Vísbending


Vísbending - 12.05.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 12.05.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING Vinnustaðasamningar Aðrir sálmar Garðar Vilhjálmsson s tj ó rn m ál afræð i ng u r Gylfi Dalmann Aðalsteinsson birti ágæta yfirlitsgrein um verkfalls- kenningar og hlutverk stéttar- félaga í 13. tbl. Vísbendingar. Sá er hér skrifar telur ástæðu til að hnýta við þá umræðu, ekki síst við umræðuna um nýtt hlutverk stéttarfélaga í breyttu samfélagi og hlutverk vinnustaða- samninga þar. Eins og fram kemur hjá Gylfa byggir allur tilgangur og starf stéttarfélaga á hugmyndafræðinni um heildarhyggju. Samtakamátturinn hefur verið hinn rauði þráður í starfi verkalýðshreyf- ingarinnar og byggt á þeirri sannfæringu að sameinaðir fái launamenn meira áorkað en sundraðir. Nauðsynlegt að skoða þróun frá miðstýringu til vald- dreifingar í kjarasamningum íþessu Ijósi. Úr gryfju meðaltalsins Vinnustaðasamningar eru tilraun til þess að ná kjarabaráttu launafólks úr meðaltalsútreikningum þar sem grundvallarviðmið allra samninga er hinn stærri efnahagslegi rammi þjóðar- búsins. I viðræðum aðila vinnumark- aðarins sem farið hafa fram um vinnu- staðasamninga hefur þó verið eðlismun- ur á skoðunum atvinnurekenda og stéttarfélaga um hlutverk stéttarfélaga við gerð slíkra samninga. Hér er fróðlegt að líta til samninganna 1997 og aftur til nýundirritaðra samninga árið 2000. í kjarasamningsviðræðum 1997 voru vinnuveitendur ekki til viðræðu um beina aðild stéttarfélaga að vinnu- staðasamningum. Þeirra skoðun var sú að stéttarfélagið skyldi vera ráðgefandi aðili en forsvar af hálfu launamanna væri algerlega á hendi trúnaðarmanna. Reyndar var gert ráð fyrir að fulltrúi stéttarfélags gæti komið að málum ef ekki næðist samkomulag innan tveggja mánaða en það má öllum vera ljóst að náist ekki samkomulag innan tveggja mánaða ríki ekki það traust milli aðila að samkomulag náist yfirhöfuð. Hér ber að hafa í huga að vinnustaðasamningar eru gerðir undir friðarskyldu almennra kjarasamninga og því ekki um samning að ræða nema byggt sé á fullkomnu trausti aðila og gagnkvæmri von um ábata. I Ijósi þessa neitaði Lands- samband iðnverkafólks að skrifa undir fyrirtækjaþátt kjarasamninga árið 1997. Onnur félög tóku fyrirtækjaþáttinn inn í kjarasamninga en lítil sem enginn áhersla hefur verið lögð á þennan þátt hjá atvinnurekendum eða stéttar- félögum að Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur undanskildu. Nú í nýgerðum kjarasamningum VMSÍ/Li voru ákvæði um fyrirtækjaþátt kjarasamninga tekin upp aftur en gerð sú grundvallarbreyting að þegar sest er að samningaborði um vinnustaðasamn- ing geta launamenn strax frá upphafi kallað til fulltrúa stéttarfélags. Einnig eru kominn inn í kjarasamninga víðtæk- ari ákvæði um upplýsingamiðlun fyrir- tækis til trúnaðarmanna sem er forsenda þess að aðilar setjist við samningaborð á sömu forsendum. Hvort þessi breyting á ákvæðum um fyrirtækj aþátt kjarasamn- inga verður til þess að vinnustaða- samningar verði teknir upp í auknum mæli skal ósagt látið en a.m.k. eru gjörbreyttar forsendur fyrir launafólk og stéttarfélög þeirra til að skoða málin gaumgæfilega og nýta það lag sem býðst með breyttu umhverfi. Jafnræðisgrundvöllur / Iljósi breyttrar afstöðu samtaka atvinnurekenda til hlutverks stéttar- félaga í vinnustaðasamningum er nokk- uð víst að starfsemi stéttarfélaga getur þróast með þeim eðlilega hætti að koma í vaxandi mæli að samningum um kaup og kjör félagsmanna m.t.t. afkomu við- komandi fyrirtækja eða starfsgreina. Með nýjum starfsaðferðum er líklegra að traust geti myndast á milli eigenda (stjórnenda) og starfsmanna fyrirtækis og að launamenn geti, í krafti samtaka- máttarins, mætt til samningaviðræðna á jafnræðisgrundvelli. Þannig hafa e.t.v. skapast þær aðstæður á íslenskum vinnumarkaði að hægt verði að þróa kjaramálaumræðu úr skotgröfum meðal- talsútreikninga til hagsbóta fyrir launa- fólk og atvinnulífið almennt en með heildarhyggju og samtakamáttinn að leiðarljósi. Vísbendingin Ritstjórn Vísbendingar hefur jafnan lagt metnað sinn við að hlusta á og taka mið af áskrifendum blaðsins til að það geti orðið sem áhugaverðast. Við hvetjum þig til að senda okkur línu um hvað þú myndir vilja sjá fjallað um. Einnig gætir þú sent okkur vísbendingu um hvaða gestapennar þú teldir að gætu skrifað athygliverðar greinar. Með því að fá álit þitt er líklegra en ella að við geturn gert Vísbendingu að góðum ráðgjafa og viskubrunni. Netfangið er: visbending@talnakonnun.is. Töffarinn s Aður fyrr var orðheldni talin aðals- merki sérhvers heiðursmanns. Menn töldu það prinsippmál að orð þeirra stæðu hvort sem þau væru sett á pappír eða ekki. Þessir sömu menn gátu reiðst þegar farið var að krefja þá um tryggingar fyrir því að þeir stæðu í skilum eða efndu orð sín á annan hátt. Orðspor þeirra var meira virði en nokkur trygging. Þess vegna reyndu þeir jafnan að gæta þess að á sitt mannorð sitt félli enginn blettur, því að það var þeirra veð. Handsalaður samningur var kom- inn á, þótt ekki væri eytt í hann bleki. Nýir tímar hafa orðið til þess að í viðskipt- um þarf nú að hafa meiri formfestu þannig að menn þurfa að ganga frá pappírum og tryggingum með formlegri hætti en áður, bæði vegna þess að það persónu- lega samband sem áður tíðkaðist er ekki alltaf til staðar í stórum fyrirtækjum í stórum heimi, en líka vegna hins að nú tíðkast aðrir siðir í viðskiptum. I stað hins heiðarlega viðskiptafrömuðar er kominn nýr stjórnandi fram á sjónar- sviðið, töffarinn. Um skeið ríkti sú kenning í viðskiptum að fyrirtæki ættu að vera grönn og grimm (e: lean and mean) og á þeim tíma varð töffarinn holdgervingur stefnunnar. Hann ein- setti sér að rekast hvergi á veggi án þess að sprengja þá í loft upp. Vinnu- aðferðimar voru hörkulegur stjórnunar- stíll við undirmenn, undirlægja við yfirmenn og fláræði við viðskiptamenn. Hinn mikli hugsuður Groucho Marx sagði einhvern tíma að munnlegir samningar væru ekki pappírsins virði. Hinn nýi stjórnunarstíll tekur þessa hugsun skrefi lengra: Nú eru skriflegir samningar ekki pappírsins virði lengur. A samningsstiginu eru málin flækt með því að setja inn flóknar klásúlur eða merkingarlitla fyrirvara, sem virðast ekki hafa mikið að segja, en hafa þann tilgang einan að síðar meir verði hægt að nota þær til samningsriftunar, ef á þyrfti að halda. Með þessu mót lýkur samninga- ferlinu alls ekki við samningaborðið heldur er hægt að hefja það aftur þegar hentar. Alvöru töffari þarf hins vegar ekkert svona aðferðir, hann riftir einfald- lega samningum þegar honum sýnist og segir svo: Stefndu mér ef þú þorir! V______________________________________. (^RtetjómTEyþórlvarJónssonritstjóriog' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.