Vísbending


Vísbending - 12.05.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.05.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING (Framhald af síðu 2) lista yfir 500 verðmætustu fyrirtækin í Evrópu og þá enn síður yfir 500 verð- mætustu fyrirtæki í heimi. Þau fyrirtæki sem skipa neðstu sæti Evrópulistans eru u.þ.b. 200 milljarða króna virði. Verðmætasta fyrirtæki á Verðbréfaþingi íslands er Eimskip sem er um 35,5 milljarðar króna að verðmæti. Samein- aðir eru þó FBA og Islandsbanki mun verðmætari, eða 58,7 milljarðakróna virði (m.v. gengi 5. maí). Ólíklegt er þó að annað hvort þessara fyrirtækja eigi eftir að ná markaðsvirði sem fer yfir 200 milljarða á næstu árum. Jafnvel þó að Landsbanki og Búnaðarbanki yrðu sameinaðir hinum tveimur væri virði þeirraeinungisréttrúmlega 1 lOmilljarð- ar. Það er einnig ólíklegt að íslensk fyrirtæki í einstökum atvinnugreinum (Framhald af síðu 1) Um kostnað og ávinning Bæði á stjórnmálavettvangi og á fræðasviðinu er mjög deilt um það hver áhrifin eru af miklum fjölda innflytjenda. Frá efnahagslegu sjónar- horni er deilt um hvort innflytjendur leiði af sér kostnað eða þjóðhagslegan ávinning. Þröngt skilgreint má segja að kostnaðurinn sé fólginn í almanna- tryggingakerfinu en á móti koma greiðsl- ur til ríkisins í gegnum beina og óbeina skatta. Að öllu jöfnu þýðir það að því meira sem innflytjandi þénar og borgar í skatta því meiri ávinningur er að honum. Ef hann hefur hins vegar ekki launað starf en er neytandi almanna- tryggingakerfisins er hann aftur á móti byrði á þjóðfélaginu skv. fyrrgreindum forsendum. Þá má gera ráð fyrir því að þjóðfélagslegur kostnaður sé mestur fyrst á meðan er verið að gera honum kleift að aðlagast þjóðfélaginu og jafn- framt að kostnaðurinn sé meiri eftir því sem menningarfjarlægðin er meiri milli dvalarlandsins og fyrri heimkynna hans. í Bandarrkjunum hefur verið reiknað út að það taki 22 ár að meðaltali fyrir innflytjanda að verða „þjóðhagslega hagkvæmur“. Hér á landi er þetta þó mun minna vegna þess að langflestir, ef ekki allir, fá vinnu og framfleyta sér sjálfir í stað þess að „leggjast á kerfið“ og stór hluti kemur einungis til að vinna í fáeina mánuði eða ár og flytur svo á brott á ný. Það sem einkennir streymi innflytj- enda til iðnríkjanna og atvinnuþátttöku þeirra er að þeir vinna þau störf sem heimafólk vill ekki lengur vinna. Hér á landi má sjá að þetta hefur gerst í sjáv- arútveginum og ýmsum þjónustustörf- um sem teljast til láglaunastarfa. Þetta er mjög mikilvægt fyrir hagkerfið, bæði vegna þess að það tryggir að vinnu- aflsfrek atvinnustarfsemi geti þrifist og að dregur úr launaskriði og verðbólgu geti vaxiðhraðaren sams konarfyrirtæki á meginlandinu. Einkavædd ríkisfyrirtæki hafa sett mark sitt á listann yfir verðmætustu fyrirtæki Evrópu á síðustu árum, sérstaklega bankar og símafyrirtæki. Landssíminn er enn í gíslingu ríkis- valdsins en rætt hefur verið um að virði hans sé á bilinu 40-70 milljarðar króna og ef tekið er mið af virðisaukningu ríkisbankanna eftir að þeir voru settir á markað og símafyrirtækja á Norður- löndum er hugsanlegt að virði hans gæti tvöfaldast á einu til tveimur árum. Það er þó ólíklegt að Landssíminn nái nokkurn tímann nægilegri stærð til þess að verða á meðal verðmætustu fyrirtækja Evrópu nema sem hluti af erlendu símafyrirtæki. Fyrirtæki í nýjum og ört vaxandi atvinnugreinum eru líklegust til þess að sbr. hugmyndina úr vinnumarkaðs- fræðinni hér að ofan. A móti kemur að þó að þjóðhagslegur ávinningur sé mikill að þessari tilhögun leiðir það til þess að laun fólks sem starfaði fyrir í þessum greinum gætu lækkað hlutfallslega vegna þess að framboð starfsfólks eykst og þrýstingur á launahækkanir er minni en ella. Það fer þó eftir menntunarstigi innflytjenda hvaða störf þeir fá og hvaða störf eiga þá á hættu að dragast aftur úr í launaþróuninni. Eitt stærsta vandamál iðnríkjanna er að fólksfjölgun er þar hæg og að þjóð- irnar eru að verða hlutfallslega mjög aldnar. Ein lausnin á þessum vandamál- urn er að flytja inn fólk frá útlöndum til þess að fylla upp í þær eyður sem eru að myndast. í útreikningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ef þjóðir Evrópu ættu að halda fjölda fólks á vinnualdri stöðugum þá þyrftu Þjóðverjar að flytja inn 487 þúsund manns árlega, Frakkar 109 þúsund og þjóðir Evrópusam- bandsins samanlagt 1.600 þúsund manns árlega. Og ef reyna ætti að halda hlutfalli vinnuafls og eftirlaunaþega stöðugu þyrftu Þjóðverjar að llytja inn 3,6 milljónir manns, Frakkar 1,8 milljónir og þjóðir Evrópusambandsins 13,5 milljónir manns árlega til ársins 2050 m.v. að aðrar forsendur breytist ekki. Þetta mundi þýða að þriðjungur þessara þjóða yrði innflytjendur. Hér á landi er þetta ekki eins aðkall- andi vandamál því að næstu tíu ár helst hlutfall vinnuafls og eftirlaunaþega nokkuð stöðugt. Hins vegar þyrfti að ilytja inn rúmlega hundrað þúsund manns á árunum 2010-2030 til að koma í veg fyrir að hlutfall eftirlaunaþega hækki umfram það sem það mun verða næstu tíu ár. Það rnundi þýða að fjórðungur þjóðarinnar yrðu innflytj- endur. Hátt hlutfall eftirlaunaþega er ekki eins mikið vandamál á Islandi og víðast hvar annars staðar þar sem líf- eyriskerfið er byggt á styrkari stoðum eiga möguleika á að ná því að komast í röð risanna. Möguleikinn er fólginn í líftækninni. Þegar virði Islenskrar erfða- greiningar flaug sem hæst var fyrirtækið um 146 milljarða króna virði á genginu 65 en er nú á genginu 30 eða um 64 milljarða króna virði á gráa markaðinum og enn lægra ef miðað er við áætlað útboðsgengi, sem er í kringum 16. Það þarf því eitthvað mikið að gerast til þess að Islensk erfðagreining verði á meðal 500 verðmætustu fyrirtækja Evrópu en er þó ekki útilokað. Sennilega er það ósanngjörn krafa að ísland geti átt svo verðmætt fyrirtæki að það geti raðað sér meðal verðmætustu fyrirtækja í Evrópu þó að ekki sé nema horft til þess að Islendingar eru einungis 0,07% af íbúafjölda Evrópu. En hvenær hefur mannfæð staðið í vegi fyrir fram- takssemi landans? hér á landi. Hins vegar verður e.t.v. þörf á innflytjendum til að halda uppi byggð á öllu landinu en á síðasta ári fækkaði fólki um 1.200 manns á landsbyggðinni. Þjóðfélagsbreytingar Innflytjendur geta verið mikilvægir fyrir þjóðir á margan hátt og líklegri til þess að leiða af sér ávinning en kostnað, sérstaklega ef þeir hafa góða menntun. Einnig vill það oft gleymast í þessum köldu útreikningum að innflytjendur koma oft með nýjungar með sér sem hafa áhrif á framþróun bæði þjóðar og fyrirtækja, ásamt því að margir þeirra stofna sín eigin fyrirtæki og skapa þannig mun meiri ávinning en ella. Hitt er svo annað mál að mikill fjöldi innflytjenda skapar félagsleg vandamál, sérstaklega ef þeir eru tnenningarlega fjarlægir og hafa litla menntun. Það getur skapað stétt fólks sem kann rnálið illa, gengur illa að fóta sig í menntakerfinu og hefur mun minna á milli handanna en aðrir jojóðfélagsstéttir. Það væri stétta- skipting sem Islendingar hafa ekki þekkt um langa tíð. Sérstaklega er hætt við því að árekstrar geti skapast milli stétta þegar heilladísir hagkerfisins hætta að brosa og að kreppir. Mikill fjöldi innflytjenda þýðir að þjóðfélagið muni breytast en breytingar eru það sem fólk er almennt hræddast við. Slíkar breytingar hafa í för með sér bæði kostnað og ávinning sem dreifist tnisjafnlega innan þjóðfélags. Ávinn- ingur innflytjenda getur verið mikill ef störf eru í boði og lífsskilyrði eru bærileg. Ávinningur þeirra þjóða sem þeir konta frá getur einnig verið mikill, bæði ef brottfluttningur losar um spennu þar og ef þeir flytja til baka þekkingu og fjármagn. Hóflegir fólksflutningar til landsins eru einnig líklegir til þess að verða þjóð eins og okkar til framdráttar og farsældar þegar fram líða stundir. Heimildir: Hagstofa fslands, Sameinuðu þjóðimar, OECD. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.