Vísbending - 23.06.2000, Page 4
ISBENDING
(Framhald af síðu 3)
landsframleiðslu, 9% af mannafla — eru
til marks um mikla framleiðni vinnuafls
í sjávarútvegi. Það er samt eftirtektar-
vert, að sjávarútvegurinn skuli ekki taka
iðnaðinum fram að þessu leyti, þegar
ókeypis afnot útvegsins af fiskimið-
unum eru tekin með í reikninginn og
önnur fyrirgreiðsla. Landbúnaður hefur
líka skroppið saman: hlutdeild hans í
landsframleiðslunni erkomin niðurí 2%,
en var 5% 1980. Lítil framleiðni í land-
búnaði sést á því, að hlutdeild hans í
mannafla var 4% 1998 (sjá enn mynd 1),
þótt framlag landbúnaðarins til lands-
framleiðslunnar sé aðeins 2%.
(Framhald af síðu 1)
yfir 25% án þess að það hefði neikvæð
áhrif. Þröskuldurinn virðist þó vera
hærri þó að ljóst sé að á einhverjum tíma
kemur að því að aukin skattheimta skapi
ríkinu minni tekjur en meiri vegna þess
að annars vegar dregur fólk úr vinnu,
hins vegar fer það að stunda viðskipti
fram hjá kerfinu á svarta markaðnum.
Eftir því sem skattar eru hærri er líklegra
að þeir dragi úr frumkvæði og vinnusemi
einstaklingsins og skattsvik verði meiri.
Ástæðan fyrir háum sköttum og miklum
útgjöldum ríkisins er að ríkið ræðst í
framkvæmdir sem það ætti ekki að sinna
og verkefnavalið er of mikið. Urlausnin
er að fækka verkefnum ríkisins.
Umræður um ríkisvaldið snúast
iðulega um hvað það á að gera en ekki
hvað það getur gert. Þetta er mikilvægt
því að ríkisvaldinu er gert að leysa hin
ólíkustu vandamál sem það getur ekki
ráðið við. Fyrirtækjarekstur þess hefur
og getur einungis gengið ef um
einokunarstöðu er að ræða. Um leið og
til samkeppni kemur hafa rfkisfyrirtæki
nær undantekningarlaust orðið undir í
baráttunni. Þeirri hugmynd hefur enda
vaxið fylgi að ríkið eigi að vera dómari
en ekki leikmaður á viðskiptavellinum
þegar fleiri en einn geta spilað. Einka-
væðing er leið til þess að koma ríkinu út
úr þess háttar rekstri, bæði sala fyrir-
tækja að hætti Margrétar Thatcher og
útboð rekstrar og þjónustu sem einka-
aðilar geta sinnt eins vel og ríkið eða
Nú er lag
/
Ur því að samanlögð hlutdeild gömlu
forgangsatvinnuveganna til sjós
og lands í mannafla og landsframleiðslu
hefur minnkað úr 22% niður í 13% á
innan við 20 árum, svo sem fyrirsjáan-
legt var (og fyrirséð!), og stefnir enn
neðar á næstu árum, er þá ekki kominn
tími til að draga myndarlega úr beinum
og óbeinum styrkjum ríkisins til þessara
atvinnuvega? — og taka heldur til við
að bæta og efla menntun þjóðarinnar,
því að þar liggja sóknarfærin í framtíð-
betur á samkeppnislegum forsendum.
Mestar skatttekjur fara í þá hug-
mynd að ríkið geti endurdreift tekjum í
þjóðfélagi til þess að skapa meiri jöfnuð.
Skiptar skoðanir eru um árangur af
þessum aðgerðum. Þó er ljóst að í mörg-
um tilvikum hefur slíkt kerfi neikvæð
áhrif þar sem það ýtir undir iðjuleysi og
heftir frumkvæði einstaklingsins.
Það er þó tvennt sem flestir eru
sammála um að ríkið eigi að gera, annars
vegar að fjárfesta í innri uppbyggingu
og hins vegar í grunnmenntun. Hlutverk
ríkisins er að skapa skilyrði fyrir fólk að
lifa og vinna í.
Tækifærið er núna
álið er að ef við höfum dregið
lærdóm af tuttugustu öldinni ætti
hann að vera sá að ríkisvald og miðstjóm
er ekki sú lausn sem vonast var til.
Verkefni ríkisins era orðin óþarflega
mörg og viðamikil undir lok aldar þar
sem kröftum og fjármunum hefur
eingöngu verið sóað vegna þess að
enginn hefur tekið af skarið og
endurskipulagt ríkið. Núna býðst hins
vegar tækifærið. Aukin þörf fyrir ríkis-
vald er blekking ein því að ríkisrekstur
vill vefja upp á sig sjálfkrafa ef ekkert er
að gert. Það er hins vegar ólíklegt að
breytingin komi innan úr kerfinu sjálfu.
Þess vegna er hætta á að það haldi áfram
að vefja upp á sig þótt að verkefni nýrrar
aldar ætti að vera að vefja ofan af því.
Aðrir sálmar
Engin leið að hætta?
Upplýsingar um kjör stjórnenda
fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hafa
ekki verið kynntar ítarlega hér á landi.
Þó birtist í flestum ársreikningum
skýring þar sem fram koma laun til
stjórnar og framkvæmdastjóra í einni
tölu. Hugsunin var að gefa upplýsingar
að erlendri fyrirmynd, því að það væri
réttur hluthafa, eigenda fyrirtækjanna,
að vita kjör æðstu stjórnenda. Strax og
hún komst á kepptust flest fyrirtæki við
að komast hjá því að hún segði nokkuð.
Ákveðið að birta í einni tölu laun
forstjóra og stjórnar, en þar sem
stjórnarlaun eru ákveðin á aðalfundi,
hjálpaði þetta lítið. Þá vora tínd til laun
allraþeirra semteldusttil „framkvæmda-
stjómar" og lögð við laun forstjórans til
þess að leyndin yrði sent mest. Hér á
landi birtast að vísu á ári hverju
álagningarskrár sem sýna heildarlaun
einstaklinga, en þeir geta reyndar fengið
tekjur víða að.
Bandarísk viðskiptatímarit birta hins
vegar í smáatriðum laun, fríðindi og
önnur kjör æðstu stjórnenda. En hvar fá
þau þessar ítarlegu upplýsingar? Svarið
er: Frá fyrirtækjunum sjálfum! Sant-
kvæmt bandarískum lögum er skylt að
birta í ársreikningum, eða sérstökum
fylgiritum til hluthafa, upplýsingar um
allt það sem forstjórar njóta frá fyrir-
tækinu, og jafnframt hvað þeir eiga af
hlutabréfum, hver kaupréttur þeirra að
hlutabréfum er og hvort og þá hve mikið
þeir hafi selt eða keypt af hlutabréfum
í fyrirtækinu á liðnu ári. Þar má lesa um
eftirlaunasamninga einstakra forstjóra
sem og starfslokasamninga þeirra.
Hjá Coca-Cola company kemur t.d.
fram að Ivester, fyrrum forstjóri (sem
hætti um áramót), fái á ári hverju 1,5
milljónir dala í þrjú ár eftir að hann hætti
(til 55 ára aldurs), eftir það fær hann úr
eftirlaunasjóði fyrirtækisins um 1.450
þúsund dali á ári meðan hann eða kona
hans lifa, auk þess bfl, farsíma, fistölvu
og þess háttar. Til 2001 fái hann skrif-
stofu og ritaraþjónustu, viðhald á
öryggiskerfi heimilisins og félagsgjöld
í klúbbum sem hann er í. Loks fær hann
árleg ráðgjafalaun til ársins 2007 upp á
um 675 þúsund dali. Björn Grétar hvað?
V_______________________________________)
^Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA
ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda._____________________
Mynd 2. Heildarútgjöld hins opinbera í hlutfalli við
landsframleiðslu frá 1945 til 1998 (%)
ínru.
Og þótt fyrr hefði verið.
4