Vísbending


Vísbending - 12.05.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.05.2000, Blaðsíða 1
ISBENDING 12. maí 2000 19. tölublað V i k U r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 18. árgangur Fólksflutningar til landsins Mikil aukning hefur orðið á flutningum fólks á milli landa undanfarin ár. Stór hluti þess- ara fólksflutninga er streymi fólks frá þriðja heims löndum til iðnríkjanna. Þessir straumar hafa einnig náð strönd- um Islands. s A faraldsfæti s Iheiminum búa um sex milljarðar manns og áætla má að um 150 milljónir manns eða 2,5% (m.v. rannsóknir Sam- einuðu þjóðanna) af íbúum jarðarinnar séu fæddir í einu landi en búi í öðru að staðaldri. Áætlað hlutfall innflytjenda er hæst í Þýskalandi, eða um 9% af íbúafjölda landsins. Þó svo að fjöldi innflytjenda sé meiri í Bandaríkjunum þá er hlutfallið um 4,7% af heildarfjölda landsmanna skv. OECD. í Bretlandi er hlutfallið 3,6%, í Frakklandi 6,3% og í Svíþjóð er það um 6%. Hér á landi eru búsettir 14.927 manns sem fæddir eru erlendis, eða um 5,35% af heildaríbúafjölda (m.v. tölur í lok árs 1999), og 55% þeirra eru konur. Stærsti hluti innflytjenda á íslandi er frá Dan- mörku, 2.350 manns, en einnig eru hér innflytjendur frá Svíþjóð, Bandarfkjun- um og Póllandi á bilinu frá 1.300-1.600 hver þjóð (sjá mynd 1). Tæplega helm- ingur þeirra sem fæddir eru í útlöndum hafa erlent ríkisfang, eða 7.271 einstak- lingur, og rétt tæplega 42% þeirra búa í Reykjavík. Langflestir þeirra innflytj- enda sem eru á Islandi eru frá mjög rikum þjóðum, eða 64%, þannig að í hæsta lagi eru það um 5.300 manns eða 2% íbúa landsins, sem gætu talist til inn- flytjenda frá þróunarlöndum. Undanfarin ár hefur fjöldi aðfluttra útlendinga umfram brottflutta aukist mikið. Arið 1993 voru þeir 217 en árið 1999voruþeir 1.182(sjámynd2). Síðustu þrjú ár hafa að meðaltali fluttst inn ellefu hundruð manns á ári. Gulrótin og vöndurinn Gerðar hafa verið nokkrar tilraunir til þess að reyna að útskýra hvað gerir það að verkum að fólk flytur og hvert það flytur. Gróflega má líkja ástæðunum fyrir flutningi við gulrót annars vegar og vönd hins vegar, þ.e. að eitthvað togar í fólk til þess að flytja, eins og betri lífsskilyrði, eða ei tthvað ýtir fólki úr landi, eins og stjómmálalegt eða efnahagslegt ástand. Ein elsta kenningin um flutninga fólks segir að fólk frá löndum þar sem fæðingartíðni er há flytji til landa þar sem fæðingartíðni er lág. f neóklass- ískum hagfræðikenningum er ástæðan fyrst og fremst talin framboð og eftir- spurn eftir vinnuafli, þ.e. að fólk leiti inn á svæði þar sem framboð vinnu er mikið 'Mynd 2. Fjöldi aðfluttra sem fœddii eru erlendis umfram brottflutta af svæðum þar sem framboð er lítið. Frá neóklassískri rekstrarhagfræði kemur kenning um að fólk skoði hagkvæmni þess við að flytja frá einu landi til annars, þ.e. h vort ávinningur sé umfram kostnað. Þá er einnig til kenning úr vinnumark- aðsfræðinni sem segir að eftirspum eftir fólki í láglaunastörf sé ráðandi þáttur í fólksflutningum á milli landa. Innflytj- endur koma í veg fyrir að laun hækki upp úr öllu valdi í láglaunagreinum þar sem aukið framboð vinnuafls dregur úr þrýstingi á launahækkun og minnkar um leið lfkur á verðbólgu . Þó eru margir fræðimenn á því að launamunur á milli landa sé ekki meginforsenda fólksflutn- inga heldur séu það þættir alþjóðavæð- ingarinnar sem trufla „stöðugleika“ eða „stöðnun“ þjóðfélaga og auðvelda fólksflutninga og hvetja til þeirra. Einnig eru til kenningar sem fjalla um af hverju fólksflutningar aukast til ákveðins lands. Ein er runnin úr net- verkshugmyndafræðinni og segir að þegar verðandi innflytjendur hafa tengsl við innflytjendur í ákveðnu landi dragi það úr áhættu og kostnaði við að flytja til landsins og auki þ.a.l. líkur á að innflytjendum fjölgi. Svipuð áhrif hefur endurgjöf (feedback) en jákvæð endur- gjöf ýtir undir fólksflutninga til landsins. Þá hefur verið bent á það innan stofn- anahagfræðinnar að þegar innflytjendur eru þegar komnir verða til stofnanir og fyrirtæki sem styðja við og ýta undir fólksflutninga til landsins. (Framhald á síðu 3) Innflytjendur eru 5,35% ^ Verðmætustu fyrirtæki ^ símafyrirtæki eða bankar. i GarðarVilhjálmssonstjórn- I af heildanbúafjölda ís- 1 heimsins um þessar 2 Á meðal verðmætustu /| málafræðingur fjallar um X lands. Langflestir þeirra mundir eru í framleiðslu fyrirtækja Evrópu eru 49 áhrif vinnustaðasamninga em frá ríkum þjóðum.__________tölvubúnaðar eða em frá Norðurlöndum._____________á verkalýðsbaráttuna. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.