. I könnuninni er einnig spurt um stuðningsumhverfi fyrirtækja, um stofnanir sem í flestum til vikum er haldið úti af hinu opinbera. Einungis 4,5% forsvarsmanna þekktu vel hvaða þjónusta er í boði hjá hinum ýmsu stofnunum atvinnulífsins og er það líklega orðum aukið, ef eitthvað er, því að tilhneiging flestra er að gera meira úr þekkingu sinni en minna. Um áttatíu prósent hafa ekki nýtt sér þjónustu þessara stofnana og telja upplýsingar um stuðningsverkefni ekki aðgengi- legar (sjá einnig mynd 2). Telja skýrslu- höfundar að það gefi „tilefni til aðþessar stofnanir endurskoði hugmyndir sfnar um smáfyrirtækjarekstur og bæti tengsl sín við þá sem þeir eiga að vinna fyrir og veita stuðning." Það er spurning hvort að þessi niður- staða gefi ekki líka tilefni til að leggja þessar stofnanir að miklu eða einhverju leyti niður. Það gleymist nefnilega stundum að það er ekki nauðsynlegt að koma færandi hendi úr ríkisjötunni til þess að fyrirtæki geti gengið. Það sem (Framhald á síðu 4) 1 Aflvaki gaf nýlega út skýrslu um rekstrar- umhverfi smáfyrirtækja sem er athygliverð. 2 Alþjóðaviðskipti eru sá vaxtarbroddur sem getur leitt þjóðir inn í nýja öld með von um betri tíð. 3 Björn G. Olafsson stjórn- málahagfræðingur fjallar um myntráð og kosti þess og galla. Hann bendir á að 4 myntráð og tenging krón- unnar við evruna geti að mörgu leyti styrkt stöðu hennar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.