Vísbending - 26.05.2000, Page 3
ISBENDING
Að flokka stjómmálastefnur
c
Stjórnmálastefnur: Fjórir flokkar
c
Eg verð þess var, að margir halda
áfram að skipa mönnum og
flokkum ýmist til hægri eða vinstri
eftir stjómmálaviðhorfum. Þessi skipt-
ing er runnin af því, hvernig menn
skipuðu sér upphaflega til sætis í franska
þinginu, þar sem umbótamenn sátu
vinstra megin og íhaldsmenn hægra
megin. Þessi skipting á ekki lengur við,
enda eru viðfangsefni stjórnmálanna
að ýmsu leyti flóknari og margbrotnari
á okkar öld en þau voru á tímum frönsku
stjórnarbyltingarinnar. Flokkunarvand-
inn er meðal annars fólginn í því, að
ýmsir svo nefndir vinstri flokkar, sem
hafa verið lengi við völd, hneigjast til að
standa gegn umbótum á okkar dögum,
á meðan svo nefndir hægri flokkar í
stjórnarandstöðu aðhyllast umbætur.
Málið vandast enn frekar við það, að
umbætur í augum eins geta verið ávísun
á afturför í augum annars.
Hagkvæmni og réttlæti
Mig langar að stinga upp á annarri
flokkun, sem er ætlað að veita
innihaldsríkari upplýsingar eða a.m.k.
vísbendingar um stjórnmálastefnur
manna og flokka. Réttlæti
Átök um stjórnmál má greina út
frá tveim meginsjónarmiðum. Ann-
ars vegar greinir menn á um réttlœti:
þeir eru ýmist jafnaðarmenn í víðum
skilningi eða ekki. Jafnaðarmenn
telja, að almannavaldinu beri höfuð-
skylda til að jafna kjör þegnanna og
tryggja viðunandi réttlæti í samfélag-
inu með afskiptum af ýmsum vel-
ferðarmálum. Aðrir leggja minni
áherzlu á jöfnuð þegnanna, velferð
og samfélagsréttlæti og telja minni
þörf á íhlutun almannavaldsins til að
efla jöfnuð og velferð, oft með þeim
rökum, að of mikill jöfnuður geti bitnað
á hagkvæmni. Jafnaðarmenn geta
svarað þessu þannig, að of mikill
ójöfnuður geti einnig dregið úr hag-
kvæmni. Báðir hafa nokkuð til síns máls.
Hins vegar greinir menn á um hag-
kvœinni: þeir eru ýmist efnahags-
umbótamenn eða ekki. Umbótamenn eru
hlynntir breytingum, sem myndu auka
hagkvæmni í efnahagslífinu og lyfta
lífskjörum almennings til langs tíma litið.
Aðrir sætta sig við óbreytt ástand án
umbóta af tillitssemi við þá, sem hafa
hag af óbreyttri skipan, oft með þeim
rökum, að róttækar umbætur myndu
Réttlæti í öndvegi Réttlæti ekki í öndvegi
Hagkvæmni í öndvegi A B
Hagkvæmni ekki í öndvegi C D
)
raska skiptingu auðs og tekna og valda
umróti og óþægindum í bráð. Jafnaðar-
menn geta svarað þessu þannig, að
umbætur, sem lyfta lífskjörum almenn-
ings til lengdar, skapa skilyrði til þess,
að enginn þurfi að vera verr settur eftir
en áður, þegar öllu er á botninn hvolft.
Við getum því skipt stjórnmála-
stefnumí fjóra flokkaeins og taflan sýnir.
Ólík afstaða manna og flokka til
markaðsbúskapar og ríkisafskipta snert-
ir þessa flokkun ekki beint, heldur aðeins
óbeint, af því að ríkisafskipti eru tæki,
en ekki takmark í sjálfum sér. Menn geta
til dæmis verið í A-flokki og aðhyllzt
ríkisafskipti að vissu marki til að efla
bæði hagkvæmni og réttlæti, til dæmis
með ríkisstuðningi við menntir, listir,
vísindi og velferðarmál. Ef menn aðhyll-
ast of mikil ríkisafskipti, lenda þeir í B-
C- eða D-flokki eftir atvikum, og það
gera menn einnig, ef þeir aðhyllast of
lítil ríkisafskipti, því að óheftur markaðs-
búskapur (laissez-faire) á öllum sviðum
Hagkvœmni og réttlœti
frjálslyndi gegn stjómlyndi. (Hann lýsti
sjálfum sér sem frjálslyndum íhalds-
manni og kallaði andstæðinga sína
stjórnlynda umrótsmenn, þar á meðal
Jónas Jónsson frá Hriflu). Gallinn við
þessa flokkun Jóns Þorlákssonar er sá,
að íhald, umrót, frjálslyndi og stjórn-
lyndi eru ekki eftirsóknarverð í sjálfum
sér, heldur eru þetta ólíkar leiðir að settu
marki, til að mynda hagkvæmni og rétt-
læti.
Höldum áfram. Hálfhringurinn á
myndinni lýsir þeim höfuðvalkostum,
sem stjórnmálaflokkar standa frammi
fyrir. Réttlæti er sýnt á lóðréttum ás og
hagkvæmni á láréttum ás. Hvernig við
mælum hagkvæmni og réttlæti, skiptir
ekki höfuðmáli hér. Réttlæti getur til
dæmis átt við sómasamlegan jöfnuð í
eigna- og tekjuskiptingu. Hagkvæmni
getur átt við þjóðartekjur á mann eða
vinnustund til langs tíma litið. Neðri
helmingur hálfhringsins lýsir því svæði,
þar sem meira réttlæti og aukin hag-
kvæmni haldast í hendur. Þama em
mörg þróunarlönd stödd og fyrrver-
andi kommúnistalönd og ýmis önnur:
aukin rækt við heilbrigðis-, mennta-
og velferðarmál í þessum löndum
myndi efla bæði hagkvæmni og rétt-
læti. Efri helmingurhálfhringsins lýsir
á hinn bóginn því svæði, þar sem
frekari eftirsókn eftir réttlæti dregur
úr hagkvæmni, með því að frekari
skattheimta til að standa straum af
auknum ríkisútgjöldum myndi slæva
vinnuvilja og sparnað til dæmis.
Nú skulum við litast um í heimi
veruleikans, mannabyggðum.
J
getur ógnað bæði hagkvæmni og
réttlæti. Vandinn er að rata meðalveginn.
Flokkunin hér er miðuð við markmið,
ekki leiðir. Kosturinn við að miða heldur
við markmið en leiðir er sá, að flestum á
að geta komið saman um, að bæði mark-
miðin, hagkvæmni og réttlæti, eru eftir-
sóknarverð í sjálfum sér. Það er ekki
hægt að segja um hugtökin hægri og
vinstri, hvað sem þau nú þýða í þjóð-
félagi nútímans, og ekki heldur um flokk-
un Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra
(Eimreiðin 1926), en hann flokkaði
stjórnmálastefnur annars vegar eftir
íhaldi gegn umróti og hins vegar eftir
Bi
ABCD
i yrjum á Bill Clinton Bandaríkja-
I forseta. Hvar á hann heima? Hann
hefur beitt sér fyrir margs konar efna-
hagsumbótum í framfaraskyni heima
fyrir og erlendis. Hann aðhyllist frjálsan
markaðsbúskap svo að segja fyrirvara-
laust. Hann kom Fríverzlunarsamtökum
Norður-Ameríku (NAFTA) á laggirnar,
og honum er nú í þann veginn að takast
að koma Kínverjum inn í Alþjóða-
viðskiptastofnunina (WTO). Hann hef-
ur auk þess látið heilbrigðis-, mennta-
og velferðarmál til sín taka að hætti
evrópskra jafnaðarmanna og einnig
(Framhald á síðu 4)
3